Víst getur Harris ekið!

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

„Á svona bíl getur maður bara ekki orðið of seinn,“ sagði Chris Harris sem sýndi ágæta takta þegar hann ók hrikalega flottum Maserati MC20 eftir flugbrautinni. Bíl sem „lifnar við í beygjum“ sagði ökumaðurinn sem sjálfur lifnaði við með frábærum og áður óþekktum svipbrigðum.

Harris, einn stjórnenda Top Gear þáttanna bresku, virðist njóta vinnunnar í botn enda er botngjöf málið, alla vega á þessum bíl við kjöraðstæður.

Svipbrigði ökumannsins eru mörg í þessu stutta myndbandi, sem gefur tóninn fyrir fjórða þátt 32. þáttaraðar Top Gear. Þátturinn verður sýndur á sunnudagskvöld á BBC.  

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar