Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 14:50
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ford Bronco

Haukur Svavarsson Höf: Haukur Svavarsson
27/11/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 7 mín.
287 6
0
140
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Ford Bronco

Ef maður opnar heimasíðu Brimborgar þá birtist manni stór mynd af Ford Bronco með myndatextanum „Goðsögnin glæsilega snýr aftur“.

Ef síðan er farið inn á vefsýningarsal nýrra bíla eru þar 19 Broncoar sem sagðir eru verða til afgreiðslu núna í desember (einhverjir þeirra fráteknir að vísu).

Þegar menn á mínum aldri heyra, eða sjá nefndan Ford Bronco leitar hugurinn aftur ein 50-60 ár, til þess tíma þegar fyrsta kynslóð þessara bíla kom á markað.

Í tilefni þessa endurbirtum við grein um þessa goðsögn (eins og Brimborg kallar hann) og birtist hér á vefnum á sínum tíma.

Alveg nýr Bronco 2022.

Þegar Broncoinn kom til Íslands

Willisjeppinn, eins og við Íslendingar höfum alltaf kallað hann varð til sem stríðstól. En stríð taka enda og hann hélt lífi þar eftir sem áreiðanlegur brúkshlutur. Og eins og tilviljanir sögunnar eiga til að raðast upp átti hann stórarn þátt í einkabílisma á Íslandi.

Seinni heimsstyrjöldin færði Íslendingum bílinn í formi téðs Willisjeppa. Kannski hæpin söguskoðun, en skítt með það. Með hernáminu bárust okkur bílar, sem hentuðu landslaginu. Strjálbýlt land, vegir fáir og vondir. Willisjeppinn smellpassaði inn í þetta umhverfi.

Og æ síðan hafa Íslendingar verið hrifnir af “jeppum”. Og svona, svo við förum aðeins yfir í málsöguna þá er “jeppi” algerlega sér íslenskt hugtak, dregið af “jeep”, sem er jú tegundarheiti Willisjeppans áðurnefnda.

Kannski segir þetta eitt, að við eigum í máli okkar sérorð yfir ákveðna bílgerð, meira en nokkuð annað um hve mikil áhrif “jeppinn” hafði á íslenskt samfélag og bílamenningu. Alla vega, Willisjeppar í bland með Land Roverum og Rússajeppum réðu íslenskum vegum í þá daga.

Einhvern tíma á sjöunda áratugi síðustu aldar datt einhverjum hjá Ford í Ameríku í hug að ráð væri að skera sér sneið af þeim markaði sem Willisjeppinn átti eiginlega einn og út af fyrir sig á þeim tíma. Úr varð Ford Bronco.

Hann sló í gegn, svona smá, seldist alla vega þokkalega frá því hann kom á markað árið 1966.

Var markaðssetur sem “fólksbílsleg” útgáfa af Pick Up (sem Ford hefur smíðað í meira magni en nokkur annar bílaframleiðandi í veröldinni, en það er önnur saga).

Lítill og nettur jeppi, fær um að fara hvert sem hver vildi og jafnframt nógu þægilegur til að þjóna sem heimilisbíll. Og þó amerískir iðnjöfrar hafi örugglega ekki verið með Ísland í huga í sínum plönum þá smellpassaði hann inn á okkar litla markað og olli byltingu. Hafandi notað Willisjeppa sem “besta bíl í heimi” áratugum sama þá var Broncoinn bylting fyrir íslenska bíleigendur. Forverar hans, Willisjepparnir og allir þeir voru eiginlega líkari landbúnaðartækjum en einkabílum.

Broncoinn kom með algerlega nýja sýn. “Hann hélt vatni og vindum og var með miðstöð sem virkaði” sagði vinur minn þegar spurður um hvað Broncoinn gerði íslenskri bílasögu. Það var nýbreytni. Enda, eins og ég man söguna, barnungur á þessum tíma, þá kom Broncoinn með lúxusinn inn í jeppann.

Já, fyrir hálfri öld var Ford Bronco lúxusjeppi. Þokkalega stæðir bændur skiptu Willisjeppanum út fyrir Bronco, forstjórar skörtuðu þeim svona eins og Range Roverum löngu síðar. Þetta var bylting.  

1968 seldi afi minn Willisjeppann sem hann hafði átt ég veit ekki hvað lengi og keypti Ford Bronco.

Ég barnungur á þeim tíma man að þetta þótti mikið flottur bíll. Og svo var hann allan minn uppvöxt Broncoinn hans afa.

Hann átti hann í fjórtán ár. Broncoinn og afi stóðu hlið við hlið við hlið mér öll mín uppvaxtarár. Svo ég hlýt að líta upp til Broncosins.  

Faðir minn notaði auk þess Bronco sem vinnubíl til margra ára, svo Broncoar voru hluti af mínum daglega veruleika allan minn uppvöxt. En svo líður tíminn og allt breytist. Broncoar hurfu af götunum.

En: Einhvern tíma á nýliðnum vetri sat ég á rauðu ljósi við Smáralindina. Á hinni akreinini stóð gamall jeppi.

Dóttursonur minn lítur á hann og segir: “Afi, þetta er gamall bíll”. Svo ég spyr hann á hverju hann merki það og hann útskýrir greininguna út frá byggingarlagi og krómlistum og alls lags smáatriðum.

Eitthvað hefur mér greinilega tekist að kenna drengnum. En hver var bíllinn? Fyrstu kynslóðar Ford Bronco.

Fáum vikum síðar er hinn sami afastrákur í heimsókn hjá mér.

“Afi. Þetta ef svolítiði skrítið”. “Ummh” segir afi ofan í kaffibollann sinn. “Hvað er skrítíð kallinn minn”.

“Sko, þetta er ekki Mustang, en það er samt svona hestur á honum (Hann veit allt um Ford Mustang, veggirnir í herberginu hans eru skreyttir myndum af Mustöngunum hans afa)”.

Drengurinn er að gramsa í gömlu bílablöðunum mínum frá því ég var strákur.

En hvað hafði peyinn dottið niður á þarna? Jú, Ford Bronco. Og eins og tíminn er nú skemmtilega skondinn þá vill svo til að ég, afinn í sögu þessi var á hans aldri þegar bæði faðir minn og afi óku um á Bronco.

Svo ég fór að hugsa. Þarna hafði dóttursonur minn rekist á Bronco í tvígang á skömmum tíma.

Löngu gleymdan bíl. Eða hvað? Það hlýtur að mega lesa eitthvað í þetta.  

Já, örugglega. Ford Bronco, hvort sem menn sáu það fyrir eða ekki (sem þeir gerðu örugglega ekki) er icon. Ekki bara hérlendis. Tjékkiði á E-Bay. Fyrstu kynslóðar Broncoar eru hátt verðlagðir og þykja hip og cool. Sveitajeppinn, sem færði hóflegan íburð í slíka bíla; forveri lúxusjeppans, sem alla Íslendinga hefur dreymt um æ síðan.

Já, litli, gamli Broncoinn er kannski ekki mikilfenglegur í nútíma samhengi, en hann lyfti jeppahugsun okkar Mörlandanna á sínum tíma. Og eins og við höfum mikið til gleymt þeim, þá eru þeir að rifjast upp sem verðmæt klassík í heimalandi sínu. Skondið hvernig tíminn vinnur.  

Og við erum líka að draga þá út úr skúrunum. Broncoinn hans afa. Svo maður veltir fyrir sér; mun dóttursonur minn rifja upp eftir fjörutíu ár bílinn hans afa? Og hvaða bíll skyldi það varða?

Alla vega. Þó Ford Bronco sé í eðli sínu ekkert sérstaklega merkilegur bíll í neinu tilliti þá breytti hann íslenskum bílveruleika á sínum tíma.

Og þó hann sé engan veginn ógleymanlegur fyrir eitt né neitt þá gleymum við honum ekki. Dóttursonur minn er meira að segja búinn að fatta hann.

En hvað á þá hinn nýi Bronco sameiginlegt með nærri 60 ára gamalli fyrstu kynslóðinni annað en nafnið? Því mætti svara á tvo ólíka vegu: Ekki neitt nema kannski einvherjar vísanir í útliti; eða: Þetta er nákvæmlega sami hlutur í samræmi við þróun bíla síðustu hálfa öld.

Bronco dagsins í dag er mun stærri, aflmeiri og betur búinn en originallinn; svona rétt eins og hent hefur alla aðra bíla í tímans rás.

Honum er hins vegar ætlaður nákvæmlega sami staður í bílaflórunni: að vera öflugur torfærubíll sem getur jafnframt þjónað öllum daglegum þörfum eigandans. Auðvitað á þetta við um alla aðra alvöru jeppa, og það er kannski einmitt megin atriðið; Broncoinn er alvöru jeppi og er fyrst og fremst auglýstur sem slíkur.

Hann ætti því að ganga vel í Íslendinginn, rétt eins og forfaðir hans gerði á sínum tíma. Hvort þessi spá reynist rétt kemur síðan í ljós.

Myndir: Adobe Stcok.

Þessu tengt:

Bíll dagsins, Ford Bronco árgerð 1974

760 hestafla Ford Bronco árgerð 1968

Bronco á Íslandi: Þekkir þú þá gömlu?

Fyrri grein

Rússar sækja til Kína

Næsta grein

Hann er enn til sölu

Haukur Svavarsson

Haukur Svavarsson

Íslenskufræðingur og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Hann er enn til sölu

Hann er enn til sölu

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.