Númi kaupir bíl

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Manstu eftir Núma? Það er tilvalið að rifja aðeins upp þann karakter, til dæmis bara af því að það er þriðjudagur.

Í vikunni [Ath. greinin er frá nóvember 2021] sköpuðust skemmtilegar umræður um bílaatriði í íslenskum kvikmyndum.  

Er mörgum minnisstætt bílaatriðið úr Löggulífi frá árinu 1985 enda var mikill hasar og hamagangur í því atriði og ýmislegt sem gerir það nánast ódauðlegt, að mati undirritaðrar.

Fleiri íslenskar kvikmyndir voru nefndar í umræðuþræði á Facebook: Perlur og svín, Sódóma Reykjavík og Foxtrot. En eru fleiri bílaatriði í íslenskum kvikmyndum? Alveg örugglega! Það er hins vegar ekki hlaupið að því að nálgast myndefni.

Á meðan við veltum þessu fyrir okkur er við hæfi að taka Núma til skoðunar. Þetta er karakter sem Örn Árnason lék í Spaugstofunni á síðustu öld. Er nokkuð víst að skapari Núma sé Örn sjálfur.

Þó svo að Númi tali ekki í atriðunum má með sanni segja að myndbandið tali sínu máli. „Númi kaupir bíl“ er hressandi þó svo að myndgæðin séu ekki þau bestu í heimi.

[Áður birt í nóvember 2021]

Fleira í svipuðum dúr: 

Númi lærir á bíl

„Ertu klikkaður?“ Bílasali brjálast

Ískrar í einhverju? Krummi reddar því!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar