Er tími stóru bílasýninganna að líða undir lok?
Í byrjun næsta árs munu samtök bílaframleiðenda í Þýskalandi (VDA) ákveða hvar næsta bílasýning í Frankfurt, IAA 2021 fer fram. Hugsanleg verður ekki ein stór bílasýning, heldur yrði fylgt nýjum hugmyndum, að því er fram kemur á þýska vefnum Automobilwoche.

Búist er við að ákvörðunin um framtíðarstaðsetningu IAA bílasýningarinnar sem haldin hefur verið í Frankfurt muni verða tekin í byrjun næsta árs. Þetta tilkynntu samtök þýska bifreiðaiðnaðarins (VDA) á mánudag eftir viðræður við Peter Feldmann, borgarstjóra í Frankfurt og kaupstefnufyrirtækið. „Frankfurt er enn í keppninni en við erum líka að skoða aðra aðlaðandi valkosti og erum í viðræðum við nokkrar borgir,“ sagði Martin Koers, framkvæmdastjóri VDA.
Það ætti að skýra staðsetningarspurninguna þegar búið er að ákveða nýjar hugmyndir um sýninguna. Þetta verður líklega raunin snemma árs 2020. Ákvörðunin er einnig háð því að hvaða marki framtíðaraðferðin – til að koma nýjum hreyfanleika í borgina til borgaranna – væri studd á sjálfbæran hátt af viðkomandi borg.
Síðan 1951 í Frankfurt
Feldmann talaði í kjölfarið um „mjög gott samtal“. Þeir hafa lagt til vörusýningu fyrir samtök bílaframleiðenda í Þýskalandi (VDA) sem er ekki takmörkuð við sýningarsvæði. Þetta myndi sýna um alla borg hvernig hægt er að byggja upp nútímalega valkosti fyrir þéttbýli og sjálfbær samgöngumannvirki.
Alþjóðlega bílasýningin (IAA) hefur farið fram í Frankfurt síðan 1951. Á þessu ári fylgdu sýningunni stórfelld mótmæli umhverfisverndarsinna og aðgerðasinna í loftslagsmálum. Gestafjöldinn hrundi í heildina. Samningurinn við sýningarsvæðið, Frankfurt Fair; rennur út í lok árs 2019.
Sýningin gæti farið til Kölnar
Enn er óvíst hvar bifreiðasýning IAA fer fram í framtíðinni. En fréttin um vangaveltur um framtíð sýningarinnar í Frankfurt var varla komin í loftið þegar þeir sem standa að sýningarvæðinu í Köln lýstu sig tilbúna að taka við keflinu. Kölnarmessan vill skora stig með sínu stóra vatnasvæði og vísindaumhverfi.
Hin nýja IAA gæti „þróast í framtíðinni í átt að alþjóðlegri hreyfanleikasýningu,“ segir Gerald Böse stjórnandi sýningarsvæðisns í Köln.
Svæðið í Köln á von á góðum möguleikum í keppninni um framtíðarstaðsetningar Alþjóðlegu bílasýningarinnar (IAA). „Nýja IAA mun án efa líta öðruvísi út en í áður og mun örugglega þróast í alþjóðlega hreyfanleikasýningu,“ sagði Gerald Böse, viðtali við Automobilwoche.
Það verður því forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu og hvort tími stóru bílasýninganna sé að líða undir lok?