Föstudagur, 10. október, 2025 @ 3:48
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

V8 Land Rover Defender afhjúpaður á njósnamyndum

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
06/05/2020
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
283 2
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

V8 Land Rover Defender afhjúpaður á njósnamyndum

-Autocar sýnir myndir af frumgerð bílsins sem mun kosta meira en 100.000 pund, verður með 500 hestöfl 4×4 og settur til höfuðs Mercedes-AMG G63

Land Rover vinnur að V8 útgáfu af nýja Defender, breski bílavefurinn Autaocar sýnir okkur njósnamyndir af þessari frumgerð (sem við gátum ekki setið á okkur að sýna líka).

Sögusagnir um öfluga gerð af þessum jeppa með átta strokka vél hafa verið á kreiki um nokkurn tíma, en slík útgáfa bílsins er eftirsótt af áhugamönnum.

Verkfræðingar hafa áður gefið Autocar til kynna að V8 myndi passa undir vélarhlífina en ekki staðfest neitt umfram það.

Nú sýna myndir hins vegar ódulbúinn Defender sem ekur á vegum fyrir utan rannsókna- og þróunaraðstöðu Land Rover í Gaydon, Warwickshire, með ‘Prototype Vehicle’ límmiða sem er fyrir bíla í prófunum.

Þó að engar breytingar séu sýnilegar að framan, þá sýnir útblásturskerfi að aftan fjórfaldan útblástur – sem notað er af Jaguar Land Rover aðeins í V8-gerðum.

Heimildir nálægt fyrirtækinu hafa staðfest tilvist verkefnisins, en opinbert svar JLR er: „Við getum ekki tjáð okkur um sérstaka eiginleika þessara [tækniþróunar] verkefna.“

Fimm lítra V8 bensínvél

Autocar hefur aflað skráningargagna fyrir bílinn á myndinni sem sýnir að hann er með 4999cc bensínvél, sem bendir til þess að hann sé knúinn af ‘AJ’ 5,0 lítra forþjöppu V8 sem notuð er í Range Rover Sport SVR og Range Rover Velar SVAutioiography.

Samt sem áður mun framleiðslu á AJ, sem hefur verið lengi í framleiðslu, ljúka áður en þessu ári er lokið þar sem Bridgend Ford verksmiðjan sem sú gerð er framleidd í verður lokað.

Land Rover Defender V8 (teikning frá Autocar hér að ofan) mun fá stílbreytingar en ekki í sama mæli og SVR.

Fyrir komandi afkastamiklar gerðir, er JLR að nota 4,4 lítra V8 með tvöfaldri forþjöppu sem BMW framleiðir fyrir stærri M-bíla sína samkvæmt samningi milli fyrirtækjanna tveggja.

Sérlega sterkur grunnur Land Rover Defender V8 ætti ekki að vera í neinum vandræðum að bera 500 hestafla vélin.

Þetta bandalag hófst með það að markmiði að þróa rafmagnaðar drifrásir, en heimildarmenn hjá þýska framleiðandanum sögðu frá því á síðasta ári að það hafði verið framlengt til að láta JLR í té ýmsar hefðbundnar brunavélar.

Þrátt fyrir að JLR hafi enn ekki verið staðfest opinberlega af notkun 4,4 lítra V8, þá er það skilningur Autocar að þetta sé einungis formsatriði.

Eina vísbendingin um öfluga vélina í þessum V8 Defender er fjórfalt pústið að aftan.

Það er líklegt að 5,0 lítra vélin sé fyrst og fremst notuð til að prófa kraftmikil viðbrögð Defender með aukinni þyngd og afli.

Væntanlega aðeins í litlu magni

Hins vegar er það skilningur Autocar að V8 Defender sé hugsaður sem lítið magn sérstaks afbrigði frekar en bíll í fjöldaframleiðslu. Land Rover gæti vel verið að geyma Ford-smíðaða V8 til notkunar í Defender, vegna þess að losunarmarkmið eru miklu minna forgangsatriði fyrir sérhæfða framleiðslu.

Defender Works V8 2018 seldist upp þrátt fyrir að kosta 150.000 pund – eða sem svarar 27,4 milljónir króna.

Athyglisvert er að heimildir segja okkur að SVO-deild JLR (sérsmíðadeild fyrirtækisins) sé ekki beint í tengslum við Defender V8 verkefnið; í staðinn sé þetta „hliðarspor“ fyrir núverandi tæknihönnun Defender.

Það er því líklegt að vélin muni ekki bjóða upp á eins mikið afl og aðrir bílar frá SVO-deildinni, svo sem 567 hestafla Range Rover Sport SVR. Reyndar reiknar Autocar með því að það sé stillt að nálægt eða undir 500 hestafla markinu.

Líklegt að þessi gerð verði pöruð við átta þrepa sjálfskiptan gírkassa frá ZF, hann væri samt nógu öflugur til að vera góður keppinautur við Mercedes-AMG G63, sem fær 577 hestöfl frá 4,0 lítra V8 með tvískiptri forþjöppu en er nokkuð þyngri en Defender.

Verkfræðingar JLR hafa áður gefið í skyn við Autocar að G-Class væri notaður sem viðmið fyrir betri afbrigði Defender og þar sem Benz G63 er hátt hlutfall af sölu G-Class er ekki nema eðlilegt að breski framleiðandinn vilji fá sinn skerf af kökunni.

Hvort heldur sem er, þarf að endurskoða undirvagninn til að tryggja að V8 Defender sé fær um að meðhöndla slíkt afl. Loftfjöðrun gæti verið sett sem staðalbúnaður og myndi bjóða upp á úrval akstursstillinga.

Öflugur grunnur til að vinna með

Álstyrkt yfirbygging Defender, er sögð sú stífasta sem Land Rover hefur nokkru sinni framleitt, er öflugur grunnur fyrir tæknimennin til að vinna með.

Búast má við því að bíllinn með fjórfalt útblásturskerfið komist á framleiðslustig, ásamt venjulegum stærri felgum, lægri aksturshæð og viðbótum sem nauðsynlegar eru til að standa undir V8-merkinu.

Og það verður að vera merkt til að standa fyrir sínu: með verð sem nú er þegar yfir 75.000 pund fyrir toppgerð sérstaks sex strokka Defender með benínvél (um 13,8 milljónir ISK), þá eru allar líkur á því að V8 Defender muni kosta vel umfram 100.000 pund (18,4 milljónir ISK)

Ein ráðgáta er enn til staðar: hvort Land Rover mun bjóða upp á V8 í styttri bílnum  Defender 90 auk 110 gerðarinnar sem sést hefur í prófunum.

Autocar segir að að viðskiptavinir á þessum markaðir búist við fimm hurðum, en þetta er takmarkað og sérstakt verkefni, svo einstök þriggja dyra útgáfa á V8 jeppa er möguleg.

Kemur væntanlega ekki á markað fyrr en seint á árinu 2021

Ekki búast við því að sjá þessa V8-gerð fyrr en seint á árinu 2021, því Land Rover mun forgangsraða hybrid-gerðum sem draga úr losun flotans á útblæstri og koma nýjum framleiðslubílum á götuna.

(byggt á vef Autocar)

Fyrri grein

Volvo finnur loksins raddstýringarkerfi sem skilur sænsku

Næsta grein

Flottustu bílarnir og fallegt fólk

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
2021 Hyundai i20 N „súpermini“ formlega forsýndur

2021 Hyundai i20 N „súpermini“ formlega forsýndur

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.