Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 18:44
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

„Með hausinn uppi í bílþakinu“ – Ferðasaga frá 1929

Malín Brand Höf: Malín Brand
08/10/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 3 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

„Jeg var altaf með hausinn uppi í bílþakinu“ -– Ferðasaga frá 1929

Brot úr stórskemmtilegri ferðasögu Englendings nokkurs birtist í Morgunblaðinu fyrir rétt rúmum 95 árum síðan. Það gekk á ýmsu og hér er sagan eða sá útdráttur sem birtur var í blaðinu þann 13. október árið 1929.

„Englendingur, sem hjer var í sumar, R. Herring að nafni, hefir skrifað í enskt blað grein um bílferð til Þingvalla, og birtist hjer útdráttur úr henni.“

„Jeg hefi aðeins stigið upp í einn af hinum 300 bílum, sem eru í Reykjavík, og þótt jeg hafi í hyggju að fara til Íslands aftur, þá efast jeg um að jeg stigi þar upp í annan bíl. Ekki svo að skilja, að bíllinn hafi ekki verið þægilegur og að bílstjórinn hafi ekki bæði verið kurteis og áræðinn, heldur var vegurinn þannig, að hann blátt áfram svifti mann þeirri tilfinningu að hafa fasta jörð undir fótum. Bíllinn var ameríkskur og við ætluðum að fara til Þingvalla. — Vegur var góður í Reykjavík og nágrenni.

Mynd frá svipuðum tíma en tengist þó sögunni ekki beint. Myndir úr safni.

En svo fór að rigna og vegurinn versnaði stöðugt. Hann var ósljettur, grýttur og holóttur. Bílstjórinn reyndi að krækja fram hjá holunum, en svo sprakk einn hjólhringurinn. Í hálfa klukkustund var bílstjórinn að gera við hann, og kom aftur rennvotur upp í bílinn. Þetta var miðja vegu milli Þingvalla og Reykjavíkur.

Eftir þetta opnaði hann bílhurðina eftir alla verstu hnykkina til þess að aðgæta hvort ekki hefði sprungið aftur.

Einu sinni þegar hann opnaði hurðina, fór annar bíll framhjá og hann reif hurðina af bílnum okkar, en það breytti engu öðru en því, að nú gat bílstjórinn altaf litið út án þess að þurfa að opna hurðina.

Á öðrum stað riðum við niður mann á bílunga. Hann vildi ekki víkja, svo að við ókum bara á hann — hispurslaust, hægt en ákveðið. En þá höfðum við setið í bílnum í sex stundir og vorum svo aðsettir, að við höfðum engan áhuga fyrir þessu og urðum ekki einu sinni hissa.

Einn glugginn á bílnum brotnaði af hristingnum. Jeg var altaf með hausinn uppi í bílþakinu og var sem jeg kæmi varla við bílinn annars staðar og einu sinni, er jeg rak mig hastarlega uppundir, hljóðaði jeg, en bílstjórinn sagði: „Þetta fer í vana hjer á Íslandi.“

Ekki var betra á heimleiðinni, því að þá var ekið ofan í móti og bílstjórinn hraðaði ferðum, vegna þess, að hann var orðinn of seinn. Á einum stað hljóp fjárhundur fyrir bílinn og við ókum yfir hann. Mjer varð litið aftur og sá að bíllinn hafði farið yfir hundinn, en hann stökk á fætur og sá ekki að neitt gengi að honum. Hundurinn var líka íslenskur.

Það borgaði sig að fara þessa ferð. En mundi nokkur annar staður en Þingvöllur hafa getað bætt manni upp ferðalagið? Jeg reyndi ekki að rannsaka það, því að næst þegar jeg fór í ferð, fekk jeg mjer hest og var ánægður með hann.“

Fleiri ferðasögur úr fortíðinni:

Eftirminnileg bílferð á réttarball um 1930

Ótrúlegt að bíll kæmist leikandi yfir Öxnadalsheiði

Einstakar bílamyndir úr Íslandsferð 1934

1965: Svíinn, glymskrattinn og Landrover-inn

Fyrri grein

Bílstjórarnir sem ættu að taka strætó

Næsta grein

Bíllinn í stofunni: Flott eða flopp?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Hár, breiður, lengri og fullur af lúxus

Hár, breiður, lengri og fullur af lúxus

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.