Volkswagen gefur innsýn í Transporter T7 Multivan sem kemur í júní
Volkswagen hefur gefið okkur sitt besta útlit til þessa á væntanlegum T7 Multivan. Það kemur í formi hönnunarlýsingar á undan frumsýningu væntanlegri sendibifreið í júní. Nýi bíllinn uppfærir sniðugt kassalaga formið sem hefur verið langvarandi en tekur einnig inn nokkrar tilvísanir úr fortíðinni.
Þessar myndir, eins og myndin frá Volkswagen hér að ofan, eru fyrsta vísun á opinbert útlit á næstu kynslóð Volkswagen Transporter.
Væntanleg T7 útgáfa af þýska sendibílnum mun verða frumsýnd síðar á þessu ári og bjóða upp á nýja samkeppni við bíla eins og eins og Ford Transit og Mercedes Sprinter.

Þessar fyrstu myndir gefur lítið upp um útlitið á nýja Transporter, en það mun líklega vera þróun hönnunar fráfarandi gerðar, þó með nokkrum atriðum sem sótt eru til núverandi fólksbifreiði vörumerkisins.

Frá því að fjórðu kynslóð T4, hefur VW Multivan verið með hallandi nef, en komandi T7 er með enn meira hallandi framenda en nokkru sinni fyrr.
Hann er það mikið hallandi í raun og veru að litlum þríhyrndum glugga hefur verið bætt við milli A-bitans og hliðargluggans. Það er vísbending sem minnir á litla „loftgluggann“ á T1 til T3 sendibílunum, en í þessu tilfelli mun ekki vera hægt að opna hann út eins og hægt var á þeim.
Útlitið veitir sendibílnum sportlegra yfirbragð en áður (ef hægt er að kalla sendibíl sportlegan), sem meðal annars sést á afturbrún þaksins sem gefur vísbendingu um vindskeið að aftan.
Með þessu mun bíllinn verða með svipaðan framenda og nýjasti Golf og deila sömu LED framljósum, sumt af útlínunum og svipuðu grilli.

Volkswagen segir einnig að sjöunda kynslóð Transporter muni bæta alla þætti í hönnun forvera síns og fullyrðir að T7 verði: „sjálfbærari, þægilegri, öruggari, greindari, betur tengdur og með meiri gæði en nokkru sinni fyrr“.

Tvílita brún-yfir-rauða málningu er vísun í upprunalegu „Microbus“ eða „Rúgbrauðið“, sérstaklega í litakombóinu sem þá var kallað L73 Chestnut Brown yfir L53 Sealing Wax Red. Sú samsetning var í boði frá 1950 til 58 og er enn ein þekktust.

Volkswagen hefur einnig staðfest að næsti Multivan verði byggður á MQB grunni fyrirtækisins. Grunnurinn er notaður á ýmsa bíla, allt frá Audi A3 til sjöundu kynslóðar Golf til VW Atlas crossover. Modular arkitektúr gerir VW kleift að breikka og lengja bílinn, sem gerir Multivan kleift að vera með sjö sæti og auka rúmmálið inni í bílnum.
Formleg frumsýning verður í júní en við höfum nú samt nokkuð góða hugmynd um hvernig endanleg hönnun mun líta út.
(byggt á ýmsum bílavefsíðum)
Umræður um þessa grein