Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 22:57
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Varla rispa á þessum hálf fimmtuga Mazda 121 Coupé

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
07/12/2024
Flokkar: Bílasagan, Fornbílar
Lestími: 8 mín.
465 4
0
224
DEILINGAR
2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Það verður eiginlega að segjast eins og er að maður nelgdi niður þegar maður sá þennan við að vafra um veraldarvefinn um daginn. Þessi Mazda 121 frá árinu 1978 er einstaklega fallegur bíll og hefur aðeins verið í eigu eins aðila frá upphafi.

Sá var umboðsaðili Mazda í Zuidland í Hollandi en bíllinn var seldur þegar bílasalinn hætti starfsemi. Hann er með upphaflegu lakki, algjörlega ryðlaus og í frábæru ásigkomulagi.

Þetta eintak kom á götuna í óktóber 1978.

Keyptur til að verða fornbíll?

Ætli þetta gæti ekki verið einn þeirra bíla sem ákveðið hefur verið í upphafi að geyma þar til hann yrði klassík í aldri?

Mazda þessi er ekin um 4.500 kílómetra og plastið er enn á hurðaklæðningunum.

Ég man vel eftir þessu plasti því faðir minn keypti Mazda 929 árið 1976 og það var nokkuð mikið vesen að ná þessu af án þess að taka hreinlega hurðaspjöldin úr bílnum. Maður kroppaði þetta af í rólegheitunum og fékk ísbíltúr í staðinn.

Var á sýningunni Auto ‘78

Það var árið 1978 að haldin var bílasýning í húsi uppi á Bíldshöfða sem kennt er við Húsgagnahöllina. Sýningin gekk undir nafninu Auto ’78 og þótti ansi vegleg á þeim tíma.

Ég man eftir því að hafa séð rauðan svona Mazda 1978 árgerð á þessari sýningu. Hann var með hvítum víniltoppi og undir honum voru magnesium felgur.

Þarna glápti maður úr sér augun hvað eftir annað enda fullt af flottum bílgerðum að koma á markaðinn á þessum tíma.

En aftur að þessari gerð Mazda bíla.

Sérlega falleg lína

Mazda 121 Landau Coupé frá árinu 1978 er áhugaverður bíll frá Mazda. Bíllinn var framleiddur í takmörkuðu upplagi og var hannaður til að vera lúxusútgáfa af Mazda 121.

Landau Coupé er einkennilegur að því leyti að hann er tveggja dyra sportbíll með ákveðnum lúxusþáttum sem aðgreina hann frá öðrum bílum þess tíma.

Hann var með sérkennilegan „landau“ stíl, sem þýðir að þakið var klætt með efni sem líktist leðri en var kallaði víniltoppur hér á landi, algengt í klassískri lúxusbílahönnun.

Þessi bíll sem við sýnum hér á myndunum er með 1.970 cc vél. Þessar stærri vélar voru yfirleitt takmarkaðar við ákveðin markaðssvæði eða sérútgáfur bílsins, sérstaklega fyrir útflutning til landa þar sem meiri vélarafl var eftirsóttur.

Enginn ofurkraftur

2.0 lítra fjögurra strokka bensínvél gat framleitt allt frá 90 til 105 hestöflum, sem gaf bílnum töluvert meiri kraft en minni útgáfur.

Tveggja lítra útgáfur voru sérstaklega vinsælar á mörkuðum þar sem akstur yfir langar vegalengdir og hraðbrautir kröfðust meiri afls. Til dæmis í Ástralíu og Evrópu voru slíkar útgáfur í boði.

Flottir að innan

Þægindi voru í fyrirrúmi með bættum innréttingum miðað við venjulega fólksbíla. Sætin voru mjúk og efnismikil með áklæði sem minnti á rúskin eða pluss. Mælaborðið var fjallmyndarlegt og stórt með ýmsa mæla sem ekki voru almennir í bílum á þessum tíma.

Sérstakt er þó að þessi bíll var aðallega framleiddur fyrir innlendan markað í Japan og þótti tákn um stíl og fágaða hönnun.

Það var bílaumboðið Bílaborg sem hafði umboð fyrir Mazda bifreiðum á þeim tíma sem þessi kom á götuna.  Það var Bílaborg, bílaumboð sem byggði húsið að Fosshálsi 1, þar sem Sláturfélag Suðurlands er með höfuðstöðvar sínar í dag – en það átti að hýsa alla starfsemi í kringum Mazda bifreiðar á Íslandi.

Fyrri grein

Jaguar sýnir framtíðarstefnu hönnunar með Type 00 hugmyndabílnum

Næsta grein

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

Næsta grein
Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.