Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 10:51
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

„Vantablack“-málning er svo svört að þessi BMW X6 2020 lítur út fyrir að vera í tvívídd

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
25/07/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
274 12
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

„Vantablack“-málning er svo svört að þessi BMW X6 2020 lítur út fyrir að vera í tvívídd

„Núna er það svart“ – svartari getur ekki nokkur bíll orðið, en hér er búið að sprauta BMW X6 með „Vantablack“-málningu, sem gleypir nánast allt sýnilegt ljós og flest smáatriði í útlitinu hverfa.

Allt frá Honda til Rolls-Royce hafa bílaframleiðendur verið að senda frá sér „dekkta“ bíla sem ætlaðir eru kaupendum sem eru að leita að ökutæki með einhverju sérlega ískyggilegu útliti, einhverju sem líkist hinum fræga „Batmobile“. BMW er að taka þessa þróun á næsta stig með einum bíl af þriðju kynslóð BMW X6 sem búið er á sprauta með Vantablack, einu dekksta efni sem þekkist. Bíllinn, með þessum „ofursvarta“ lit mun verða frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt núna í september [Ath. grein frá ágúst 2019].

Jafnvel „Batmobile“ hefur aldrei verði svona svartur á litinn, en þetta efni er það svartasta sem vitað er um

Gleypir allt sýnilegt ljós

Vantablack, hannað af NanoSystems á Englandi, er tegund af málningu sem gleypir allt að 99,96% af sýnilegu ljósi. Hlutir húðaðir með þessari málningu missa þrívíddarútlit sitt vegna þess að málningin skyggir á öll atriði hönnunar eins og brúnir og dældir. X6 er sprautaður með þessari málningu, en þó afbrigði sem gleypir ekki alveg jafn mikið af áfallandi ljósi sem gerir sum smáatriðin sýnileg en hún lítur samt út eins og bíllinn komi úr „svartholi“.

Litaðir gluggar og svartar álfelgur fullkomna útlitið. Að framan er X6 með upplýst grill sem er hægt og rólega að birtast á bílum frá BMW og með LED-framljós. Frekari tæknilýsingar eru ekki enn til staðar.  Þegar Autoblog fjallaði um þessa útgáfu af BMW með þessari „svartnættismálningu“ tóku þeir það fram að þeir vonuðust til að vélarrýmið hafi ekki fengið umferð af þessu „Vantablack“-lakki, því þá væri mjög erfitt fyrir tæknimenn að viðgerðum á vélbúnaðinum.

Allir þekkja að það er erfitt að halda svörtum bílum hreinum, svo hvað verður um óhreinindi á þessum? Hverfa óhreinindin inn í „svartholið“ eins og restin af bílnum?

Mikið notað í hernaði og flugi

NanoSystems er venjulega að setja þetta Vantablack-lakk á sjónauka, innrauðar myndavél, auk leysiskynjara, meginástaæðan er til að fela viðkomandi hluti og að varna því að það glampi á þá. Fyrirtækið málar einnig búnað fyrir fyrirtæki í varnarmálum og geimferðageiranum, þó að sá þáttur í viðskiptum hans falli líklega í flokknum „við myndum segja þér það en við verðum að drepa þig“ eins og í njósnamyndunum. Bílar hafa ekki komið við sögu hjá þeim áður en þeir fóru að vinna að þessum nýja BMW X6 og þeir tók þessa ákvörðun af ásetningi.

„Við höfum hafnað fjölmörgum beiðnum frá ýmsum bílaframleiðendum í fortíðinni,“ sagði Ben Jensen, stofnandi og yfir tæknistjóri NanoSystems, í yfirlýsingu. Hann bætti við að fyrirtækið hefði skipt um skoðun eftir að hafa séð einstaka og svipmikla hönnun á þessum nýja „X6“.

Verður ekki valkostur frá BMW

BMW hefur ekki tilkynnt um áform um að bjóða upp á Vantablack sem verksmiðjuvalkost og tregða NanoSystems við að mála bíla bendir til þess að það að fá X6 sem lítur út eins og bíllinn sem birtist í Frankfurt, verði ekki auðvelt mál!

BMW í München hefur ekki gefið upp hversu mikið þeir borguðu fyrir sérsniðna málningarvinnuna. Þótt áhyggjur varðandi kostnað séu örugglega hluti af dæminu þá útskýrði Jensen að málningin væri ekki nógu endingargóð til daglegrar notkunar og að láta hana þola áralangt álag í akstri væri mikil tæknileg áskorun.

(byggt á frétt á Autoblog)
[Birtist fyrst í ágúst 2019]
Fyrri grein

Saga Chevy Blazer: allt frá grunngerðinni til rafbíla nútímans

Næsta grein

Menningarárekstur: Kvenbílstjóra mætt á þröngum vegi

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Menningarárekstur: Kvenbílstjóra mætt á þröngum vegi

Menningarárekstur: Kvenbílstjóra mætt á þröngum vegi

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.