Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:33
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

1971 VW Porsche 914

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
14/03/2022
Flokkar: Fornbílar
Lestími: 5 mín.
282 5
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

1971 VW Porsche 914/4 1.7

VW og Porsche hafa í gegnum tíðina átt í samstarfi. Seint á sjöunda áratugnum kom upp sú staða að bæði VW og Porsche vantaði nýjar gerðir sportbíls. Þá hafði Volkswagen framleitt Karmann Ghia um skeið og Porsche var að skoða gerðir sem gætu bæst við fyrstu útgáfu bíls þeirra, Porsche 912.

Volkswagen átti, eins og áður kom fram, í samstarfi við Porsche og þá helst í þróunarmálum varðandi bílaframleiðslu þeirra.

Það samstarf hafði verið við lýði allt frá stofnun Porsche en sá sem stóð þar í brúnni var á þeim tíma Ferdinand Piëch. Til að ljúka samningnum við Porsche þurfti einn bíl til. Bíllinn sá er Porsche 914.

Úr varð að bæði nöfnin voru notuð

En bíllinn olli deilum milli VW og Porsche, munnlegt samkomulag Heinrich Nordoff við Porsche um samstarf í framleiðslu féll um sjálft sig er hann lést þann 12. apríl 1968.

Nýr forstjóri VW, Kurt Lotz átti hins vegar enga tengingu inn í Porsche ættarveldið og þessu munnlega samkomulagi bílaframleiðendanna var rift.

Kurt áleit VW eiga allan rétt á framleiðslu bílsins undir merkjum VW en Porsche-menn töldu að það gæti ruglað markaðinn vesthanhafs að bjóða bíla byggða á sama undirvagni, og með sama útlit en mismunandi vélum. Þrátt fyrir það átti VW bíllinn að vera með 4 strokka vél Porsche-inn með 6 strokka vél.

En bíllinn fór á markað, mikið dýrari en áætlað var vegna deilna um framleiðslutilhögun og það að menn vildu ekki samnýta verkfærakisturnar til að ná fram lægra framleiðsluverði.

VW Porsche kom á markað árið 1969 og var framleiddur til ársins 1976. Þetta var huggulegur, 2ja sæta roadster sem aðeins var hægt að fá með targa toppi. Targa er skrásett vörumerki Porsche og kom fyrst fram með Porsche 911 Targa sem kom árið 1966. Þetta er hálfur harðtoppur/blæja.

Targa toppur.

Þessi er til sölu núna

Volkswagen Porsche 914/4, 1.7 frá 1971 og hefur verið tekinn í ræmur. Um er að ræða boddý, vél og innréttingu alveg eftir forskrift Porsche. Endurgerð þessa bíls hófst um 2018 og lauk í maí 2020.

Bílnum fylgir uppruna- og skráningarvottorð og eintak þetta er skráð á Ítalíu.

Þetta eintak er með svartri leðurinnréttingu og 1679 cc vélin skilar um 80 hestöflum. Beinskiptur með fimm gíra kassa. Litir að innan sem utan eru þeir sömu og þegar bíllinn kom nýr úr verksmiðju.

Við erum hér að tala um mjög pottþétt eintak, áreiðanlegan bíl sem allur hefur verið yfirfarinn og þá sérstaklega vélin – segir í sölulýsingu bílsins. Upprunalegar Lemmerz felgur eru undir bílnum. Bíllinn er án galla af nokkru tagi þar með talið keyrir hann ákaflega vel, gírskipting er vel stillt og virkar fullkomlega, hemlakerfið einnig og síðast en ekki síst rafkerfið.

Akstursmælir sýnir 21.814 mílur frá upphafi en bílnum hefur aðeins verið ekið um 100 mílur frá því endurgerð lauk.

Upprunalega var bíllinn fluttur út og seldur í Bandaríkjunum en er nú til sölu á Ítalíu. Þangað var hann fluttur og skráður með lögmætum hætti.

Hægt er að skoða bílinn í Porsche Centre í Napólí.

Fyrri grein

Geta sportbílar siglt á vatni?

Næsta grein

Man einhver eftir Fordson?

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
Man einhver eftir Fordson?

Man einhver eftir Fordson?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.