Miðvikudagur, 20. ágúst, 2025 @ 1:20
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Verbúðarbílarnir á Suðureyri

Malín Brand Höf: Malín Brand
20/02/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 8 mín.
275 14
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Verbúðarbílarnir á Suðureyri

Það er óhætt að segja að Suðureyri við Súgandafjörð hafi tekið stakkaskiptum á örfáum dögum. Ekki einungis hefur „íbúatalan“ margfaldast síðustu vikuna heldur hefur bílaflotinn orðið gríðarlega áhugaverður. Árgerðir 1980-1991 eru hér um allan bæ og er æðislega gaman að sjá alla þessa kostagripi á götunum.

Hér er nefnilega verið að taka upp þætti er nefnast Verbúðin. Þættirnir eru átta talsins og er sögusviðið sjávarpláss vestur á fjörðum og tímabilið er 1983-1991. Vesturport framleiðir í samstarfi við RÚV.

Auðvitað getur bílablaðamaður ekki verið rólegur þegar heill floti fornbíla er á ferðinni daginn út og inn, í næsta nágrenni. Í hvert skipti sem Chevrolet El Camino fer í gang með viðeigandi vélarmúsík er maður rokinn út að glugga – hér á Suðureyri skiptir litlu hvar bíllinn er staðsettur; maður heyrir allt sem maður vill heyra.

Svona fallegur V8 söngur úr 5.7 L. 350 vél er ekki daglegt brauð í sveitinni en þessi tiltekni bíll er af árgerð 1973 og eftir því sem undirrituð kemst næst, sá eini gangfæri sinnar tegundar á landinu. Hann var fluttur inn áramótin 2017/2018 og vekur þessi óvenjulegi pallbíll athygli hvar sem hann kemur og fer. Eflaust eru skiptar skoðanir um fagurfræðina í hönnuninni en hvernig sem það kann að vera þá hljóta flestir að geta verið sammála um að hljóðið í honum er fagurt.

Bíllinn með borðinu

Á laugardagsmorgni í blíðskaparveðri gekk ég ásamt góðum vinum að bílastæðinu við grunnskóla Suðureyrar. Þar eru nefnilega flestir þeirra bíla geymdir sem eru hér vegna Verbúðarinnar.  

Það hafði verið næturfrost og bílarnir því vel kaldir og sumir hrímaðir, eins og sést á myndunum.

Oft ratast börnum satt á munn og lýsti mikill vinur minn, fjögurra ára gamall, býsna vel því er fyrir augu bar:

„Hann er með borð á hliðunum,“ sagði pilturinn þegar hann sá „timbraðan“ Buick Roadmaster. Það skil ég vel og minnist þess að í þá daga er viðarútlit þótti góð hugmynd þegar kom að bílum, kallaði ég þá iðulega parket-bíla.

En auðvitað er þetta bíll með viðarborð allan hringinn! En erfitt að borða við það án þess að velta flekanum.

Buick Roadmaster eða Borðmaster; „Timbraður“ bíll sem er svo bara borð.

Rauði gleðigjafinn með steinbremsunum

Dag einn fyrir tæpum tveimur árum, fórum við sonur að prófa bíl. Það væri nú ekki í frásögur færandi ef ekki hefði verið um að ræða nostalgískan draumabíl; VW Bjöllu af hippakynslóðinni.

Þegar ég er að aka er ég frekar mikið úti að aka og hugsa um margt (sem betur fer – annars ætti ég ekki að fá að vera úti að aka). Ég hlusta á bílinn og þykist vera mikill fræðingur. Sonur minn getur gert mun fleira í einu en ég (en hann er of ungur til að mega aka bíl, blessaður karlinn). Til dæmis sagði hann mér að hvar sem við fórum á Bjöllunni, horfði fólk á bílinn og brosti. Sérstaklega börn! Þau bentu, brostu út að eyrum og jafnvel hlógu af einskærri hjartans gleði yfir því að sjá svona „krúttlegan“ bíl.

„Sjáðu mamma,“ sagði sonur minn, „við verðum að kaupa þennan bíl. Það verða bara allir svo glaðir að sjá hann. Hann er gleðigjafi!“

Þetta eru bestu rök sem ég hef nokkru sinni heyrt fyrir bílakaupum! Því miður höguðu örlögin því svo að ekki tókst að eignast þann bíl en hver veit hvað kann að gerast síðar.

Hressir og kætir þá sem hann sjá.

Nema hvað! Rautt eintak af VW Bjöllu er á meðal þeirra bíla sem koma við sögu í Verbúðinni. Árgerð og vélarstærð veit ég ekki baun um. Það er stundum í lagi. Það skemmtilega var, eins og í sögunni hér að ofan, að börnin hreinlega dá þennan bíl. Þeim finnst hann vera eins og eitthvert dót og þau langar hreinlega að klappa honum og brosa þegar þau sjá hann.

„Litla rauða Bjallan“ eins og ungi vinur minn kallar hann (ekki „Litla gula hænan“), mun án efa lifa lengi í minningabanka ungra Súgfirðinga. Já, og sennilega líka „steinbremsurnar“ sem börnunum þykja ekki síður áhugaverðar því það er ekki á hverjum degi sem litlir steinar framan við dekk eru notaðir til að fyrirbyggja að litlir rauðir gleðigjafar fari í sjóinn.

Bjallan og steinbremsurnar.

Bíllinn með rúminu aftur í

Það hefur sjaldan talist eftirsóknarvert að komast í sjúkrabíl. Þó eru þau nokkur börnin (mér er tíðrætt um börnin og skoðanir þeirra því þau eru svo sniðug!) hér á Súganda sem vilja gjarnan fá að kíkja aðeins inn í sjúkrabílinn sem nú er á staðnum.

Um er að ræða Ford Econoline, árgerð 1990, sem er í eigu Rauða krossins í Bolungarvík. Sjúkrabíll sem er agalega fínn og flottur!

Svona lítur hann út; Bíllinn með rúminu aftur í.

Börnin voru ekkert að pota í sjúkrabílinn frekar en aðra bíla á bílastæðinu heldur nálguðust hann af óttablandinni virðingu. Þau sem voru nógu stór, tipluðu tindilfætt upp á tröppuna undir afturhlera bílsins og gægðust inn. Með lotningu mikilli var mér boðið að koma upp á tröppuna og kíkja inn um skyggða rúðuna, raunar með því skilyrði að ég lyfti fjögurra ára vini mínum til að hann gæti líka séð.

„Sérðu Malín! Þarna er rúmið. Þarna getur fólkið sofið,“ var mér tjáð og allt var sveipað mikilli dulúð sem sagt var um gamla sjúkrabílinn með rúminu aftur í.

Niðurbrotinn Rússi á Vestfjörðum

Rússajeppar hafa verið til hér á landi í háa herrans tíð. GAZ69 var fluttur inn frá því um 1960 og UAZ 452/469 skömmu síðar. Þeir voru frekar vinsælir og er nokkuð til af þeim enn þann dag í dag. Árið 1977 hófst innflutningur á Lada Sport (víðast erlendis þekktur sem Lada Niva) og eru þeir margir til hér á landi, enda er hann enn framleiddur.

Hér á Suðureyri eru nokkur eintök af Lada Sport, vegna Verbúðarinnar, og svo er hér þessi fíni UAZ 452 frá árinu 1976.

Ég heyrði í gær nokkuð skemmtilega sögu af rússajeppa á Vestfjörðum. Gott ef það var ekki einmitt UAZ 452. Það er náttúrulega ekki fallegt að skemmta sér yfir óförum annarra en það má stundum samt, ef enginn slasast o.þ.h.

Jæja, eitthvað í kringum 1982 var búin til hraðahindrun á Þingeyri. Þegar fyrsti bíllinn ók yfir splunkunýja hindrunina kom í ljós að hún var helst til of há. Það var einmitt „háfættur“ og frambyggður rússajeppi (UAZ) sem fyrstur fór…og millikassinn brotnaði! Eins og hrökkbrauð!

Rétt er að geta að gert var við bílinn og hraðahindrunin lækkuð töluvert.

Til er býsna góður hópur/síða á Facebook sem finna má undir nafninu Rússajeppar á Íslandi. Þar er heilmikill fróðleikur og ljósmyndir. En snúum okkur aftur að Verbúðinni og bílunum í kringum hana!

Nokkrir góðir að lokum

Svíarnir eiga sinn fulltrúa hér á svæðinu og er það vissulega Volvo. Einn er frá 1986, Volvo 745 og svo kann ég ekki deili á hinum tveimur úr sömu fjölskyldu.

Toyota Corolla af sjöttu kynslóð (´87-´91) er sú Corolla sem mér persónulega þykir fegurst (skilst að kynslóðir Corolla séu nú orðnar 12) og eitt eintak er á meðal „verbúðarbílanna“ á Suðureyri.

Forláta Benz 200 frá 1980 er einnig á svæðinu sem og annar frá sama ári en það er Chevrolet Malibu.

Chevrolet Malibu frá því herrans ári 1980.

Þeir eru fleiri bílarnir sem tengjast Verbúðinni, sem og önnur tæki frá þessu skemmtilega tímabili. Tímabilinu þegar mönnum fannst til dæmis góð hugmynd að setja „borð“ utan um bíla og búa til pallbíla sem eru einhvers konar „pikkildi“ eða „palllingar“, þ.e. hvorki fullvaxnir pallbílar eins og við þekkjum þá helst né heldur fólksbílar með skúffu.

Það verður án efa gaman að sjá bílana í réttu samhengi í þáttunum Verbúðin en gert er ráð fyrir að þeir verði sýndir næsta vetur.

Suma bíla má einfaldlega skreyta ef þeir eru hvorki „timbraðir“ né með „borði“ að utan.

Myndir: Malín Brand og Ólöf Birna Jensen

Annað tengt Verbúðinni: 

Verbúðarbílarnir settir í samhengi

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Maður gerir upp pínulítinn bíl

Næsta grein

10 mest seldu bílar sögunnar

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
10 mest seldu bílar sögunnar

10 mest seldu bílar sögunnar

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.