Föstudagur, 10. október, 2025 @ 15:04
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Toyota Supra safn bófa boðið upp

Malín Brand Höf: Malín Brand
10/06/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
285 3
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Sportbílasafn höfuðpaurs í stórum fíkniefnahring var gert upptækt árið 2020 eftir að bófinn var handtekinn. Hafði ódámurinn notað ágóða fíkniefnasölunnar til kaupa á 37 sportbílum. 29 þeirra voru boðnir upp fyrir skemmstu; þar af 13 sérútgáfur af Toyota Supra.

Ljósmyndir/paineauctioneers.com

Bílaáhugamenn geta víst líka verið durtar og það er nú bara eins og það er. Það sem er sérstakt við mál þessa tiltekna þorpara er að hann féll frá skömmu eftir að upp komst um allt heila klabbið (fíkniefnasölu og fleira misjafnt).

Nú, tæpum tveimur árum síðar, hefur stærstur hluti bílasafnsins loks verið seldur á uppboði eftir miklar lagaflækjur og almenn leiðindi.  

Illa fengið fé en fallegir bílar

Það er hlýtur að vera erfitt að leiða hjá sér þá staðreynd að bílarnir voru jú keyptir fyrir illa fengið fé, ólöglegan gróða eða hvaða nöfnum sem við nefnum það. En sem betur fer var ekki haldin bílabrenna heldur fengu safnarar tækifæri til að bjóða í þessi fágætu ökutæki.

Cory Taylor hét glæpamaðurinn. Hann var 41 árs þegar hann var gómaður og átti hann svo gott sem einn sportbíl fyrir hvert ár sem hann hafði verið til. Bílana geymdi hann í gamalli slökkvistöð sem Taylor hafði breytt í svakalegt glæsihýsi. Að utan var það ekkert spes en annað blasti við þegar inn var komið.

Þegar lögregla fann slotið eftir af hafa leitað í heila viku, kom í ljós að þar var allt fullt af dollurum, bílum og dópi. Jú og einn einmana köttur hafðist þar við.

Hvernig Cory Taylor dó og hvað hann gerði eða gerði ekki verður ekki rakið en um það má lesa t.d. hér.

The Fast and the Furious kynslóðin

Toyota Supra virðist hafa verið í uppáhaldi en Taylor átti þrettán stykki af fjórðu kynslóð þeirrar gerðar. Kynslóðin sem margir tengja við The Fast and the Furious kvikmyndirnar. Uppboðshaldarinn Stanley Paine bauð bílana upp þann 4. júní og samtals fengust 240 milljónir króna fyrir „Suprurnar“ 13.

Hæsta boðið var í 1998 árgerðina (ek. 37.000 km) en seldist hún á 35 milljónir króna. Bílasafnari frá Kaliforníu gerði þennan ljómandi góða díl og á núna þennan líka fína sportara.

Þessi seldist á 35 milljónir króna.

Næsthæsta boðið var í 1993 árgerðina (ek. 13.000 km) eða rúmar 30 milljónir króna.

30 milljóna kaggi.

Þessar ágætu Toyotur eru lítið eknar og það þykir alltaf gott þegar Toyotur í fornbílaflokki eru boðnar upp í Bandaríkjunum. Þar er hreinlega slegist um svona bíla eins og fjallað var um hér á Bílabloggi fyrir stuttu (hlekkur neðst).

Þó svo að Toyota Supra hafi verið aðalatriðið í þessari stuttu umfjöllun þá má nefna nokkra bíla til viðbótar úr safni Taylors sem boðnir voru upp á sama tíma:

Tveir Nissan 350z, tvær Honda S2000, tveir MMC Lancer Evolution, Acura Integra, BMW M4, og sjö BMW M3.

Og ekki má gleyma John gamla Deere traktornum sem af einhverjum ástæðum var á meðal sportbílanna.

Hér má sjá lista yfir bílana 29.

Af Toyotum í Vesturheimi og víðar:

Slegist um gamlar Toyotur vestanhafs

Gleymdu Toyoturnar: Óhreyfðar síðan 1974

Toyota-kirkjugarðurinn á hafsbotni

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Aðdáendur Mustang ekki kaupendur Mach-E

Næsta grein

Ruglandi og skondin umferðarskilti

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Ruglandi og skondin umferðarskilti

Ruglandi og skondin umferðarskilti

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.