Fólksbílamerkið MG hefur náð góðri fótfestu hér á landi síðan þetta gamalgróna og vinsæla breska merki var endurlífgað undir stjórn nýrra eiganda; kínverska bílaframleiðandans SAIC Motor sem er einn umsvifamesti bílaframleiðandi heims fyrir ýmis merki.
Síðan SAIC eignaðist MG hefur framleiðslan aukist jafnt og þétt og eru í dag framleiddar hátt í ein miljón eintaka árlega. Alls hefur MG frumsýnt á annan tug rafvæddra bíla sl. 5 ár og hefur BL kynnt marga þeirra og flesta í fleiri en einni útgáfu.
Nú síðast kom hinn vinsæli rafbíll MG ZS í tvinnútgáfu (hybrid) auk þess sem viðskiptavinir geta sérpantað hinn 544 hestafla sportbíl, Cyberstar sem kynntur var á dögunum á bílasýningunni í Genf.
Þúsundasti bíllinn afhentur
Eftir að kínverski bílaframleiðandinn SAIC Motor keypti breska vörumerkið MG var rafbíllinn MG ZS EV sá fyrsti sem kynntur var á Evrópumarkaði og BL frumsýndi í júnílok 2020.
Skömmu síðar sigraði ZS EV sparaksturshluta rafbílarallýsins eRally Iceland 2020 þegar systurnar Rebekka Helga og Auður Margrét Pálsdætur sigruðu fyrir Íslands hönd í keppninni. Hér á landi hafa að jafnaði selst um 200 bílar frá MG árlega og nú, 5 árum síðar, var nýlega eitt þúsundasti bíllinn nýskráður í júní.
Tvinn- og tengiltvinnbílar einnig í boði
Fáeinum mánuðum eftir frumsýningu ZS EV kynnti MG tengiltvinnbílinn MG HS, sem er sérstakur að því leyti að hann var í upphafi með rúmlega 50 km drægni á rafhlöðunni og auk þess búinn tíu þrepaskiptum gírkassa til að hámarka hnökralaus afköst og eldsneytisnýtni.
Fáum vikum síðar kom MG HS í hreinni rafbílaúrfærslu með hröðun upp á 6,9 sek. úr kyrrstöðu í 100 km/klst. sem á þeim tíma var mesta hröðunin í þessum fólksbílaflokki. Í vor kynnti BL svo HS bílinn í tengiltvinnútgáfu, sem er með allt að 109 km drægni á rafhlöðunni.

Uppfærður MG EHS, plug in hybrid var í reynsluakstri hjá Bílablogg á dögunum. Stutt í umfjöllun með myndbandsbloggi og ítarlegri yfirferð.
MG með góða fótfestu
Auk fólksbílanna ZS og HS hefur rafknúni og aldrifni jepplingurinn Marvel R náð góðri útbreiðslu síðan hann var kynntur og seldist raunar fyrsta sendinginn upp á fáeinum dögum eftir að hann var frumsýndur á sínum tíma hjá BL árið 2021 sem markaði jafnframt þáttaskil fyrir framleiðandann í Evrópu.
Það ár þrefaldaðist sala MG í álfunni og fjölgaði umboðsaðilum í löndunum um 70%. Samfara öflugra dreifineti kynnti MG vorið 2022 fyrsta alrafmagnaða skutbílinn á heimsmarkaði; MG5 sem höfðaði sérstaklega til barnafjölskyldna með góðu rými og vel útilátnum öryggis- og þægindabúnaði.
Síðar sama ár kom svo fimmti nýi bíllinn á markað; rafbíllnn MG4 á nýjum undirvagni með flötu gólfi og 50:50 þyngdardreifingu til að hámarka rýtingu rýmis, lækka þyndgdarpunkinn og hámarka stöðugleika í akstri. Réttu ári síðar endurkynnti BL svo hinn 435 hestafla aldrifna MG4 Xpower sem er einungis 3,8 sekúndur í hundraðið.
MG S5 EV er nýr langdrægur stærri jepplingur
Síðar á þessu ári er von á stærri og enn rúmbetri MG til landsins; rafknúna jepplingnum MG S5 EV, sem er í stærðarflokk C og með rúmlega 460 lítra farangursrými. S5 er búinn nýrri hönnun að utan og innan og er með ríkulegum búnaði og með allt að 480 km drægni á rafhlöðunni.
Fréttatilkynning frá BL