Land Rover við Hestháls heldur vorsýningu á helstu bílum sínum á laugardag, 17. maí milli kl. 12 og 16, þar sem meðal annars verður sýnd ný og umfangsmeiri breyting Arctic Trucks á Defendur 110 fyrir 35″ dekk.
Breytingin heitir AT35 Plús sem felur í sér gjörbreytt útlit frá fyrri sambærilegri breytingu á bílnum eins og myndin sýnir glögglega.
Hærri, mýkri og drifmeiri
Með þessari nýju AT35 Plús breytingu, 20 tommu háum og 10 tommu breiðum felgum hækkar Defender um 77 mm sem framkallar meiri mýkt í akstri vegna belgmeiri dekkja sem styðja vel við framúrskarandi fjöðrunarkerfi Defender. Þessi breyting skilar sér einnig í meiri drifgetu og floti í snjó, sandi og aur.
Alvöru fjallahjólhýsi
Auk Defender AT35 Plús verða einnig í sýningasalnum við Hestháls fleiri gerðir Land Rover, s.s. Discovery, Range Rover og fleiri, sem allir eiga það sameiginlegt að komast hvert á land sem er í sumarfríinu fram undan með hjólhýsi.
Eitt slíkt verður einmitt til sýnis á staðnum, hið sterkbyggða þýska hálendishjólhýsi frá Cravler sem Tarandus, umboðsaðili framleiðandans hér á landi, kynnir fyrir gestum sýningarinnar.
Léttar veitingar og Kaffitár
Léttar veitingar verða í boði ásamt því sem Kaffitár mun sjá um kaffiveitingarnar.
Umræður um þessa grein