Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 15:49
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Endilega prófaðu bílinn elsku viðskiptavinur

Malín Brand Höf: Malín Brand
04/06/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
285 3
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þegar fólk kemur á bílasölu eða í bílaumboð er eðlilegt að það prófi bíl eða bíla áður en veskið er tekið upp. Hér rifja tveir gamlir bílasalar upp reynsluakstur tveggja viðskiptavina. „Reynsluakstur sem seint gleymist“ á við í báðum tilvikum.

Sögurnar eru tvær af fjölmörgum sem lesa má á umræðuþræði síðunnar Quora.com um samskipti bílasala og viðskiptavina. Leyfði undirrituð sér að snara textanum yfir á okkar ástkæra og ylhýra:

Sérstakur áfangastaður í reynsluakstri

Maður nokkur skrifar:

Ég hef starfað sem bílasali undanfarin þrettán ár.

Að jafnaði fer ég nú ekki með viðskiptavinum í prufurúnt nema það sé augljóst að viðkomandi vilji bara prófa bílinn til að sýna sig fyrir kærustunni (eða einhverjum) á töff bíl sem hann á ekki.

Ekki luma ég á einhverri magnaðri hraðaksturssögu viðskiptavinar í reynsluakstri en það er ein reynsluaksturssaga sem stendur upp úr. Saga sem ég mun sennilega aldrei gleyma.

Myndirnar tengjast sögunum ekki baun. Ljósmynd/Unsplash.com

Maður kom á bílasöluna og vildi prófa bíl. Það var Honda Accord sem hann vildi endilega prófa. Jú, það var nú alveg sjálfsagt og sá ég ekki ástæðu til að fara með í bíltúrinn heldur gerði ég bara eins og vanalega; tók ljósrit af ökuskírteininu, rétti manninum lyklana og sendi manninn í bíltúr.

Ég sá manninn aldrei aftur. Og bílinn raunar ekki heldur.

Maðurinn stal bílnum ekki af því að hann langaði til að eignast þennan Accord, selja hann eða taka úr honum varahluti. Nei, hann fór með hann í pressuna! Bílapressuna!

Hann ók bílnum út af bílastæðinu okkar og beinustu leið í næstu endurvinnslu og þar lét hann „pressa“ bíllinn. Var þetta gert án þess að nokkur bæði manninn að sýna fram á að hann ætti bílinn. Honda Accord fór beinustu leið í bílapressuna.

Það sem gerir þetta jafnvel ótrúlegra er að í bílnum var áberandi spjald frá bílasölunni! En ætli maðurinn hafi ekki verið búinn að fjarlægja allar merkingar bílasölunnar áður en hann lét farga bílnum? Það hlýtur bara að vera, ekki satt? NEI! Nefnilega ekki!

Þegar ég mætti á staðinn í leit að upplýsingum um bílinn og örlög hans var eitt það fyrsta sem ég rak augun í spjaldið frá bílasölunni minni – það hékk uppi á vegg þar sem allir gátu virt það fyrir sér.

Þetta var grátbrosleg saga um það þegar ég lánaði „viðskiptavini“ bíl til reynsluaksturs en sá stal bílnum og lét svo pressa hann.

Krúttleg eldri kona mætir á svæðið

Hér er hin sagan og hana skrifar fyrrum bílasali:

Um árabil vann ég í bílabransanum og sem bílasali var það einföld vinnuregla að taka afrit af ökuskírteini viðskiptavinar fyrir reynsluakstur. Svo var oftast farinn sami rúnturinn; tiltölulega lítill hringur, þar af smá spotti eftir hraðbrautinni þar sem hægt var að gefa aðeins í.

Allt í lagi að gefa aðeins í og prófa bílinn almennilega! Mynd/Unsplash.com

Maður leyfði fólki samt ekkert að aka mjög hratt eða glannalega heldur bara innan marka. Ég hvatti fólk iðulega til að taka aðeins á bílnum ef viðkomandi virtist öruggur og allt í sóma. Það er alltaf gaman að leyfa þessu aðeins að öskra!

Dag nokkurn kom ósköp ljúf kona um áttrætt á bílasöluna. Hana bráðvantaði bíl því hún hafði klesst sinn 17 ára gamla Ford Taurus þegar hún ók upp á gangstéttarbrún og einhvern veginn hafði bíllinn hafnað á póstkassa. Eftir viðureignina við póstkassann var Taurus-inn eiginlega bara úr leik. Ekki kom fram hvernig póstkassinn leit út eftir þetta.

Við vorum með notaðan Mercury Sable til sölu og það þótti mér hinn prýðilegasti bíll handa konunni þar sem þetta er í raun sami bíll í grunninn; yngri bíll sem heitir bara Mercury en ekki Ford.

Meðan konan prófaði bílinn sagði hún mér hvernig Taurus-inn endaði á póstkassanum. Hún sagðist óvart hafa stigið á bensíngjöfina í stað bremsunnar, dúndrað á gangstéttarbrúnina og olíupannan hreinlega rifnað undan bílnum og já, svo endaði bíllinn sem fyrr segir á póstkassanum.

Jæja, hún leggur í stæði og ég fer aðeins yfir hvað sé ólkt með bílunum tveimur, þótt það sé nú fátt. Og þá gerist það! Hún ætlaði að setja í bakkgír en áttaði sig ekki á að bíllinn var í „Drive“, ók upp á gangstétt og reif við það stuðarann af bílnum.

Olíupannan var samt enn á sínum stað og tjónið ekki verulegt en það þurfti samt að laga slatta eftir þetta. Við gerðum ekkert mál úr þessu enda var þetta bara óhapp og ekkert til að gera veður út af.

Næsta dag kom hún aftur á bílasöluna til að prófa annan bíl, og svo annan daginn eftir. Hún kom um það bil tíu sinnum í viðbót til mín til að prófa bíla og ég þurfti að fara með henni.

Ég var taugaóstyrkur í hvert einasta skipti og leið hreint ekki vel. Að lokum keypti hún nýlegan smájeppa. Ekki veit ég hvort hún sé búin að klessa þann bíl eður ei.

Þetta voru nú sögurnar tvær. Vilt þú lesa fleira bílasölutengt? Þá má mæla með eftirtöldu:

Er þjónustan betri ef viðskiptavinur virðist ríkur?

Svona töluðu sölumenn bílaumboðanna í denn

Algjör skúrkur: Sagan af Darren og Dave

„Ertu klikkaður?“ Bílasali brjálast

Fóstbræður: „Útvarp og segulband?“

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Lyklaði „ranga“ Teslu

Næsta grein

Einkenni lélegra bílstjóra

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Einkenni lélegra bílstjóra

Einkenni lélegra bílstjóra

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.