Miðvikudagur, 15. október, 2025 @ 4:27
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

1.000 MG nýskráðir hérlendis frá 2020

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
31/07/2025
Flokkar: Bílaheimurinn, Fréttatilkynning
Lestími: 4 mín.
274 21
0
141
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fólksbílamerkið MG hefur náð góðri fótfestu hér á landi síðan þetta gamalgróna og vinsæla breska merki var endurlífgað undir stjórn nýrra eiganda; kínverska bílaframleiðandans SAIC Motor sem er einn umsvifamesti bílaframleiðandi heims fyrir ýmis merki.

Síðan SAIC eignaðist MG hefur framleiðslan aukist jafnt og þétt og eru í dag framleiddar hátt í ein miljón eintaka árlega. Alls hefur MG frumsýnt á annan tug rafvæddra bíla sl. 5 ár og hefur BL kynnt marga þeirra og flesta í fleiri en einni útgáfu.

Nú síðast kom hinn vinsæli rafbíll MG ZS í tvinnútgáfu (hybrid) auk þess sem viðskiptavinir geta sérpantað hinn 544 hestafla sportbíl, Cyberstar sem kynntur var á dögunum á bílasýningunni í Genf.

Þúsundasti bíllinn afhentur

Eftir að kínverski bílaframleiðandinn SAIC Motor keypti breska vörumerkið MG var rafbíllinn MG ZS EV sá fyrsti sem kynntur var á Evrópumarkaði og BL frumsýndi í júnílok 2020.

Skömmu síðar sigraði ZS EV sparaksturshluta rafbílarallýsins eRally Iceland 2020 þegar systurnar Rebekka Helga og Auður Margrét Pálsdætur sigruðu fyrir Íslands hönd í keppninni. Hér á landi hafa að jafnaði selst um 200 bílar frá MG árlega og nú, 5 árum síðar, var nýlega eitt þúsundasti bíllinn nýskráður í júní.

Tvinn- og tengiltvinnbílar einnig í boði

Fáeinum mánuðum eftir frumsýningu ZS EV kynnti MG tengiltvinnbílinn MG HS, sem er sérstakur að því leyti að hann var í upphafi með rúmlega 50 km drægni á rafhlöðunni og auk þess búinn tíu þrepaskiptum gírkassa til að hámarka hnökralaus afköst og eldsneytisnýtni.

Fáum vikum síðar kom MG HS í hreinni rafbílaúrfærslu með hröðun upp á 6,9 sek. úr kyrrstöðu í 100 km/klst. sem á þeim tíma var mesta hröðunin í þessum fólksbílaflokki. Í vor kynnti BL svo HS bílinn í tengiltvinnútgáfu, sem er með allt að 109 km drægni á rafhlöðunni.

Uppfærður MG EHS, plug in hybrid var í reynsluakstri hjá Bílablogg á dögunum. Stutt í umfjöllun með myndbandsbloggi og ítarlegri yfirferð.

MG með góða fótfestu

Auk fólksbílanna ZS og HS hefur rafknúni og aldrifni jepplingurinn Marvel R náð góðri útbreiðslu síðan hann var kynntur og seldist raunar fyrsta sendinginn upp á fáeinum dögum eftir að hann var frumsýndur á sínum tíma hjá BL árið 2021 sem markaði jafnframt þáttaskil fyrir framleiðandann í Evrópu.

Það ár þrefaldaðist sala MG í álfunni og fjölgaði umboðsaðilum í löndunum um 70%. Samfara öflugra dreifineti kynnti MG vorið 2022 fyrsta alrafmagnaða skutbílinn á heimsmarkaði; MG5 sem höfðaði sérstaklega til barnafjölskyldna með góðu rými og vel útilátnum öryggis- og þægindabúnaði.

Síðar sama ár kom svo fimmti nýi bíllinn á markað; rafbíllnn MG4 á nýjum undirvagni með flötu gólfi og 50:50 þyngdardreifingu til að hámarka rýtingu rýmis, lækka þyndgdarpunkinn og hámarka stöðugleika í akstri. Réttu ári síðar endurkynnti BL svo hinn 435 hestafla aldrifna MG4 Xpower sem er einungis 3,8 sekúndur í hundraðið.

MG S5 EV er nýr langdrægur stærri jepplingur

Síðar á þessu ári er von á stærri og enn rúmbetri MG til landsins; rafknúna jepplingnum MG S5 EV, sem er í stærðarflokk C og með rúmlega 460 lítra farangursrými. S5 er búinn nýrri hönnun að utan og innan og er með ríkulegum búnaði og með allt að 480 km drægni á rafhlöðunni.

Fréttatilkynning frá BL

Fyrri grein

BYD frestar fjöldaframleiðslu í nýrri verksmiðju í Ungverjalandi og framleiðir færri rafbíla

Næsta grein

Nýr lítill rafbíll Dacia væntanlegur eftir 12 mánuði

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Honda CR-V er 30 ára gamall

Honda CR-V er 30 ára gamall

Höf: Jóhannes Reykdal
13/10/2025
0

Hugsanlega ekkert sérstaklega merkilegur bíll nær merkilegum áfanga þegar Honda lítur um öxl á þrjá áratugi af „þægilegum ferðabíl“ Vefur...

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

Höf: Pétur R. Pétursson
09/10/2025
0

Laugardaginn 11. október kl. 12-16 í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13 og hjá umboðsaðilum Kia um land allt. Reykjavík, október...

Næsta grein
Nýr lítill rafbíll Dacia væntanlegur eftir 12 mánuði

Nýr lítill rafbíll Dacia væntanlegur eftir 12 mánuði

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

2026 Polestar 3 fær 800 volta hleðslu, meira afl og stórar tækniuppfærslur

14/10/2025
Bílaframleiðsla

Honda CR-V er 30 ára gamall

13/10/2025
Álit

Smart #5 – Nýr kafli í sögu Smart: hann er ekki lengur lítill

11/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.