Undraefnið Ceramizer
Mörg undraefni hafa verið kynnt til leiks á undanförnum áratugum bílum til heilla, en ekki hafa þau öll staðist væntingar eigenda þeirra.
Eitt þessara efna hefur þó sýnt og sannað einstaka hæfileika sína til að verja slitfleti véla, gírkassa og drifa, en það er Ceramizer, sem upphaflega var hannað til að bæta vélarganginn í grófum flugvélahreyflum austurblokkarinnar á kaldastríðsárunum.

Efnið, sem sett er í smurkerfi bíla, notar einstaka nano-tækni til að laga, endurnýja og verja alla slitfleti úr málmi.
Efnið loðir við málmfleti vélarinnar og mun ekki hverfa við næstu smurolíuskipti. Verði menn fyrir þeirri bagalegu reynslu að tapa smurolíunni af bílnum bjargar Ceramizer því að illa fari.
Efnið dreifist nefnilega á ótrúlegan hátt þar sem mest er þörf fyrir það innan vélarinnar.

Hér er um einstaka tækni að ræða sem endurbætir vélina, gírkassann, vökvastýrið og aðra slitfleti þar sem málmar nuddast saman.
Bíladoktorinn Rúnar Sigurjónsson hafði ákveðnar efasemdir um þetta efni, en líkt og mörgum öðrum fannst honum með ólíkindum að efni úr svo lítilli plasttúpu gæti unnið slíkt kraftaverk.
Eitt sinn þegar farga þurfti mikið ryðguðum bíl tók Rúnar á það ráð að setja Ceramizer á vél hans og eftir að efnið hafði náð að aðlagast smurolíunni samkvæmt leiðbeiningum var smurtappinn tekinn úr og vélin látin ganga áfram.
Þessi vél náði að ganga í meira en fimm klukkustundir smurolíulaus áður en hún bræddi úr sér, en fullyrða má að svo langur tími hefði aldrei náðst án þessa undraefnis, sem reyndar er framleitt fyrir meira en gangverkið í bílnum.
Myndskeið um þessa tilraun má sjá hér:
Sérstakt Ceramizer-efni er nefnilega til fyrir beinskipta gírkassa, mismunadrif, gíra og keðjur, að ógleymdum vökvastýrisvélum og glussakerfum. Megin kostir efnisins er að það lagar slitna fleti og fyllir upp í skemmdir, en af þeim sökum ber helst að nota það á bíla sem búið er að keyra 20.000 km eða meira.
Á hinn bóginn endist efnið yfir 70.000 km í smurkerfi vélarinnar og rúmlega 100.000 km í vökvastýrisvélum, gírkössum og drifum.
Það þarf ekki að velta vöngum yfir því að efni með slíka eiginleika hefur einnig áhrif á kaldræsingu véla, sem verður mun auðveldari þar sem mótstaða sem myndast þegar olíuþurr vél er ræst er ekki lengur til staðar.

Nánar má lesa um þetta einstaka efni á www.ceramizer.com




