Í síðustu viku þurrkuðum við rykið af gömlum og góðum bílaatriðum í íslenskum kvikmyndum og íslensku sjónvarpsefni. Það var svo hressandi að finna karaktera á borð við Núma í gömlu Spaugstofunni að það væri synd að láta þar við sitja.

Í það skiptið tók undirrituð fyrir myndbrot með Núma, sem er karakter úr smiðju Arnar Árnasonar, frá árinu 1995/1996 og var hann að kaupa sér bíl. Verst hve myndgæðin voru lítil í þeirri „klippu“. En skemmtilegt var það engu að síður!

Hér er hins vegar hinn fámáli Númi í ökukennslu og er í fókus og allt! Þetta er úr ´92 á Stöðinni og atriðið um 50 sekúndur, sem er einmitt passlegur tími til að koma manni í ljómandi gott skap. Númi, „peppaður að vanda“, gjörið svo vel!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
24/11/2021
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoða allt
Furðulegt heimsmet Han Yue
Bilað? Ekki fara til Krumma!
Bandarískt veggjakrot

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.