Volvo XC40 sem aðeins notar rafmagn verður frumsýndur síðar á þessu ári

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Volvo XC40 sem aðeins notar rafmagn verður frumsýndur síðar á þessu ári

Volvo mun sýna fullbúna rafmagnsútgáfu XC40 fyrir lok ársins, að sögn fyrirtækisins að því að fram kemur á vef Automotive News Europe. Ekki tókst að fá frekari upplýsingar að sinni.

Það að bæta við gerð sem alfarið notar rafhlöðu í línunni er mikilvægt skref fyrir Volvo, sem vill að rafknúnir bílar verði um helmingur af heildarframboði sínu árið 2025.

XC40 verður fyrsti bíllinn sem alfarið notar rafhlöðu sem orkugjafa frá sænska framleiðandanum og annað full rafknúið ökutæki frá Volvo Car Group. Sá fyrsti var „kappakstursbíllinn“ Polestar 2, en sá rafmagnsbíll var frumsýndur í febrúar og birtist almenningi á bílasýningunni í Genf í þessum mánuði.

Bæði þessi rafknúnu ökutæki verða á vegum árið 2020.

Að auki munu bæði módelin nota Compact Modular Architecture (CMA) sem Volvo þróaði með kínverska systurmerkinu Geely. CMA styrkir einnig 01, 02 og 03 frá Lynk & CO. Trio Lynk & CO bílar seldust í meira en 120.000 eintökum í Kína á síðasta ári. Vörumerkið, sem er í eigu Volvo Cars og Zhejiang Geely Holding, hyggst opna verslanir í fimm evrópskum borgum á næsta ári.

XC40, sem var „bíll ársins 2018 í Evrópu“, er annar söluhæsti bíll Volvo á eftir stóra bróður, XC60.

Í síðasta mánuði sagði Volvo að XC40 myndi einnig fá tvo valkosti tengitvinnbíls, með því að nota T5 „Twin Engine“-gerð og síðan T4 „Twin Engine“.

Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, sagði að hann myndi búast við því að tengitvinnbílar muni verða allt að 25 prósent af alþjóðlegri sölu í þeim gerðum sem bjóða upp á þessa lausn. Um það bil 10 prósent til 15 prósent af heildarveltu Volvo eru gerðir með lausn tengitvinnbíla. Drifrásin er í boði í XC90 og XC60 jeppum, V90 og V60 station gerðum og S90 og S60 fólksbílum.

Polestar 2, rafmagnsbíll frá sem hannaður er til akstursíþrótta frá Volvo sem var frumsýndur í febrúar og birtist almenningi á bílasýningunni í Genf fyrr í þessum mánuði.
Volvo XC40 T5 „Twin Engine“ tengitvinnbíll (á myndinni) er ein af þremur rafknúnun gerðum af þessum sportjeppa sem bílaframleiðandinn mun senda frá sér. Hinir munu vera T4 „Twin Engine“ tengitvinnbíll og síðan full rafmagnsútgáfa, sem verður á vegunum árið 2020.

Svipaðar greinar