BMW sviptir hulunni af tölum i4
Frá höfuðstöðvum BMW í Munich berast þær fregnir að hinn nýji BMW i4 verði boðinn til sölu strax árið 2021. BMW hefur nú staðfest að rafhlaðan, sem vegur 550kg, verði 80kw og muni skila um 600km drægni samkvæmt WLTP mælingarstaðlinum. BMW gaf út þessar myndir sem með þessarri frétt fylgja og sést greinilega að i4 er smíðaður á sama grunni og 4 sería, enda mun hann verða framleiddur á sama stað og hin nýja 3 sería í aðalstöðvum framleiðandans nærri Munich í Þýskalandi.

Þó að BMW i4 líkist bensín bróðir sínum má samt sjá að hann situr ögn hærra en bulluhreyflaútgáfur hans. Kemur það eflaust til vegna þess að rafhlaðan situr í gólfi bílsins.
Bílinn verður búinn fimmtu kynslóð eDrive, akstursrafmagnskerfis BMW, en það kerfi verður í boði frá 2020 og mun fyrst vera í boði í iX3 jepplingnum. BMW i4 mun því njóta krafta 530 hestafla eða 390kw, sem er á pari við V8 bensínvélarnar sem í boði eru núna. Framleiðslan mun hefjast árið 2021, en þegar eru hafnar prófanir á smíði undirvagna sem fara í frumútgáfur af bílnum.
Byggt á fréttatilkynningu frá BMW