Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 19:35
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Vladimír Hjólkoppsky, Þorvaldur og Valdi koppasali: Afmæliskveðja

Malín Brand Höf: Malín Brand
26/09/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 8 mín.
333 10
0
164
DEILINGAR
1.5k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Vladimír Hjólkoppsky, Þorvaldur og Valdi koppasali: Afmæliskveðja

Staflar af hjólkoppum hér og þar og upp um allt en regla á öllu. Hvergi auður blettur en Valdi veit nákvæmlega hvar rétta koppinn er að finna. Þannig hafa margir lýst skipulaginu hjá Valda koppasala eða Þorvaldi Norðdahl eins og hann nú heitir. Valdi er sjötugur í dag!

Það er vissulega stórafmæli: 25. september er dagurinn hans Valda. Á þessum degi kom hann í heiminn árið 1952 og er hann vel þekktur fyrir að safna hjólkoppum og selja þá. Það hefur Valdi gert í fleiri áratugi og eins og fjallað var um á síðunni í gær halda félagar Valda í Fornbílaklúbbnum kaffiboð í tilefni stórafmælisins. Hér má lesa um það.

Skilti uppi við Geitháls skammt frá Hólmi, en þar býr Valdi. Þessi mynd er ein af fjórum sem fylgdu viðtali við hann í Alþýðublaðinu þann 14. janúar 1978. Ljósmynd: AB/GEK.

Valdi, Vladimír Hjólkoppsky og tónlistin

„Vinir minir kalla mig margir Vladimir Hjólkoppsky. Það kemur til af skiljanlegum ástæðum,“ sagði Valdi í viðtali sem birt var í Alþýðublaðinu í ársbyrjun 1978. Í því viðtali kom einnig fram að í skemmtanabransanum væri hann þó kallaður Valdi:

„Já, ég hef verið að fikta við að syngja með hljómsveitum og þá aðallega i Klúbbnum,“ sagði hann.

Í öðru viðtali, 20 árum seinna og rúmum 7 mánuðum betur, kom einmitt fram að Valdi væri mikill músíkant sem vel kynni að meta góðan djass og sveiflu:

„Flestir mínir uppáhaldstónlistarmenn voru upp á sitt besta um 1940-1960,” segir Valdi og telur upp nokkra. „Count Basie, Glenn Miller, Sinatra, Bing Crosby, og Ella Fitzgerald eru mitt fólk, ásamt Ragga Bjarna en ég þoli ekki Eirík Hauks. Ég á nóg af plötum heima og svo hlustaði ég alltaf á djassþættina hans Jóns Múla.”

Maður með skoðanir og ekkert að því! Viðtalið sem hér er vitnað í tók Gunnlaugur Árnason við Valda í ágúst 1998 og má lesa í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 23. ágúst sama ár. En af hverju djass en ekki Eiki Hauks?

„Aðspurður hvað honum finnist svona hrífandi við þessa tegund tónlistar segir Valdi: „Það er laglína í þessu, ekki svona ærandi, glymjandi hávaði eins og margt þetta dót í dag. Takturinn í þessari nýrri músík, margri, er eins og að vera staddur í grjótnámu, hann er svo harður. Tónlist á að vera mjúk,” segir Valdi […].“

Sennilega betri en nýir

Einkum er það hjólkoppa- og bílatengingin sem gerir það að verkum að mjög margir Íslendingar kannast við Valda. Breytir þar litlu að markaðurinn sé breyttur mjög og hjólkoppar ekki endilega málið í dag. Engu að síður hefur Valdi lengi verið mikill sérfræðingur þegar hjólkoppar og eldri drossíur eru annars vegar.

Grípum aftur niður í viðtalið góða úr Alþýðublaðinu frá 1978 en hér er spurt um verð og gæði þeirra koppa sem hann seldi þá:

„[…] yfirleitt eru þeir helmingi ódýrari hjá mér en í búð. Og þeir eru eins og nýir hjá mér, ef ekki betri. Ég næ af þeim ryðinu, ber á þá ryðvarnarefni, mála þá þar sem það á við og bóna þar til þeir skína eins og nýir væru.“

Alþýðublaðsmenn fengu að heyra brakandi ferska sögu við þetta tækifæri þegar þeir heimsóttu Valda og viðtalið var tekið. Sagði hann eftirfarandi:

„Ég má til með að segja ykkur eina sögu sem ég var að heyra. Þið vitið hvar Hallærisplanið er? Það var nýlegur Buick þar eitt föstudagskvöldið. Menn aka þar gjarnan eins og vitlausir menn. Buickinn spólaði og spólaði og allt í einu losnaði koppur af honum.

Koppurinn skauzt í búðarglugga og braut hann og fór inn í búðina.

Bílstjórinn varð svo hræddur að hann ók í burtu á fullri ferð og lét koppinn eiga sig. Í framhaldi af þessu þætti mér vænt um ef búðareigandinn vildi láta mig hafa koppinn, ef hann hefur sjálfur ekkert við hann að gera. Mig vantar einmitt svona kopp.“

Fátt hefur farið fram hjá Valda koppasala og þar felst nú einmitt snilldin. Sá sem leitar, horfir auðvitað allt öðruvísi í kring um sig en aðrir sem ekki eru með undirvitundina í stöðugri vinnu við að koma auga á hið kringlótta form. Blaðamaður (ATA) DV náði ágætlega utan um þetta í grein sem birt var um Valda þann 21. júní 1988:

„Hann ferðast um þjóðvegina og leitar að koppum og séu þeir innan seilingar finnur Valdi þá. Oft eru kopparnir á kafi í skurðum, hálffaldir í hraungjótum.

En naskt auga atvinnumannsins er fljótt að finna þá. Venjulegir ferðalangar skima oft yfir sama svæðið og Valdi en sjá ekkert óvanalegt í náttúrunni.

En enginn laus hjólkoppur er óhultur fyrir Valda. Eftir eina dagsferð upp í Hvalfjörð eða austur í Flóa er Valdi oft búinn að heimta tíu til tuttugu koppa úr helju,“ stóð þar skrifað og þykir undirritaðri bæði vel og skemmtilega að orði komist.

Sjónvarpsþáttur og blaðaumfjöllun

Árið 1993 voru sjónvarpsþættirnir Óskráð á dagskrá. Þar ræddi rithöfundurinn Einar Kárason við fólk sem gegndi störfum sem þá voru enn óskráð á spjöld atvinnusögunnar.

Valdi var fyrsti viðmælandi Einars í þáttaröðinni en þau leiðu mistök urðu í kynningu á dagskrá sjónvarpsins að Valdi var nefndur Þorsteinn en ekki Þorvaldur.

Það kom sennilega ekki að sök og væri nú aldeilis gaman að sjá þessa þætti sem voru alla vega fmm talsins.

Skjáskot úr dagskrá ajónvarpsins sem birt var í Morgunblaðinu 1993.

Þegar undirrituð skoðaði eldri blaðagreinar um Valda var gaman að sjá hversu áhugasamir Íslendingar hafa verið um starf koppasalans í gegnum tíðina. Blaðamenn hafa fjallað um hann á stórafmælum, rétt eins og ég geri hér, og iðulega eru sögurnar skemmtilegar og umfjöllunin jákvæð og hressileg. Fornbílaklúbburinn hefur heiðrað Valda með kaffisamsæti, eins og verður gert í dag.

Nýleg mynd sem við höfum áður fengið að nota af Valda. Ljósmynd:Vísir/Ernir

Svona rétt í lokin á þessari stuttu afmælisgrein má ég til með að vitna í afmælisgrein úr Tímanum þann 26. september 1992, daginn eftir að Valdi varð fertugur:

„Það var sál í gömlu bílkoppunum,” sagði Valdi við blaðamann Tímans og segir þar svo frá: „Fyrsti koppurinn [sem Valdi eignaðist]  var af Benzbifreið en nú fylla allar mögulegar gerðir af koppum gamalt útihús við bæinn Hólm við samnefnda á í nágrenni Reykjavíkur.

Þegar Tíminn leit inn hjá afmælisbarninu var hann hinn ánægðasti með aldurinn og viðskiptin í gegnum tíðina. Mest segist hann hafa selt af bílkoppum á bifreiðategundirnar Skoda og Volkswagen.

Greinilegt er samt að honum þykir miklu meira koma til gömlu bílkoppanna en þeirra nýju sem honum finnst vera hálfgert pappadrasl.

Einn af þeim allra elstu er af tegundinni Chervolet árgerð 1940. Vænst þykir Valda samt um bílkopp af Chevrolet árgerð 1955 og hann segir að sá koppur sé alls ekki til sölu. Afmælisbarnið vill minna fólk á sig ef það er í vandræðum með að losna við gamla bílkoppa. „Það má tala við mig en ekki okra á mér,” sagði Valdi að lokum,“ sagði í grein Tímans og ætli það sé ekki best að leyfa þeim orðum að vera lokaorðin hér líka.

Eða næstum því lokaorðin því auðvitað ljúkum við með því að óska sjötugum Valda koppasala hjartanlega til hamingju með stórafmælið!

Tengt efni: 

Valdi koppasali sjötugur!

Þegar hjólkoppar voru málið!

5 hlutir úr bílum fortíðar

Sannleikurinn um Bjössa á mjólkurbílnum

Fyrri grein

Gleymdi hvar hann lagði bílnum: Svo liðu 20 ár

Næsta grein

Á Unimog í New York

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Á Unimog í New York

Á Unimog í New York

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.