Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:26
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Furðulegt að Trabant kæmist svo hratt

Malín Brand Höf: Malín Brand
30/05/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 3 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Í apríl árið 1969 var greint frá stórmerkilegum eltingarleik: Þrír lögreglubílar eltu Trabant í Vesturbænum og það í heilar tólf mínútur. „Er næsta furðulegt að manninum skuli hafa tekizt að aka þessari bíltegund á slíkum hraða, en á eftir sagði hann að aðrir gætu ekki leikið það eftir sér.“

Lítið fór fyrir skynseminni hjá ökumanninum sem ók greitt um Vesturbæinn á sínum Trabba. Ljósmynd/Malín Brand

Fréttin birtist í Tímanum þann 22. apríl 1969 og má segja að ökumanninum, sem braut lögin rækilega, hafi nánast verið gert hátt undir höfði í fréttinni. Af hverju? Jú, því ökufanturinn, eins og hann var kallaður, „ók Trabantbíl á um og yfir 100 km hraða á klukkustund,“ um íbúðargötur Vesturbæjar.

Þótti blaðamanninum þetta hið merkilegasta afrek. Að einhverjum tækist að koma bíl af einmitt þessari gerð svona hratt.

Ók eftir götum og gangstéttum

Það er sannarlega áhugavert en annað þótti þeim líka áhugavert er fréttina ritaði: „Hitt er ekki síður furðulegt að slys skyldu ekki verða á manninum og öðrum vegfarendum á þeim götum og gangstéttum, sem hann lagði leið sína um.“

Þetta var skömmu eftir hádegi á mánudegi og ljóst að mikil hætta hefur stafað af ökumanninum á plastbílnum. Sem fyrr segir stóð eltingarleikurinn í tólf mínútur en þá „tókst lögreglu að króa Trabantinn af,“ eins og þar sagði.

Vildi losna við fyrrverandi

Raunar hófst eltingarleikurinn við heimili fyrrverandi konu mannsins en hún hafði samband við lögreglu þegar maðurinn kom og hafði í hótunum við hana.  Ber konan að maðurinn hafi jafnvel hótað henni lífláti og er ekkert um heimsóknir hans gefið,“ sagði í fréttinni. Það kemur ekki á óvart að konunni hafi verið illa við slíkar heimsóknir.  

Þegar lögregla kom að húsi konunnar hljóp maðurinn út, fór upp í Trabantinn sinn og brunaði af stað. Lögreglubíllinn elti með sírenum og blikkljósum en ekki var það nóg til að stöðva manninn.

Kallað á liðsauka

Þegar þessi eini bíll gat ekki stoppað Trabba komu tveir lögreglubílar til viðbótar og sem fyrr segir var þetta mikill hasar.

„Voru aðrir vegfarendur á götum þeim sem ekið var um og ekkert síður á gangstéttum í bráðri lífshættu, en Trabantinn fór oft vinkilbeygjur á 75 km hraða.“

Á Kaplaskjólsvegi gafst ökumaðurinn upp (frekar en Trabantinn) og við yfirheyrslur greindi maðurinn frá því að hann hafi lagt á flótta „því hann hafi ekki viljað eiga handtöku á hættu, þar sem hann stóð á tröppunum, því hann hefur verið handtekinn áður við svipaðar kringumstæður,“ sagði í þessari sérstöku frétt í Tímanum í apríl árið 1969.

Fleira tengt Trabant:

Skynsemin ræður: Frá gríni til heimsfrægðar

Kraftaverka-Trabant frá Íslandi

Mest umtalaði bíll landsins

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Torfærumyndakassinn opnaður: Blönduós 2019

Næsta grein

Einn af 475 eintökum

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
Einn af 475 eintökum

Einn af 475 eintökum

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.