VW mun smíða nýjan lítinn rafdrifin fjölskyldubíl í Slóvakíu

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

VW mun smíða nýjan lítinn rafdrifin fjölskyldubíl í Slóvakíu

Nýr lítill rafdrifinn fjölskyldubíll frá VW mun koma í staðinn fyrir e-Up, sem er á þessari mynd.

Volkswagen Group mun smíða nýja litla fjölskyldubíla sem aðeins nota rafmagn í Slóvakíu, að því er fram kemur í viðskiptablaðinu Handelsblatt í Þýskalandi.

VW hefur valið verksmiðju sína í Bratislava, þar sem bílaframleiðandinn smíðar nú VW Up, Skoda Citigo og Seat Mii sem framleiðslustað fyrir rafbíl sem þeir stefna að því að selja fyrir minna en 20.000 evrur (uþb 2.765.000 krónur).

VW sagði í mars að SEAT-vörumerki samsteypunnar muni leiða þróunina á þessum bílum. Þessi litli rafbíll mun nota styttri útgáfu af grunni VW Group (Modular Electric Drive Toolkit (MEB)) hönnunargrunninum. Þeir munu vera miða að því að stærðin á honum verði um 4000 mm á lengd.

Bílarnir verða seldir af VW-, Seat- og Skoda vörumerkjunum og búist er við að salan hefjist árið 2022. VW er sagt ætla árlega framleiðslu á 200.000 eintökum fyrir bíla sem mun koma í stað gerða sem eingöngu nota rafhlöður af VW Up, Skoda Citigo og Seati Mii.

VW hafði upphaflega ætlað að byggja rafbílana í verksmiðju í Emden í Þýskalandi en valdi Bratislava í staðinn vegna þess að launakostnaður er lægri í Slóvakíu en í Þýskalandi, segir Handelsblatt.

VW mun bæta upp fyrir tapaðan framleiðslu í Emden með því að flytja framleiðsla á rafdrifnum jeppa til verksmiðjunnar frá Zwickau, Þýskalandi, segir blaðið.

Fyrsta gerðin af þessari nýjum fjölskyldu rafbíla frá VW, hinn litli „ID3 hatchback“, mun koma í sölu á næsta ári.

?

Svipaðar greinar