Á dögunum sagðiAutomotive News Europe frá því að Aston Martin muni endurskapa hinn þekkta DB5,eins og James Bond notaði í myndinni Goldfinger.
Þetta er bíll semer ætlaður raunverulegum 007 aðdáendum, og munu þessir 25 bílar í takmörkuðuupplagi kosta hver um sig 2,75 milljónir punda (eða um 380 milljónir króna),auk skatta og munu verða búnir nógu góðum græjum til að gera Q stoltan, sagðifyrirtækið í yfirlýsingu.
Breytingar ánjósnabúnaðinum verða samhliða þróaðar af Chris Corbould verðlaunahafa og tæknibrellustjóraí átta fyrri Bond kvikmyndum. Hingað til hefur verið tilkynnt umsnúningsnúmerplötur, með meiri búnaði sem fylgir. Það er óhætt að spá fyrir umað sæti sem hægt er að skjóta sé ekki á teikniborðinu.
Bílarnir eru byggðirá 1964 gerðinni sem notuð var í Goldfinger og ekið af leikaranum Sean Connery, ogeru þeir samvinna framleiðandans Aston Martin og kvikmyndafyrirtækisins EONProductions, sem er á bak við leyfið fyrir kvikmyndun á Bond og verða smíðaðirí verksmiðjum Aston Martin í Newport Pagnell á Englandi. Eins og „framhaldsútgáfur“ verða þeir verða framleiddar og númeraðir eins og nýir af færibandinuá sjötta áratugnum. DB4 GT var endurgerður síðast á sama tíma á sama hátt.
Allir 25 nýju DB5munu vera með Silver Birch málningu, eins og upprunalega Bond gerðin íkvikmyndinni. Vélrænar forskriftir verða svipaðar upprunalegu gerðinni með „samhljóðabreytingum til að tryggja hæsta stig gæða í smíði og áreiðanleika “ samkvæmtAston Martin.
Fyrstuafhendingar til viðskiptavina hefjast árið 2020, en bílarnar verða ekki löglegirtil aksturs á vegum.
„Það að eigaAston Martin hefur lengi verið draumur fyrir James Bond aðdáendur, en að eigaSilver Birch DB5, heilan með græjum og smíðaðan í hæsta gæðaflokki í sömuverksmiðju og upprunalegu James Bond bílarnir – það er vafalaust draumur hversaðdáanda“ segir Andy Palmer, forstjóri Aston Martin.
Upprunalega gerðin1964 DB5 í Goldfinger og Thunderball – með með byssum út úr afturljósum,snúningsnúmeraplötum og opnanlegu þaki fyrir skotsæti seldist fyrir 4,6milljónir dollara (497 milljónir króna) á uppboði í London árið 2010. 1965 DB5 íupprunalegri gerð sem var Bond kvikmyndinni GoldenEye 1995 var seld á uppboði íjúlí fyrir 2,5 milljónir punda, engar græjur innifaldar.
DB5 hefur komiðfram í Bond-kvikmyndum sex sinnum frá því að hann sást fyrst í Goldfinger, þará meðal í Tomorrow Never Dies (1997), Casino Royale (2006) og Skyfall (2012).
