Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 4:04
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Á versta bíl í Nuuk: Bílasaga frá Grænlandi

Malín Brand Höf: Malín Brand
30/08/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Í Nuuk á Grænlandi eru um 5.000 bílar og malbikaðir vegir sem hægt er að aka þeim eftir eru samtals um 120 kílómetrar. Á Grænlandi eru rétt um 6.000 bílar í heildina og Nuuk er sá staður þar sem hægt er að aka aðeins lengra en á milli húsa.

Nuuk séð úr lofti. Myndir/Wikipedia

Þetta eru sennilega engar fréttir í sjálfu sér því 80% Grænlands eru undir íshettu. Þess vegna er gaman að geta sagt bílasögu frá Grænlandi. Ekki bara af einhverjum bíl heldur söguna af „versta bílnum í Nuuk“ eða svo segir sögumaður.

Sagan er frá árinu 2018 og birtist hún á vef fólks sem ég kann ekki deili á, nema hvað þau virðast hafa flutt frá Ástralíu til Grænlands í kringum 2017. Kallast vefsíðan Arctic Alien og lýsir sögumaður bílnum svona:

Það reyndist ómögulegt að koma bílnum í bakkgír ef kalt var í veðri. Á veturna snjóaði inn í bílinn. Þetta var versti bíll í Nuuk og við áttum að eignast hann. En hann gaf upp öndina, kannski sem betur fer, skömmu áður en vinir okkar (sem ætluðu að gefa okkur bílinn) fluttu frá Grænlandi. Þannig að við verðum bíllaus eitthvað lengur.

[Nú má draga þá ályktun að hér sé þætti versta bíls í Nuuk lokið í þessari sögu en bíllinn fléttast nú aftur inn í síðar.]

Bílleysið var í sjálfu sér ekkert mál, það er að segja fyrir okkur hjónin en sonurinn kvartaði mikið.

Það er mjög dýrt að reka bíl hérna en samt eru allt of margir bílar í Nuuk. Og bara einn vegur inn í miðbæinn.  Reyndar kemst maður ekki út úr bænum á bíl. Sú staðreynd kemur oftar en ekki flatt upp á ferðamenn sem hafa bókað bílaleigubíl og hugsað sér að aka eftir strandlengjunni. Þeir koma á staðinn og komast að því að þeir komast hvorki lönd né strönd og hafa eytt stórfé í að leigja bíl sem ekki er hægt að nota. Maður fer með ferju eða flýgur.

Eftir tryllta snjóstorma í mestu vetrarhörkunum koma risastór snjómoksturstæki og ryðja því burt sem fyrir verður. Eða kremja það sem kann að leynast undir snjónum.

Karlarnir á snjómokstursgræjunum elska vinnuna sína og þeysast um glaðir í bragði. Taka ekkert eftir því þegar þeir krulla upp vegriði eða skrapa og mylja viðartröppur sem einhver smíðaði við húsið sitt. Þeir taka nefnilega mun fleira en snjó, þessir karlar á moksturstækjunum.

Listasafnið í Nuuk að vetri til. Myndir/Wikipedia

Kona sem vinnur með mér lenti í því að eitt af þessum risatækjum flatti bílinn hennar út. Bókstaflega. Og það var bara nokkrum augnablikum eftir að hún fór út úr bílnum.

Hvað sem því líður þá kunna nú flestir hér í Nuuk að aka. En það er sko alls ekki þannig alls staðar á Grænlandi. Fólk ekur meira að segja án ökuréttinda í mörgum af litlu þorpunum.

Félagi okkar var eina löggan í Ittoqqorttoormiit og hann ætlaði sko að breyta þessu. Hélt að það yrði nú lítið mál í svona litlu þorpi. Hann krafðist þess að allir þreyttu ökupróf og fólk átti bara að hlýða. Ekki leið á löngu þar til íbúar fóru að spyrja hann hvenær hann myndi flytja frá Ittoqqorttoormiit.

Ittoqqorttoormiit er agnarsmátt þorp en þar búa innan við 350 manns. Mynd/Wikipedia

Ég varð mér úti um grænlenskt ökuskírteini í fyrra þegar hitt rann út. Það er frekar töff að geta sagt að maður sé með grænlenskt skírteini en gagnlegt er það nú ekki.

Utan Grænlands er það gagnslaust og er ekki tekið sem gilt ökuskírteini, eðli máls samkvæmt: Það er frekar ólíklegt að ökumaður öðlist almennilega reynslu af akstri hér. En þau koma þó einstaka sinnum að gagni, eins og eiginmaður minn komst að raun um!

Við vorum á heimleið síðdegi nokkurt á versta bíl í Nuuk þegar lögreglan stöðvaði okkur.

„Þú ókst of hratt maður minn,“ sagði löggan.

„Ah, afsakaðu,“ svaraði maðurinn minn.

„Og þú gerir þér grein fyrir að ljósin virka ekki á bílnum?“

„Jú, þau virka, sjáðu,“ sagði hann og kveikti þau og slökkti svo aftur, ómeðvitaður um að það er ólöglegt á Grænlandi að aka án þess að vera með ljósin kveikt. Eitthvað virtist það pirra lögreglumanninn.

„Má ég sjá ökuskírteinið þitt?“

„Öh, ég er ekki með það á mér. Það er heima,“ svaraði hann kindarlegur á svip.

„Þú veist að það er lögbrot að aka án þess að hafa ökuskírteinið meðferðis?“

„Öhm, nei, Fyrirgefðu. Ég er sko ekki héðan.“

„Jæja, þú verður að kynna þér umferðarreglurnar,“ sagði hann hranalega. „Ég sleppi þér í þetta skipti en gættu þess framvegis að vera með skírteinið á þér.“

Við ókum skömmustuleg af stað og þá heyrðist í syni okkar sem sat aftur í: „Heyrðu pabbi, hann tók ekkert eftir því að þú ert ekki með öryggisbelti!“

Aðrar sögur af ökuferðum úr alfaraleið:

400 mílna ferðalag á 29 ára gömlum 47 hestafla bíl

Síðasta útilegan: Þegar allt fór úrskeiðis

Sá guli hefur verið honum samferða alla tíð

Sunnudagsbíltúr: „Stopp! Það er skriðdreki að koma“

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Græni karlinn er sums staðar kona

Næsta grein

Mini Vision Urbanaut: Mini prófar #VanLife

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Þrír rafbílar frá BYD koma á markað í Evrópu

Þrír rafbílar frá BYD koma á markað í Evrópu

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.