Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 14:53
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Volkswagen skoðar öflugan rafdrifinn Scout torfærubíl

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
30/09/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 3 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Volkswagen skoðar öflugan rafdrifinn Scout torfærubíl

Gæti hugsanlega komið á markað árið 2023

Volkswagen hefur farið sér hægt varðandi „alvöru“ torfærubíla, en þó hafa öðru hvoru borist fréttir af því að þar á bæ séu menn að velta svona bílum fyrir sér.

Bílavefurinn Auto Spies greindi frá að orðrómur um harðgerðan rafknúinn jeppa frá Volkswagen hafi komið upp síðla árs 2018 og það var ekki fyrr en snemma árs 2020 að féttir fóru að berast af þessu aftur. Undarleg nöfn eins og „T-Rug“ og „Ruggdzz“ hafa verið heyrst, en það lítur út fyrir að svona bíll gæti fengið ekki svo ókunnugt nafn – Scout.

Bílablaðið Motor Trend sótti fjölmiðlafund með Johan De Nysschen, stjórnanda Volkswagen Group of America, sem flutti umræðu um núlllosun torfærubíla.

VW á Scout-nafnið

VW á nú réttinn á nafninu „Scout“ í gegnum Traton, dótturfyrirtæki sem sameinar vörumerki Man, Scania og Navistar undir sömu „regnhlíf“ fyrirtækja. Fyrir þá sem ekki þekkja til þess síðastnefnda var Navistar stofnað árið 1986 sem beinn arftaki gamla International Harvester fyrirtækisins og það á vörumerkið „Scout“ til þessa dags.

Traton keypti Navistar í byrjun júlí fyrir 3,7 milljarða dollara, sem þýðir í raun að VW er nú eigandi „Scout“ nafnsins og mætti nota það í framtíðinni.

Sérstaklega vísar vörumerkið til bíla, léttra og meðalstórra flutningabíla og jeppa með heildarþyngd yfir 1.088 kg.

Motor Trend veltir fyrir sér hvort „Scout“ gæti orðið sérstakt vörumerki frekar en VW og bætir við að gerðin gæti jafnvel verið seld í sjálfstæðum umboðum frekar en að deila sýningarsölum með bílum frá Volkswagen. Það er mjög ólíklegt að bíllinn muni heita „International Harvester Scout“ miðað við að landbúnaðarfyrirtækið Case IH hefur verið í eigu „International Harvester“ nafnsins síðan 1985.

Mörg ár í svona bíl frá Wolfsburg

Óháð nafninu þá eru líklega enn mörg ár í slíkan hugsanlegan alhliða rafbíl frá Wolfsburg. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur þýska vörumerkið þegar kynnt Trinity fólksbílinn sem kemur árið 2026, og þó það þýði ekki endilega að „skátinn“ komi eftir það hefur VW meira til að fást við.

Nýjar gerðir rafbíla eru ID.Buzz á næsta ári, síðan Aero B fólksbíll árið 2023, og ID.1 / ID.2 sem koma árið 2025 eftir að ID.Life hefur verið forsýndur fyrr í þessum mánuði á IAA München.

Það er enn ráðgáta hvaða grunn bíllinn myndi nota þar sem VW hefur þegar tilkynnt að það muni sameina MEB og PPE grunna til að búa til einn breytilegan grunn (SSP).

Áðurnefndur Trinity verður fyrsta gerðin til að nota grunninn í miklu magni, sem augljóslega verður deilt með öðrum vörumerkjum VW Group til að ná stærðarhagkvæmni.

Þar sem Jeep hefur þegar gefið í skyn rafmagnaðan Wrangler og fréttir af Ford benda einnig til þess að rafbílsútgáfa af Bronco sé væntanleg, þá væri skynsamlegt fyrir VW að vilja vera hluti af hasarnum með eigin torfærubíl.

(frétt byggð á greinum á vef Auto Spies og Motor Trend)

Fyrri grein

Glæsileg og rafmögnuð jeppasýning

Næsta grein

Fyrsti rafbíll Rolls-Royce mun verða Spectre coupe

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Ken Block ekur sem óður

Ken Block ekur sem óður

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.