Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 16:25
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bíllinn sagði mér að gera þetta! GPS mistök

Malín Brand Höf: Malín Brand
11/06/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
274 11
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Margir muna eftir blessuðum ferðamanninum sem ætlaði á hótel á Laugaveginum en endaði á Siglufirði. Þar var nefnilega LaugaRvegur en hann hefði betur sleppt „r“ inu og farið á Laugaveg í Reykjavík. Það getur nefnilega verið óheppilegt að treysta um of á leiðsögugræjurnar, eins og margir hafa sannreynt!

Beinasta leiðin til Brussel

Stysta leiðin á lestarstöðina í Brussel? „Best að athuga hvað GPS-tækið góða segir um það,“ hefur hin 67 ára gamla Sabine Morceau eflaust hugsað þar sem hún var á leiðinni að sækja vin sinn á lestarstöðina. Heima í Solre-sur-Sambre leit þetta vel út en 150 kílómetra ferðalag getur auðvitað kallað á smá skipulagningu. Allur var varinn því góður.

Tveimur dögum, fimm landamærum og 1.500 kílómetrum síðar var hún stödd í Zagreb í Króatíu. Það var einmitt þá sem hún áttaði sig á þeirri ísköldu staðreynd að hún hefði einhvers staðar á leiðinni tekið ranga beygju.

„Ég var utangátta og vissi ekkert hvar ég var, þannig að ég hélt bara áfram,“ var haft eftir blessaðri konunni í blaðinu El Mundo árið 2016.

„Ég sá ótal skilti á leiðinni. Fyrst á frönsku, svo þýsku og að lokum á króatísku. En ég hélt akstrinum bara áfram í örvæntingu minni,“ sagði Sabine Morceau sem komst í heimspressuna eftir að hafa treyst svona í blindni á GPS-tækið.

Hún var sannarlega ekki sú eina en ætli hún hafi ekki ekið lengra en flestir sem voru afvegaleiddir af villum í gagnagrunni staðsetningartækjanna.

Farðu beina leið í steininn…

Kaffi- og samlokusala jókst nokkuð á tímabili í upplýsingamiðstöðinni við Albany-fangelsið á Isle of Wight sunnan við England. Upplýsingamiðstöðin er einkum hugsuð fyrir þá sem eru á leið í heimsókn til fanga sem sitja inni í Albany.

Það var vegna villu í GPS-inu sem ferðamönnum, sem slógu lykilorðið „kaffihús“  inn í staðsetningarapparatið, var vísað beinustu leið í steininn. Eða svo gott sem.

Sé eitthvað að marka heimildina sem hér er vísað til þá hafa kaffi- og teþyrstir ferðamenn fengið á baukinn við komuna í upplýsingamiðstöðina. Leitað hefur verið á sumum þeirra og einhverjir komist í klandur og nánast endað á bak við lás og slá.

Við seljum það nú ekki dýrar en við keyptum það, en sagan er góð og reyndar það gömul að eitthvað gæti verið til í þessari tregðu á uppfærslu GPS-kortagrunnsins.

Og út á teinana skaltu aka kona góð

Sagan segir að kona nokkur í Boston hafi árið 2013 fengið þau fyrirmæli frá GPS-tækinu að aka út á lestarteina. Og það gerði hún kvöld nokkurt, með börnin sín tvö í bílnum. Samkvæmt „skipun“ tækisins skyldi hún beygja til hægri á einum tímapunkti og þar með var hún stödd á lestarteinum.

Þegar henni varð ljóst að hún gat ekkert gert til að koma skrjóðnum af teinunum, yfirgaf hún bílinn ásamt börnunum tveimur og ekki leið á löngu þar til ökutækið varð fyrir lest.

Jújú, tveggja tonna hindrunin fór ekkert vel með farþegana 70 sem í lestinni voru en eftir sem áður slapp konan við að greiða sekt.

Tröppuakstur á Spáni

Nokkrir ökumenn á leið um Turuel í austurhluta Spánar fyrir fáeinum árum óku niður ógnarmiklar tröppur, innrammaðar af veggjum sem lítið rými gáfu til undanbragða.

Skemmst er frá því að segja að erfitt var að komast þaðan og svo erfitt raunar að einum bílnum þurfti að koma þaðan með aðstoð krana.

2.600 kílómetra útúrdúr á 32ja tonna trukki

Hópur fuglaáhugamanna í friðlandinu við Gibraltar Point á Englandi þurfti að slíta sig frá sjónaukunum þegar rymjandi þrjátíu og tveggja tonna trukkur kom á blússandi fart eftir örmjóum vegslóða.

Þegar trukkurinn stöðvaðist var á sýrlenska ökumanninum að skilja að hann væri að reyna að komast til Gíbraltar. Eyjarinnar í Suðvestur-Evrópu, um 2.500 kílómetrum frá þeim stað sem fuglaáhugamennirnir, bílstjórinn og bíllinn voru einmitt staddir á.

Aðspurður sagðist bílstjórinn, Necdet Bakimci, hafa slegið „Gíbraltar“ inn í GPS-tækið og ekið sem leið lá frá Antakya í Tyrklandi til „Gíbraltar“ eftir leiðbeiningum tækisins. Að sögn fuglaáhugamannanna var Bakimci pollrólegur þegar honum urðu mistökin ljós. Mistök sem rekja mátti beint til GPS-kortagrunnsins þar sem stóra villu var að finna. Já, alveg 2600 kílómetra langa villu.

[Birtist fyrst í nóvember 2021]

Þessu ekki svo fjarskylt: 

Ruglandi og skondin umferðarskilti

Stórfurðulegar umferðarreglur?

Misvondar afsakanir og hraðasektir

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Ruglandi og skondin umferðarskilti

Næsta grein

Ótrúlegur árangur hjá mest selda bílnum á Íslandi

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Næsta grein
Ótrúlegur árangur hjá mest selda bílnum á Íslandi

Ótrúlegur árangur hjá mest selda bílnum á Íslandi

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.