Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 8:18
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Verstappen: Virðingin fyrir Hamilton enn minni

Malín Brand Höf: Malín Brand
10/12/2021
Flokkar: Mótorsport
Lestími: 4 mín.
264 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Virðing Max Verstappens fyrir andstæðingnum Lewis Hamilton og keppnisliði hans hefur minnkað mikið á þessu keppnistímabili. Það viðurkennir Max fúslega í samtali við blaðamann ESPN.

Í samtalinu (eða zúmmtalinu) var Max spurður hvort  skoðun hans á Hamilton og Mercedes hefði breyst eftir baráttuna í ár: „Já, mjög mikið og alls ekki til betri vegar,“ svaraði hann.

Mismæli blaðamanns

Svo gerðist það, að blaðamaður mismælti sig og spurði hvort hann „myndi óska Max til hamingju“ ef hann ynni á sunnudaginn. Max hló og svaraði: „Já, ég mun óska sjálfum mér til hamingju.“

Úps!

Blaðamaður leiðrétti sig og spurði hvort Max myndi óska Hamilton til hamingju ef hann ynni á sunnudaginn. Svaraði hann þá: „Ef hann vinnur á sanngjarnan hátt, þá mun ég pottþétt gera það.“

Mikið gengið á

Það er óhætt að segja að engin lognmolla hafi verið í kringum þá karla, Max og Lewis, á þessu ári. Alla vega ekki í keppni. Ótal atvik, stór og smá hafa átt sér stað; kless, meira kless, brot á reglum og alls konar sem tína má til.

Jeddah 2021. Mynd/Mercedes

Skrifar blaðamaður ESPN að Max og Red Bull liðinu hafi gramist mjög að „Hamilton og Mercedes fögnuðu sigri á meðan hann var sjálfur á spítala til skoðunar“ eftir skakkaföllin í Breska kappakstrinum.

Já, þetta sárnaði Max og er greinilega ekki búinn að gleyma því að hann mátti dúsa á sjúkrastofu, meðan hinir höfðu gaman.

Efi og ásakanir

Eins og frægt er orðið gaf Max í skyn að bíll Mercedes væri ekki löglegur vegna þess hve mikið afturvængur bílsins opnaðist. Í framhaldi af því gerði FIA úttekt á bílnum sem reyndist, þegar allt kom til alls, uppfylla reglurnar.

Þá lét Max eftirfarandi orð falla: „Því miður getum við ekki látið skoða bílinn aftur né heldur getum við vitað hvernig hann var í fyrri keppnum á tímabilinu. En það var greinilega eitthvað undarlegt í gangi. En svona er þetta bara,“ sagði Max.

„Fáið þið ókeypis ís?“

En til að ljúka þessu á léttari nótum þá fengu þeir Max og Lewis skemmtilega spurningu á blaðamannafundi sem haldinn var í Abu Dhabi í dag. Sú spurning kom frá ungum aðdáanda, Emily að nafni. Hún spurði: „Hvernig er að vera frægur? Fáið þið ókeypis ís út af því að þið eruð frægir?“

Frá blaðamannafundi dagsins í Abu Dhabi. Mynd/Mercedes

Hamilton: „Það er frekar furðulegt að fólk þekki mann þegar maður er á veitingastað eða að bara úti að ganga. En þegar allt kemur til alls þá er maður enn sama mannneskjan. Maður fer svo heim til sín og gerir það sem maður gerir venjulega. Hittir fjölskylduna og allt er eins og vanalega. Pabbi og mamma horfa á sína sjónvarpsþætti og allt eins og það á að vera,“ sagði Hamilton.

„En þetta með ísinn, nei, ég fæ ekki ókeypis ís. Í ísbúðinni í hverfinu hafa þeir ekki gefið mér ís. Ég ætti kannski að stinga upp á því við þá!“

Max svaraði Emily á þá leið að mikilvægast af öllu væri að halda í vini sína, og leyfa frægðinni ekki að trufla vináttubönd. „Ég reyni líka að vera sem mest með fjölskyldunni og jú, auðvitað kemur það fyrir að einhver þekki mann. Þá er mikilvægt að vera maður sjálfur og það held ég að sé best. Hvað ókeypis ís varðar þá fæ ég reyndar ókeypis ís því sð hálfbróðir pabba míns rekur ísbúð. Þannig að ef mig langar í ókeypis ís þá get ég alltaf komið við hjá honum,“ sagði Max Verstappen að lokum, og svei mér ef ekki var bros á andliti karls, sem gríman faldi að mestu.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Hátt mega sáttir sitja í Bayon

Næsta grein

BMW M 1000 RR frá Lego

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Höf: Jóhannes Reykdal
08/12/2024
0

Þýski bílstólaframleiðandinn fær fjárfestingu frá Proma Group, sem gerir framleiðslu kleift að hefjast að nýju Ítalski bílavarahlutaframleiðandinn Proma Group hefur...

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Höf: Pétur R. Pétursson
23/09/2024
0

Isabell Rustad hefur átt nánast fullkomið tímabil í Porsche Sprint Challenge Scandinavia. Um helgina á lokakeppninni á Mantorp Park fékk...

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Höf: Jóhannes Reykdal
27/05/2024
0

Ford hefur verið að undirbúa nýja Mustang GTD til að gera hann að fullkomnum bíl til að bera „hestanafnið“. Áætlað...

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Höf: Jóhannes Reykdal
06/01/2024
0

Audi tók Q8 e-tron og breytti honum í alrafmagnaðan torfærubíl. Audi Q8 e-tron Dakar- útgáfan er sérgerð fyrir ævintýramenn sem...

Næsta grein
BMW M 1000 RR frá Lego

BMW M 1000 RR frá Lego

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.