Tréð í bílskúrnum við Sólvallagötu

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Hér segir frá stýrimanni nokkrum sem átti engan bílskúr en hann átti tré. Hann bráðvantaði bílskúr en vildi ekki fórna trénu sem tók töluvert pláss á lítilli lóðinni. Stýrimaðurinn fann lausn á þessu.

Frá þessu sagði í Vísi þann 25. júní árið 1977:

„Sumir eiga garða og sumir eiga bílskúra, en því miður er það yfirleitt svo að við bílskúrana minnka garðarnir. Hugvitssamir menn hafa reynt að ráða bót á þessu, meðal annars með því að torfleggja bílskúrsþök og skreyta skúrana á ýmsan hátt til þess að gera þá að meira augnayndi.

Ekki vitum við þó til þess að neinn sé í þessu efni jafn róttækur og Halldór Halldórsson stýrimaður að Sólvallagötu 9.

Halldór átti engan bílskúr, en hann átti hins vegar tré. Það var sýnt að ekki kæmist hvorttveggja fyrir í garðinum, bílskúrinn og tréð. Halldór vildi ekki missa tréð, en vantaði hins vegar bílskúrinn sárlega. Hann greip því til þess ráðs að byggja bílskúrinn utan um tréð. Tréð stendur í öðrum enda bílskúrsins og er ekki fyrir neinum en teygir sig upp í gegnum bílskúrsþakið þar sem það er fyrir allra augum og yndi hið mesta. Halldór fékk sér bílskúr og hélt sínu tré, sem nú blómstrar ágætlega í þakklætisskyni.“

?

„Hér sést hvernig tréð í bílskúrnum teygir sig upp úr þakinu og bæði tréð og eigandinn séu hæstánægð með þessa nýju tilhögun,“ segir í myndatexta við fréttina í Vísi sumarið 1977.
„Tréð er með þeim hraustlegustu í garðinum, enda þótt það vaxi úr dálítið óvenjulegum jarðvegi. Hjá trénu stendur Halldór Halldórsson stýrimaður sem byggði bílskúrinn og klappar því kumpánlega á öxlina.“

Af öðrum trjám: 

Fastur uppi í tré í 37 ár

Tréð gjörsamlega kramdi þennan Hyundai

Loeb á hálum ís, Solberg í trjánum og Neuville á tánum

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar