Kia EV6 er „Bíll ársins“ á Íslandi

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Kia EV6 er „Bíll ársins“ á Íslandi

Það lítur út fyrir að Stálstýrið, viðurkenning Bandalags íslenskra bílablaðmanna, veitt fyrir „bíl ársins á Íslandi“ verði afhent núna í síðasta sinn, en ákveðið hefur verið að leggja verðlaunin niður vegna lítils áhuga íslenskra bílaumboða á verðlaununum.

Bíll ársins hefur verið valinn síðan 2001 að undanskildum tveimur árum í efnahagshruninu á sínum tíma og hlýtur verðlaunahafinn Stálstýrið til varðveislu í eitt ár.

Starfsfólk Öskju brá sér út fyrir af þessu tilefni. EV6 er vel að verðlaununum kominn og óskum við Kia á Íslandi til hamingju með verðlaunin. Ljósmynd/Askja

Kia EV6 varð efstur í valinu að þessu sinni en skammt á hæla hans kom systurbíllinn Hyundai Ioniq 5.

Stálstýrið – viðurkenning BÍBB á “Bíl ársins á Íslandi” hefur verið veitt frá árinu 2001 – en núna hefur verið ákveðið að leggja verðlaunin niður vegna lítils áhuga bílumboða á þessum verðlaunum.

Þessu tengt: 

EV6: Þetta er sko enginn ræfill

Ioniq 5: Kemst lengra en gefið er upp

Kia EV6 bíll ársins í Evrópu 2022

Hyundai Ioniq 5 heimsbíll ársins 2022

Svipaðar greinar