Föstudagur, 9. maí, 2025 @ 0:23
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Vakinn heldur ónotalega í vörubíl um nótt

Malín Brand Höf: Malín Brand
25/10/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Vörubílstjórar eru auðvitað á ferðinni á undarlegustu tímum og það er einmitt þá sem undarlegir hlutir eiga sér stað. Sögur bandarískra vörubílstjóra eru fjölmargar og hér er ein góð – um það sem ekki er á ferli í dagsbirtu!

Það er mjög svo áhugaverður þráður á Reddit, tveggja ára gamall, þar sem vörubílstjórar greina frá því furðulegasta sem þeir hafa upplifað á ferðum sínum um hina ýmsu vegi og vegleysur Bandaríkja Norður-Ameríku.

Hér er ein virkilega hrollvekjandi og ætti hún við réttar aðstæður að fá hárin á einhverjum til að rísa en hér er best að hafa þetta bara nokkuð beint eftir þeim sem segir söguna. Sá hefur notandanafnið DWL52 og ekki mikið á því að græða en ég hjálpa honum aðeins með íslenskuna og þá er þetta um það bil svona:

Vakinn um miðja nótt í vörubílnum

Ætli óhugnanlegasta sagan mín sé ekki frá því ég var á leiðinni á vörubílnum frá Tucson í Arizona til Salt Lake City í Utah. Það eru nokkur ár síðan og þjóðvegurinn hafði farið í sundur í miklum vatnavöxtum skömmu áður og stóðu viðgerðir yfir á stórum vegarkafla. Þess vegna þurfti ég að taka stórfurðulegan krók og aka á inn á millli fjallanna í Utah.

Það vart orðið áliðið og mig fór fór að syfja þannig að ég stoppaði bílinn úti í kanti og fleygði mér í koju.

Ljós vörubílsins voru eini birtugjafinn á svæðinu en þau slökkti bílstjórinn þegar hann lagði út í kanti. Ljósmyndir/Unsplash

Þetta var auðvitað einhvers staðar úti í „rassgati“ og næsta byggða ból í tæplega sjötíu kílómetra fjarlægð, þannig að þegar ég hafði slökkt öll ljós var niðamyrkur úti.

Eitthvað um klukkan fjögur um nóttina vaknaði ég við að eitthvað eða einhver var að fikta í bílnum mínum. Svona eins og verið væri að eiga við kaplana yfir í tengivagninn, nánast við höfuðið á mér nema hinum megin við þilið á bílnum utanverðum.

Svo fannst mér sem klifrað væri upp á tengivagninn og bíllinn hreinlega gekk til, hristist og skókst. Ég giskaði á að þetta, hvað sem það nú var, hlyti að vega eitthvað um 200 til 300 pund og datt mér helst í hug að þetta gæti verið fjallaljón eða bjarndýr.

Þegar þarna var komið sögu var ég glaðvaknaður og vildi bara komast að því hver fjandinn þetta var. Þannig að ég barði af öllu afli í vegg stýrishússins til að hræða kvikindið burtu. Þá heyrði ég einhvern, karlmann heyrðist mér, öskra einhvern óhroða og svo var líkt og hann og einhverjir fleiri hlunkuðust aftan af vörubílnum.

Því næst heyrði ég hóp manna, allt í kringum bílinn, öskra einhver lifandis ósköp. Ég fór fram í og kveikti öll ljósin á bílnum sem lýstu þá á hóp af varaliðsmönnum [Army Reserves] á heræfingu.

Í ljós kom að hermennirnir áttu að finna „yfirgefinn“ vörubíl og ganga tryggilega frá honum. Það var verkefni þessarar miðnæturæfingar. Nema að vörubíllinn sem þeir áttu að finna var um fimm kílómetrum frá mínum bíl.

Hermennirnir héldu auðvitað að þetta væri bíllinn en höfðu ekki hugmynd um að í bílnum ætti að að vera sofandi karl. Þeir héldu þess vegna að þetta  væri allt hluti af æfingunni.

Ég er fyrrum hermaður og mér tókst að útskýra að ég væri ekki hluti af heræfingunni heldur væri þetta bara hrein og klár tilviljun að ég skyldi einmitt hafa stoppað bílinn þarna.

Við hlógum dálítið að þessu og þeir höfðu samband við liðsforingjann. Sögðu honum að ég væri þarna og að næstu herdeildir mættu endilega láta mig í friði þegar þær færu um svæðið síðar þessa sömu nótt.

Þannig endar saga vörubílstjórans sem kallar sig DWL52. Einhvern veginn efast maður um að hann hafi getað lagt sig aftur þessa nóttina í bílnum en þetta hefur verið ærleg uppákoma!

Fleiri mannlegar bílasögur: 

Fann falin skilaboð í notuðum bíl

Albanski leigubílstjórinn og bíllinn ódrepandi

Gleymdi hvar hann lagði bílnum: Svo liðu 20 ár

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

[Birt fyrst í maí 2022]
Fyrri grein

Stórkostleg kennslustund í dráttarvélarakstri

Næsta grein

IAA bílasýningin aftur í München 2023

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

VW gæti hleypt af stokkunum rafbílum með lengri drægni í Evrópu, segja stjórnendur

Höf: Jóhannes Reykdal
29/04/2025
0

SHANGHAI — Volkswagen Group hyggst kynna tækni með lengri drægni fyrir evrópskan markað (sem nefnd er EREV) , sagði Martin...

Nýr Mercedes Vision V Concept forsýnir framtíð lúxus fjölnotabíla

Nýr Mercedes Vision V Concept forsýnir framtíð lúxus fjölnotabíla

Höf: Jóhannes Reykdal
28/04/2025
0

Mercedes Vision V Concept forsýnir úrval af ofurlúxus fólksflutningabílum sem líta út fyrir að vera tilbúnir í framleiðslu, en sá...

Næsta grein
IAA bílasýningin aftur í München 2023

IAA bílasýningin aftur í München 2023

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025
Bílaframleiðsla

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

02/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.