Tvíkúpla, hvað er það og hvernig er það gert

147
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Tvíkúpla, hvað er það og hvernig er það gert

Við fáum stundum spurningar frá lesendum og þar á meðal þessa eftirfarandi:

„Hafið þið eitthvað skrifað um hvernig átti að tvíkúpla þegar skipt var niður í ósamhæfðum gírkössum?“

Það að „tvíkúpla“ er að skipta úr gír með fótstig kúplingar að fullu stigið niður, sleppa fótstigi kúplingar augnablik til að láta snúningshraða vélarinnar og gírkassans samsvara í hraða í næsta gír, upp eða niður.

Því næst var fótstig kúplingar stigið niður og skipt í þann gír sem þú vilt án þess að tennurnar í gírkassanaum séu að lát í sér heyra, og að lokum er kúplingunni sleppt.

Það er svolítið flókið að ná góðum tökum, en það virkar. Að lokum þarftu aðeins kúplingu þegar þú ert stopp.

Svo lengi sem ökutækið er á hreyfingu þurftu margir ökumenn ekki kúplinguna. Með því að nota bensíngjöfina gátu þeir „gírað upp eða niður“ án þess að nota kúplingu eða láta heyrast í tannhjólunum í gírkassanum!

Sá sem þetta skrifar lærði að keyra á gömlum bílum og einkum vörubílum sem voru ekki með samhæfða gíra eða samhæfðan fyrsta gír, Chevrolet vörubíl árgerð 1942 og Ford 1947.

Chevrinn var ekki með samhæfðan fyrsta gír og það þurfti aðeins að vanda sig við að tvíkúpla niður í fyrsta gírinn.

Fordinn var aflmeiri og þar voru allir gírar ósamhæfðir, og því meiri vandi.

Sama átti við um nokkra traktora sem voru í „reynslubankanum“ áður en ég tók bílprófið, það var góð æfing að heyra þá og skipta um gíra.

Munurinn á ósamhæfðum og samhæfðum gírkassa

Flest nútíma ökutæki í þéttbýli með beinskiptingu eru með „samhæfða“ . Þessi gerð heldur tannhjólum í gírkassanum á samhæfðum hraða og snúningi, eða hægt er að læsa þeim við öxulinn í gírkassanum.

Sérstök „samhæfingartannhjól“ á milli gíra sjá til ess að tryggja að snúningur tannhjólanna passi hvor við annan.

Með öðrum orðum, þegar þú skiptir um gír, ertu að læsa mismunandi gírum við inntaks- eða úttaksskaft gírkassans, sem gerir þér kleift að auka hraða ökutækis þíns eða minnka hann.

Samhæfður gírkassi beinskiptingarinnar er það sem hjálpar þér að læsa gírunum mjúklega á sinn stað.

Aðal galdurinn á bak við samhæfðan gírkassa er að þar eru tannhjólin í gírkassanum skátennt þannig að þau eiga auðveldara að renna saman, í ósamhæfða gírkassanum voru tannhjólin bein, þannig að þess vegna var mikilvægara að þau snérust á sama hraða þegar verið var að renna þeim saman.

Þetta var ótrúleg þróun í beinskiptum gírkössum á sínum tíma vegna þess að samhæfingartæknin gerði út um þörfina fyrir ökumenn til að framkvæma tvíkúplingu – sleppa og tengja kúplinguna tvisvar þegar skipt er um gír.

Beinskiptur ósamhæfður gírkassi er eldri hönnun (hugsanlega elsta hönnun beinskiptingar) sem krafðist mikillar fyrirhafnar og kunnáttu ökumanns.

Hann innihélt gírkassa með ósamhæfðum tannhjólum ökumaðurinn þyrfti að tímasetja vel hvenær ætti að skipta um gír til að tryggja að gírarnir snúist á sama hraða, sem var ekki auðvelt.

Svipaðar greinar