Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 5:55
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

„1955. Árið, sem bílar voru bílar“

Malín Brand Höf: Malín Brand
15/08/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
273 21
0
141
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hægan hægan! Hvað á þessi fyrirsögn að fyrirstilla ?

Þessi fyrirsögn er sérstök eins og hún kemur manni fyrir sjónir en orðalagið er tekið úr grein sem birtist í Morgunblaðinu í desember árið 1978. Setningin er þó lengri og rétt er að birta hana alla – haldið ykkur fast, lesendur góðir:

„Já, merkisár, 1955. Árið, sem bílar voru bílar og menn voru menn.“

Þykir hverjum sinn fugl fagur?

Þetta er athyglisvert en áður en rýnt er í innihald greinarinnar er rétt að blaðamaður létti á hjarta sínu. Þannig er að góður vinur minn, sem fæddur er á því herrans ári, 1955, hefur löngum sagt að ekki hafi verið framleiddur fallegur bíll síðan 1955. Hefur hann í því samhengi nefnt eina bíltegund: Chevrolet Bel Air. Ekki hefur hann fært frekari rök fyrir þessari fullyrðingu.

Hef ég alltaf hugsað að auðvitað þyki honum bíllinn sá fegurstur sem tengist fæðingarári hans sjálfs.  

Svo fór ég að skoða bílana frá fæðingarárinu mínu, 1981. Snöggt og ákveðið varð tilgáta mín, um fegurð bíla og tenginguna við fæðingarár manns sjálfs, að engu.

BÍLAR SEM KOMU ÁRIÐ 1981 (nokkur dæmi):

Chevrolet S-10. Mynd/Wikipedia.

Isuzu Trooper (mynd óþörf og finnst ekki…).

DMC DeLorean (sko! Það kom eitthvað framúrstefnulegt á þessu ári!) Mynd/Unsplash.
Suzuki CV1. Mynd/Wikipedia.

Jú, bílarnir eru fleiri sem kynntir voru árið 1981 en þetta er nóg. Meira en nóg!

BÍLAR SEM KOMU ÁRIÐ 1955 (nokkur dæmi):

Jaguar Mark 1 (þessi er reyndar ´57). Mynd/Wikimedia.
Bel Air. Mynd/Unsplash.
Bentley S1. Mynd/Wikipedia.

Æj, jájá! Þá það! Ég játa mig sigraða… Þeir voru magnaðir bílarnir sem brunuðu fram á sjónarsviðið árið 1955. Og nú aftur að fyrirsögninni og greininni úr Morgunblaðinu 1978!

Ætti ekki að vernda gamla bíla eins og gömul hús?

Greinin góða er eftir Björn Emilsson og er umfjöllunarefnið sex strokka Ford´55 sem bílaáhugamaðurinn Vilhjálmur Ástráðsson keypti árið 1975 og gerði upp.

„Í seinni tíð hafa menn tekið upp á því að vernda gömul hús í bæjum og þorpum. Ýmis rök eru sett fram, verndarviðleitninni til framdráttar.

En hvernig ætli standi á því, að flestum er fyrirmunað að hugsa á svipaðan hátt til bíla? Eru þeir ekki þess virði að vernda?

Geta þeir ekki verið völundarsmíð, listaverk?“ skrifar Björn Emilsson, greinarhöfundur og tekur svo fram að sem betur fer séu þeir til sem láta sér annt um gamla bíla og nefnir þar Ford´55:

„Umhyggjan hefur borið verðskuldaðan árangur. Það kann að hljóma eins og guðlast í eyrum sumra, en Fordinn hans Villa ætti að flokka undir þjóðminjar.“

En af hverju 1955?

Segir í greininni að árið 1955 hafi í raun skapast nýtt tímabil í bifreiðasögu Íslands.

„Eftirstríðsárin höfðu gert það að verkum að fáir eða engir bílar voru fluttir til landsins. Hömlum var aflétt og óstöðvandi innflutningur varð á bílum,“ segir þar. Hér er komin skýringin á þeim fjölda amerískra bíla sem loks ver hægt að flytja inn og stíflan brast. Árið 1955 dáðust Íslendingar að „Chevy-um, Fordum og Bjúkkum“ sem voru að margra mati einstaklega fallega hannaðir, og það þykir undirritaðri líka!

„T.d. var afturrúðan meira hallandi og bíllinn á allan hátt „drossíulegri“ en áður. Já, merkisár, 1955. Árið sem bílar voru bílar og menn voru menn,“

Hvernig „menn voru menn“ árið 1955 er ekki úrskýrt frekar í greininni en sagan af Fordinum er góð og í stuttu máli er hún sú að hann var í upphafi leigubíll, síðar endurbyggður og notaður sem fjölskyldubíll og enn síðar „harðsnúinn kvartmílubíll“.

Þáði hluti úr fjórum meðbræðrum

Ellefu árum eftir að bíllinn kom „gljáfægður frá Detroit til Reykjavíkur“ hafði hann „þegið hluti úr fjórum meðbræðra sinna,“ segir í greininni. Já, líffæragjafir er kannski ekki orðið en í það minnsta var ýmislegt gert til að Ford´55 héldi lífi. Leyfi ég mér að vitna í niðurlag greinarinnar áður en ég varpa fram spurningu til ykkar, lesendur góðir:

„Litli, saklausi Fordinn sem, fyrir 23 árum kynntist íslenzkum vegum, er í dag harðsnúinn kvartmílubíll. Eftir langa og litríka ævi hvílir hann lúin bein í bílskúr vestur í bæ, samt í fullu fjöri. Hann bíður sumars og betri tíðar.

„Hann er vaxinn upp úr fjallaferðum og verður eftirleiðis hafður inni á vetrum,“ segir Villi.

Þar hefur hann nægan tíma til að hugsa um fortíðina frá því hann var ungur leigubíll og ók um bæinn með elskendur í aftursætinu. Flestir gömlu´55 vinirnir eru farnir. Hvað um það, Fordinn á framtíðina fyrir sér. Eins dauði er annars brauð, eða varahlutir.“

Hvar er hann nú?

Stórkostleg skrif hjá Birni Emilssyni í Morgunblaðinu árið 1978. Greinina í heild má lesa hér.

Stóra spurningin er hvort lesendur Bílabloggs kannist við umræddan bíl og viti hvort hann sé „enn á meðal vor“. Endilega finnið okkur á Facebook, látið ykkur vel við okkur líka og takið þátt í umræðum á síðunni. Einnig má senda undirritaðri póst á malin@bilablogg.is

[Greinin birtist fyrst í júní 2021]

Þessu tengt: 

Einn alveg spes frá 1955

5 hlutir úr bílum fortíðar

Vinsælasti bíllinn árið sem þú fæddist

Fyrri grein

Vitlausir ljósastaurar og tré sem flæktust fyrir

Næsta grein

Volkswagen sækir um einkaleyfi á ID.Buzz pallbíll

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Volkswagen sækir um einkaleyfi á ID.Buzz pallbíll

Volkswagen sækir um einkaleyfi á ID.Buzz pallbíll

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.