Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 4:20
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Lego afhjúpar klassískan Chevy Camaro Z28 sem kubbasett

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
28/07/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
279 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Lego afhjúpar klassískan Chevy Camaro Z28 sem kubbasett

„Lítið illt dýr sem borðar Mustang í morgunmat“

Lego hefur afhjúpað nýjasta klassíska bílainnblásna settið sitt: „kubba“-útgáfu af 1969 Chevrolet Camaro Z28.

Eins og með Lego á hinum klassíska loftkælda Porsche 911, þá hafa smiðir Camaro val um að setja hann saman sem harð-topp eða sem blæjubíl – breytanlegan með þeim möguleika að vera með opin eða falin framljós.

Fullbúin gerðin er rúmlega 10 cm á hæð, 36 cm á lengd og 14 cm á breidd og eins og venjulega er settið einstaklega ítarlegt og inniheldur hagnýta hluti eins og stýri sem virkar, nákvæma vél og opnanlegar hurðir.

Með yfirbyggingu í gljáandi svörtu, hafa kaupendur einnig möguleika á að sérsníða Camaro-inn sinn með rauðum, hvítum eða gráum kappakstursröndum.

1969 Chevy Camaro Z28 frá Lego.

„Camaro Z28 árgerð 1969 hefur vakið athygli á og af vegum í áratugi, og þess vegna erum við svo stolt af því að sjá hann lifna við á glænýjan hátt með Lego-kubbum,“ sagði Harlan Charles, vörumarkaðsstjóri Camaro hjá Chevrolet.

„Sá sem elskar flotta hönnun Camaro Z28 1969 hefur nú möguleika á að smíða þetta sett og hafa til sýnis á heimilinu.“

Byggt á fyrstu kynslóð Chevrolet Camaro, keppinautar Ford Mustang, var Z28 hugsaður sem „kappaksturstilbúin“ útgáfa af Camaro, knúin af lítilli 4,9 lítra V8 vél sem skilar 290 hestöflum.

Hærra þjöppunarhlutfall, steyptir stimplar, endurbættur sveifarás og tvöfaldir Holley blöndungar gerðu Z28 hraðskreiðari en venjulegan Camaro.

„Með klassískum línum og flottri hönnun er Camaro Z28 frá 1969 óviðjafnanlegur í glæsileika sínum – þess vegna var hann svo dásamlegur innblástur fyrir þessa Lego hönnun,“ sagði Lego hönnuðurinn, Sven Franic.

„Með því að smíða þetta sett geturðu séð sjálfan þig fyrir þér við stýrið.“

1969 Chevy Camaro Z28 frá Lego.

Nýlegir Lego-pakkar sem hafa fengið góðar viðtökur hafa innihaldið Vespa mótorhjól, Optimus Prime úr Transformers seríunni, Porsche 911 og hinn alveg ótrúlega (og, á £350, mjög dýr) Lego Technic Lamborghini Sián FKP 37.

Aðdáendur amerískra bíla eins og Camaro hafa fullt af öðrum valkostum fyrir utan. Það er líka Ford F-150 Raptor pallbíll og Cadillac ECTO-1 sjúkrabíllinn úr Ghostbusters myndunum.

Því miður virðist nýlega útgefið Back to the Future DeLorean tímavélasettið vera algjörlega uppselt.

Þegar einn yfirmaður Chevrolet var spurður hvað Camaro væri í raun og veru svaraði hann að sögn: „Lítið illt dýr sem borðar Mustang í morgunmat,“ og fyrir þá sem vilja endurskapa þennan klassíska sjöunda áratugar hestabílabardaga í bókahillunni sinni, þá er líka til 1.471 stykkja „kubba-útgáfa“ af Ford Mustang árgerð 1967.

Þessi nýjasti „kubbapakki“ frá Lego með Camaro í 1.458 stykkjum fer í sölu í Lego búðinni á Englandi 1. ágúst og mun kosta 149,99 pund eða sem svarar til kr. 24.675,-.

(vefur Sunday Times Driving)

Meira svona? Það er sko nóg til: 

Porsche sem flestir hafa efni á

Hippar í handbremsu?

F1 bíll byggður á hálfri mínútu

Er eitthvað skrítið á seyði í hverfinu þínu?

Fyrri grein

Sebastian Vettel hættir eftir tímabilið

Næsta grein

„Örlítið“ breyttar Teslur

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
„Örlítið“ breyttar Teslur

„Örlítið“ breyttar Teslur

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.