Volvo mun innkalla 2 milljónir bíla til að laga öryggisbelti
- Fyrirbyggjandi aðgerð sem snertir 957 bíla hér á landi

Volvo mun innkalla 2,18 milljónir ökutækja um heim allan til að gera við stálvír sem gæti slitnað og dregið úr aðhaldsgetu framsætisbeltanna.
Þetta er stærsta innköllun í 93 ára sögu fyrirtækisins.
Meira en 400.000 ökutæki sem verða fyrir áhrifum eru í Svíþjóð, meira en 300.000 eru í Bandaríkjunum og 178.000 eru í Þýskalandi.
Innköllunin hefur áhrif á Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L, framleiddar á árunum 2006 til 2019.
Haft verður samband við eigendur viðkomandi farartækja með bréfi sem sent verður út í þessum mánuði. Þeir verða beðnir um að koma bílum sínum til síns söluaðila Volvo til að láta skipta út stálvír með fastri festingu.
„Þetta er öflug lausn, til að útiloka að þetta komi upp síðar“, sagði Volvo.
Bílaframleiðandinn sagði að engar tilkynningar hafi borist um slys eða meiðsli.
Upprunalega hlutinn og varahlutinn eru frá sænska framleiðandanum Autoliv.
Eigendur 957 bíla á Íslandi fá bréf frá Brimborg
Við höfðum samband við Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar, umboðsaðila Volvo á Íslandi og leituðum frétta af því hvaða áhrif þetta hefði hér á landi.
„Um er að ræða fyrirbyggjandi aðgerð, en engin tilfelli eru þekkt um að eitthvað hafi komið upp á“, segir Egill.
„Þetta fer í hefðbundið innköllunarferli hjá Brimborg skv. ferli Volvo. Bréf fer út í næstu viku á eigendur 957 bíla til að láta þá vita.
Í framhaldi verða varahlutir pantaðir og þeir munu koma í skömmtum en ekki liggur fyrir hvenær. Þegar varahlutir koma verður sent annað bréf og þá pantar eigandi tíma í bókunarkerfi Brimborgar á netinu. Mætir svo með bílinn og aðgerðin tekur um klukkustund“.
Stórfelld innköllun
Helstu svæðin þar sem Volvo-bílarnir sem þetta snertir eru staðsettir:
Markaður Bílar
1. Svíþjóð 412.000
2. Bandaríkin 308.000
3. Kína 245.000
4. Þýskaland 178.000
5. Bretland 169.000
(byggt á frétt á Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein