Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 3:43
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hvað er spólvörn/gripstýring?

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
23/10/2022
Flokkar: Tækni
Lestími: 5 mín.
294 22
0
151
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hvað er spólvörn/gripstýring?

Flestir nýrri bílar eru með spólvörn eða gripstýringu – en hvað er það og hvað gerir hún?

Ef bíllinn sem þú keyrir var smíðaður á síðasta áratug mun hann næstum örugglega vera með einhvers konar gripstýringarkerfi eða spólvörn sem varnar því að drifhjólin spóli við vissar aðstæður. En hvað er þetta, og hvernig virkar það, hvernig ættum við að nota þetta?

Enska heitið á þessum búnaði er „traction contol“ – sem þýða má sem gripstýring, en einnig oft nefnt spólvörn, vegna þess að búnaðurinn er fyrst og fremst hannaður til að drifhjól spóli ekki. Við skulum því einfaldlega kalla þetta spólvörn.

Í einföldustu skilmálum er spólvörn rafeindabúnaður sem stöðvar eða takmarkar það að hjól missi grip og spóli. Þó að „drift“ og „spól“ sé flott á sjónvarpsskjánum og komi skemmtilega út í bílaeltingaleik í sjónvarpi eða glæfraþáttum, þá er það ekki eitthvað sem þú vilt upplifa á veginum. Hjól sem spólar er ekki lengur með grip og getur valdið því að þú missir stjórn á bílnum, sérstaklega við aðstæður í hálku, sem leiðir til þess að þú „snýst út“ í beygju í afturhjóladrifnum bíl eða missir stjórn á stýrinu á framhjóladrifnum bíl.

Þess vegna hafa bílaframleiðendur verið að setja spólvörn í sína bíla í meira en 40 ár. Á síðasta áratug hefur það orðið skyldueiginleiki (ásamt flóknari rafrænni stöðugleikastýringu) á öllum almennum framleiðslubílum.

En hvað gerir þessi búnaður og hvernig virkar hann?

Spólvörn eða gripstýring virkar með því að nota skynjara á hverju hjóli (þeir sömu og skynja þegar hjól er að læsast í ABS-læsivörn hemlakerfis) til að bera kennsl á þegar eitt hjólið snýst umtalsvert meira en hin drifnu hjólin.

Rafeindastýrikerfi bílsins mun þá grípa til aðgerða til að stöðva hjólið að snúast; hvernig það gerir þetta fer eftir því hversu háþróuð og nútímaleg spólvörn bílsins er.

Í fyrsta lagi mun aksturstölva bílsins minnka afl vélarinnar örlítið, sem gæti gert það að verkum að það líði eins og vélin sé ekki að „ganga á öllum“. Það hefur nákvæmlega sömu áhrif og ökumaðurinn tekur fótinn af bensíngjöfinni, en rafeindabúnaðurinn getur brugðist miklu hraðar við en jafnvel besti ökumaðurinn – þess vegna var spólvörn bönnuð í Formúlu 1!

Nútímabílar sem einnig eru með rafræna stöðugleikastýringu (ESP eða ESC) munu auk þess bremsa hjólið sem er að snúast lítillega. Þetta mun stöðva „spólið“ og flytja kraftinn til hjólsins (eða hjólanna, í fjórhjóladrifi) sem hefur enn grip.

Hvað á að gera ef viðvörunarljós fyrir spólvörn kviknar?

Nútíma gripstýringarkerfi mun virka svo hratt og óaðfinnanlega að þú munt ekki einu sinni taka eftir því, fyrir utan blikkandi viðvörunarljós á mælaborðinu og að bíllinn verður kraftlaus augnablik.

Nema þú sért að keyra mjög hratt og sért að beita bílnum ótæpilega, þá er virkjun spólvarnarinnar viðvörun um að vegurinn sé hál, svo þú ættir að gæta þess sérstaklega. Þetta gæti einnig verið vegna þess að það er snjór og hálka á veginum, olíublettir eða laust yfirborði. Ef þú sérð ljósið oft þegar það er blautt gæti það verið merki um að dekkin þín séu orðin of slitin, séu ekki með gott grip og þurfi að skipta um þau.

Ef viðvörunarljósið logar varanlega þýðir það að eitthvað sé bilað eða að kerfið sé ekki að ná að vinna úr gögnunum sem það hefur fengið frá hjólunum. Eins og hver tölva getur hún oft og tíðum endurstillt sig þegar slökkt er á vélinni og hún gangsett á ný. Ef kerfið virkar ekki rétt verður að fá þetta lagað eins fljótt og auðið er.

Ef spólvörnin er svona góð, hvers vegna er rofi til að slökkva á henni?

Það eru nokkrar aðstæður þar sem gripstýring eða spólvörn gæti ekki verið æskileg, eins og þegar þú ert fastur í snjó eða drullu. Ef öll drifhjólin hafa misst grip og snúast gæti kerfið slökkt á afli vélarinnar og þýtt að þú kemst ekki áfram. Við þessar aðstæður gæti verið betra að slökkva á spólvörninni og láta hjólin snúast og nota það grip sem til er.

Margir nútíma 4×4 bílar eru með sérstaka torfærustillingu sem gerir ráð fyrir leðju og snjó, sem aðlagar viðbrögð spólvarnarinnar í samræmi við það til að leyfa smá spól.

Ekki eru allir bílar með rofa, en leitaðu að hnappi merktum „TSC“, „ESP“ eða „ASR“ (úr þýska orðasambandinu fyrir spólvörn, Antriebsschlupfregelung). Í nýrri mjög öflugum bílum getur valmöguleikinn að slökkva á honum verið falinn í skjávalmynd eða verið hluti af sérstakri „hraðakstursstillingu“.

Fleira tæknilegs eðlis:

Til hvers eru kerti í bíl?

Þrýstinginn þarf að passa!

Hvað er aðlagandi hraðastillir?

Tvígengis- og fjórgengismótorar

Fyrri grein

Ók til Akureyrar fyrsta daginn með bílprófið

Næsta grein

Bílar ársins í Evrópu 1971-1980

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Volvo hefur opnað pantanabækurnar fyrir 2026 árgerðina af EX90. Flaggskip rafjeppa vörumerkisins fær nokkrar lykiluppfærslur fyrir nýju árgerðina. Þökk sé...

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Porsche gefur okkur fyrstu innsýn í væntanlegan Cayenne Electric, sem verður formlega frumsýndur í lok þessa árs. Alrafknúni jeppinn mun...

Næsta grein
Bílar ársins í Evrópu 1981 til 1990

Bílar ársins í Evrópu 1981 til 1990

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.