Miðvikudagur, 7. maí, 2025 @ 21:36
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hamilton: „Þessi náungi er *** klikkaður“

Malín Brand Höf: Malín Brand
13/12/2021
Flokkar: Mótorsport
Lestími: 5 mín.
264 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

„Þessi náungi er *** klikkaður,“ sagði Hamilton um Verstappen þegar sá síðarnefndi, að því er virtist, hindraði framúrakstur þess fyrrnefnda, en það má deila um hver reyndi hvað. En þvílíkur sirkus í Formúlu 1 í kvöld!

Nú er aðeins ein keppni eftir á tímabilinu í Formúlu 1. Næstsíðasta keppnin fór fram á Jeddah Corniche Circuit í Sádi-Arabíu og gerðist svo margt sturlað að það er í raun efni í heila bók, eða bíómynd. Hér verður þó ekki einu sinni stiklað á stóru því það er svo margt „stórt“ sem stikla þarf á og verður það gert í næstu grein.

Sir Frank Williams lést í vikunni sem leið og var hans minnst fyrir keppnina í kvöld. Mynd/Mercedes

Áður en kappaksturinn var svo mikið sem hálfnaður voru fjórir ökumenn úr leik, og jafnmargir bílar, ef ekki fleiri, laskaðir og koltrefjaplast út um allt. Brautin var eins og miðbær Reykjavíkur á nýársdagsmorgun, og það þegar 16 hringir af 50 höfðu verið eknir. Já, drasl út um allt!

Fyrirmælin virtust fara fyrir ofan garð og neðan

Eftir þrjár ræsingar gat keppnin loks haldið áfram með eðlilegum hætti… hélt maður! En, nei! Aldeilils ekki. Þá upphófust skylmingar á milli þeirra Verstappens og Hamiltons og það er rosalegt að sjá menn „skylmast“ á tveimur bílum og það á rúmlega 300 kílómetra hraða.

Verstappen hélt forystu en á 37. hring eygði Hamilton möguleika á að komast fram úr. Það var í fyrstu atrennu sem leit út fyrir að Verstappen reyndi að hindra framúrakstur Hamiltons. Þá sagði Hamilton þessi orð í radíóið: „Þessi náungi er *** klikkaður,“ og var honum ekki skemmt. Honum virtist mjög brugðið.

Þá fékk Verstappen fyrirmæli um að hægja á sér og hleypa Hamilton fram úr. Hér er upptaka þar sem fyrirmælin heyrast í radíósamskiptum við Verstappen:

Verstappen hægði þá á sér og Hamilton ók aftan á bíl hans. Báðir bílarnir voru auðvitað eitthvað laskaðir eftir það. Hér má sjá viðbrögð Mercedes-manna við árekstrinum en það er ekki oft sem liðsstjórinn Toto Wolff urlast.

Toto Wolff, rólegur eins og hann virðist vera alla jafna.

Hamilton vissi ekki um fyrirmælin

Hamilton vann keppnina, Verstappen var annar og Bottas þriðji. Að keppni lokinni sagði Hamilton að hann hafi (þegar hann ók á bíl Verstappen) ekki hafa vitað að Verstappen hefði fengið fyrirmæli um að hægja á sér og því dúndrað á hann þegar sá fremri bremsaði skyndilega.

Verstappen, sem engu virðist hafa ansað í radíósamskiptunum þegar honum var sagt að hleypa Hamilton fram úr, sagði eftir keppni að hann hafi hægt á sér en Hamilton „ekki brugðist neitt sérstaklega við því“.  

Jafnir að stigum

Jæja, þetta er kaótísk frásögn og því algjörlega í stíl við keppnina. Enginn veit hvað snýr upp eða niður og mesta furða að menn hafi yfirleitt vitað hvað snéri fram og aftur á brautinni.

Brautin í Jeddah. Mynd/Mercedes

Nú er staðan sú að Verstappen og Hamilton eru jafnir að stigum og ein keppni eftir. Af einhverjum ástæðum var enn eina ferðina baulað á Verstappen þegar hann gekk að verðlaunapalli – en á sama tíma var hann valinn maður keppninnar af Formúluaðdáendum. Enn eitt atriðið sem erfitt er að skilja: Vinsælastur en áhorfendur á staðnum baula?

Hamilton var fagnað mjög þegar hann klöngraðist upp á pallinn, gjörsamlega úrvinda eftir „klikkuðustu keppni“ ferils síns, eins og hann ofðaði það. Nefndu margir það í skrifum á Twitter að aldrei hefði Hamilton vikað eins bugaður og búinn á því eins og í kvöld.

Verstappen fékk fimm sekúndna refsingu en rannsókn dómnefndar mun væntanlega leiða eitthvað í ljós á næstu dögum, t.d. um það hvort Hamilton fái refsingu fyrir aftanákeyrsluna.

„Það sem gerðist í dag er ótrúlegt. Ég stunda minn kappakstur, en þessi íþrótt virðist farin að snúast meira um refsingar en kappakstur. Þetta er ekki Formúla 1 í mínum augum, en aðdáendur fengu sitt og höfðu gaman af keppninni. Ég gaf allt mitt í þetta í dag, en var greinilega ekki nógu snöggur,“ sagði Verstappen þegar fréttamaður á staðnum gómaði hann fyrir verðlaunaafhendinguna.

Verðlaunaafhendingu sem var með daprasta móti og stemningin núll.

Kampavíninu var sullað niður til að „gera eitthvað“ við það en Verstappen lét sig hverfa og það sem hefði átt að vera fagnaðarstund, fjaraði út á fáeinum sekúndum.

Verðlaunaafhendingin var spes og frekar dapurleg. Mynd/Mercedes

Sem fyrr segir þá er þetta sem hér kemur fram bara brot af öllu því mjög svo furðulega sem átti sér stað í keppninni í dag.

Það sést að bíllinn hefur orðið fyrir hnjaski. Mynd/Mercedes

Vafasamur framúrakstur í fyrstu beygju eftir fyrstu endurræsingu, samningaviðræður dómnefndar og keppnisliða, undarleg tilboð um „hæfilegar“ refsingar og síðast en ekki síst ákall keppanda um að stórvarasöm brautin yrði hreinsuð er á meðal þess sem fjallað verður um nánar. Bara ekki í kvöld. Allir eru búnir á því eftir þessa keppni. Líka þeir sem sátu heima í sófa og horfðu á keppnina í imbakassanum.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Nýjum heimsmeistara fagnað: Myndir

Næsta grein

Þær unnu keppnina á Jeep Wrangler 4xe

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Höf: Jóhannes Reykdal
08/12/2024
0

Þýski bílstólaframleiðandinn fær fjárfestingu frá Proma Group, sem gerir framleiðslu kleift að hefjast að nýju Ítalski bílavarahlutaframleiðandinn Proma Group hefur...

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Höf: Pétur R. Pétursson
23/09/2024
0

Isabell Rustad hefur átt nánast fullkomið tímabil í Porsche Sprint Challenge Scandinavia. Um helgina á lokakeppninni á Mantorp Park fékk...

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Höf: Jóhannes Reykdal
27/05/2024
0

Ford hefur verið að undirbúa nýja Mustang GTD til að gera hann að fullkomnum bíl til að bera „hestanafnið“. Áætlað...

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Höf: Jóhannes Reykdal
06/01/2024
0

Audi tók Q8 e-tron og breytti honum í alrafmagnaðan torfærubíl. Audi Q8 e-tron Dakar- útgáfan er sérgerð fyrir ævintýramenn sem...

Næsta grein
Þær unnu keppnina á Jeep Wrangler 4xe

Þær unnu keppnina á Jeep Wrangler 4xe

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025
Bílaframleiðsla

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

02/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.