VW bætir við blæjuútgáfu af T-Roc og frumsýnir í Frankfurt

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

VW bætir við blæjuútgáfu af T-Roc og frumsýnir í Frankfurt

Volkswagen vörumerkið mun auka á sýnileika sinn í ört vaxandi hlutdeild lítilla sportjeppa í Evrópu með blæjuútgáfu af T-Roc.

Sportjeppinn T-Roc er til þess að gera nýlentur á markaði hér á landi og því spennandi að sjá að núna strax sé á leiðinni enn sportlegri útgáfa – með opnanlegum blæjutoppi.

VW segir að T-Roc Cabriolet, sem er með mjúkri blæju, sé fyrsti blæjubíllinn í þessum flokki.

Blæjuútgáfan mun verða frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði, áður en þessi nýi bíll kemur á markað í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi 2020.

T-Roc Cabriolet býður upp á háa sætisstöðu ásamt einstakri akstursupplifun opinna bíla, að sögn VW.

Þakið á blæjubílnum opnast á níu sekúndum og hægt er að opna það og loka jafnvel meðan bíllinn er á allt að 30 km/klst. Hraða. Blæjan aflæsir og læsist rafrænt.

VW mun bjóða upp á tvær bensínvélar, 1,0 lítra þriggja strokka vél sem er 115 hestöfl og 1,5 lítra fjögurra strokka vél sem er 150 hestöfl. Handskiptur sex gíra gírkassi kemur sem staðalbúnaður, en sjö gíra kassi með tvöfaldri kúplingu er einnig fáanlegur sem valkostur fyrir stærri drifrásina.

T-Roc Cabriolet verður með næstu kynslóð upplýsinga og afþreyingarkerfis VW (MIB3), sem gerir kleift að vera stöðugt á netinu í bílnum – sem gerir kleift að bjóða upp á nýja þjónustu og aðgerðir.

VW segir að hægt sé að birta upplýsingar á 8 tommu upplýsingakerfisskjánum, sem hægt er að nota ásamt 11,7 tommu „Active Info Display“, sem skapar það sem bílaframleiðandinn lýsir sem „Digital Cockpit“ eða „stafrænn stjórnklefi“.

Á síðasta ári, á fyrsta heila söluárinu, seldi VW 143.319 eintök af T-Roc í Evrópu, samkvæmt JATO Dynamics. Það gerði hann að fjórða söluhæsta sportjeppanum/“crossover“ á eftir Peugeot 2008 (nr. 3), Dacia Duster (nr. 2) og þeim söluhæsta, Renault Captur.

Með 37 prósenta aukningu í sölu í 1,83 milljónir, fóru minni jeppar/“crossover“ hluti fram úr í öllum öðrum flokkum bíla nema rafbílum árið 2018.

?

Svipaðar greinar