Allt getur gerst á Egilsstöðum

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Það er nokkuð ljóst af því sem sést hefur að fyrri dagur torfærunnar á Egilsstöðum var allt annað en viðburðalítill. Því miður er undirrituð ekki á staðnum en sem betur fer eru miklir sérfræðingar eins og Jakob Cecil á Egilsstöðum og kvikmyndar herlegheitin og Bragi Þórðarson lýsir í beinni. Að ógleymdum flokki fantafínna ljósmyndara sem festa afrek keppenda á „filmu“.

Hér fyrir neðan er myndband frá Jakobi sem sýnir það helsta frá gærdeginum. Bein útsending frá keppninni hefst svo kl. 10:45 á vefnum Mótorsport.is og þar lýsir Bragi gangi mála eins og honum einum er lagið.

Í lok gærdagsins var staðan svona: 

  1. Skúli Kristjánsson á Simba
  2. Haukur Viðar Einarsson á Heklu
  3. Ingi Már á Bombunni

Þessu tengt: 

Þvílíkir ökumenn og þvílík tryllitæki!

Torfærumyndakassinn opnaður: Blönduós 2019

Maður horfir á íslenska torfæru í fyrsta sinn

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar