Þar er sú hlykkjótta

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Hafir þú ekið um hinar stórmerkilegu götur San Francisco er líklegt að þú getir rifjað upp hljóðið þegar ekið er yfir spor hinna margfrægu kapalvagna borgarinnar. Já og yfir ótal samskeyti hér og þar í brekkunum og beygjunum öllum sem sem þykja sérstæðari en „íslenskar“ hraðahindranir og öll heimsins hringtorg.

Krappar beygjur en ekki hlykkjóttasta gatan

Lombard Street heitir gatan fræga sem kölluð er „heimsins hlykkjóttasta gata“ eða „the most crooked street in the world“. Í þessari ágætu stuttu einstefnugötu eru átta krappar beygjur en í raun er þetta ekki hlykkjóttasta gatan í San Francisco en samt er hún þekktust undir þeim formerkjum.

Oftar en ekki er biðtíminn um 20-30 mínútur eftir því að fá að dóla í rólegheitum niður hlykkjótta kaflann í Lombard Street. Þá skilur maður kannski aðeins betur þessa miklu ást margra í Vesturheimi á sjálfskiptum ökutækjum. Biðin er jú í álíka miklum halla og Lombard Street enda í götu sem liggur samsíða henni og upp í móti.

Hér er loftmynd af krappa beygjukaflanum í Lombard Street. Hámarkshraði er 5 mílur eða innan við 10 km/klst svo engar hundakúnstir eru gerðar þarna alla jafna. Ljósmynd/Unsplash

Hefur undirrituð dálítið ekið upp og niður þessar brekkur sem allar rúmast í einni og sömu borginni. Hef ég til dæmis ekið þar á Ford Mustang en líka öðrum bíltegundum. Það er að mínu mati gaman að aka eftir þessum sérstöku götum San Francisco en auðvitað ánægjulegt að aka nánast hvar sem er sé maður þannig gíraður.

Raunar hafa margir fullyrt á hinum ýmsu vefsíðum að einna verst sé að aka í San Francisco af borgum Bandaríkjanna en að hvergi sé skemmtilegra að vera farþegi í bíl.

Nú er tækifæri til að vera farþegi í bíl í San Francisco, og það í fortíðinni; árið 1963. Sérfræðingurinn sem glæðir gamlar kvikmyndaupptökur nýju lífi var að lífga þessa við og deildi henni í gærkvöldi.

Kemur þú með í bíltúr?

Annar bíltúr með aðstoð tækninnar: 

Bíltúr í Kaliforníu á fimmta áratugnum

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

[Forsíðumynd/Unsplash]

Svipaðar greinar