Volvo eyðir mörkum á milli fólksbíls og jeppa með V60 Cross Country


?
LULEÅ, Svíþjóð – Volvo eyðir vísvitandi línunni á milli skutbíls og jeppa með V60 Cross Country því það er það sem hefur gert þessa gerð vinsæla hjá tryggum hópi kaupenda, sem Volvo reiknar með að muni halda áfram að vera með fjórðung til þriðjungs af heildarsölu á V60-gerðinni.
Volvo segir að þessir viðskiptavinir hefðu sögulega valið að standa til við hliðar við þá sem kaupa V60, klassískan skutbíl og XC60, hefðbundin jeppa.
Það er vegna þess að Volvo segir að rannsóknir þeirra hafi sýnt að V60 Cross Country kaupendur vilja hagnýtt gildi og pláss skutbíls með eiginleika jeppans, segir Agneta Jildén, sem er framkvæmdastjóri verkefnis Volvo fyrir allar 60-gerðir nema XC60. Ein leiðin er að Volvo greinir gerðirnar að með meiri veghæð. V60 Cross Country er með 210mm veghæð frá jörðu samanborið við 142mm fyrir V60 og 216mm fyrir XC60.
Kynning í heimskautaumhverfi í Norður-Svíþjóð
Í kynningu á bílnum á ís- og snjóþungum norðurhluta heimamarkaðar Volvo, sagði Agneta Jildén við Automotive News Europe að fólkið, sem velur V60 Cross Country, eru yfirleitt sjálfstætt starfandi fagfólk sem nýtur útiveru svo sem og fjallahjóla, klettaklifurs, róa á kajak eða vera á skíðum.
Jildén sagði að kaupendur V60 Cross Country kunni að meta það að geta ekið bílnum til vinnu alla vikuna en hafa einnig möguleikann á því að takast á við erfiðara landslag, eins og frosið vatn eða vegi sem eru þaktir af snjó og erfiðar aðstæður eins og hitastig eins og -27 Celsíus , eins og raunin var við prófanir á bílnum hjá blaðamönnum í síðustu viku.
Robert Lilja, verkefnisstjóri hjá Volvo, sagði að V60 Cross County geti tekist á við grófari vegi og erfitt veður vegna þess að bíllinn er búinn mörgu af því sem þegar sé að finna í í XC60-sportjeppanum.
Eitt er viðbótin við akstursstillingu, sem er stilling fyrir utanvegaakstur sem kemur til viðbótar stillinga á valkostum sem innihalda Comfort, Dynamic og Eco. „Off-Road“-stillinguna er hægt að nota við hraða allt að 40 km / klst. Í þessari stillingu skynjar bíllinn þegar hann gæti fest sig, sérstaklega ef ökumaðurinn gefur of mikið inn til að komast út úr erfiðum aðstæðum. Í stað þess að snúa hjólunum sínum er bíllinn forritaður til að veita sjálfkrafa réttu magni af afli og snúningsvægi til að komast út úr erfiðum aðstæðum.
Nokkrar staðreyndir
Helsti markaður: V60 Cross Country er sterkur sölubíll til kaupenda í úthverfum borga á Norðurlöndum og norðausturhluta Bandaríkjanna.
Frumkvöðull: Volvo telur sig vera aðilann sem bjó til markaðshluta sem sameinar kosti skutbíls og jeppa með fyrstu gerðinni af Volvo V70 XC Cross Country sem var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt árið 1997 og fór í sölu í Evrópu og Bandaríkjunum árið 1998. Nafni bílsins var breytt í XC70 eftir kynningu á fyrsta kynslóð XC90.
Volvo segir að 30% þeirra sem kaupa V60 / V60 Cross Country haldi sig áfram við þessa gerð.
Vélbúnaður: V60 Cross Country býður upp á val á tveimur fjögurra strokka dísilvélum. D3 sem er 148 hestöfl en D4 er 201 hestafl. Eina bensínvélin, fjögurra strokka T5, er 247 hestöfl. Allar gerðir eru með hjólhjóladrifi. Eins og raunin er með stærri V90 Cross Country, verður ekki boðið upp á tengitvinnbíl.
Staðalbúnaður í V60 Cross Country er stýring í akstri niður brekku (Hill Descent Control), sem gerir ökumanni kleift að stilla hraða, allt að 30 km/klst, til að hafa góða stjórn á akstri niður mjög brattar brekkur.
Góð sala
Á síðasta ári seldi Volvo 34.219 einingar af fyrstu kynslóð V60 og V60 Cross Country, þar af 11.593 eða 33 prósent af þeirri sölu þessari afmörkuðu gerð frá Volvo, sem aðallega er seld til fólks sem býr í úthverfum borga á Norðurlöndum (Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð og Noregi) og í norðausturhluti Bandaríkjanna.
Reiknað er með að þessi nýi Volvo Cross Country muni fara í sölu með vorinu.
?



