Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 8:30
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Toyota-kirkjugarðurinn á hafsbotni

Malín Brand Höf: Malín Brand
16/10/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 4 mín.
277 9
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Annan desember árið 1977 var flutningaskipið Blue Belt á leiðinni frá Jeddah í Sádi-Arabíu til hafnarborgarinnar frægu Port Sudan, þegar það sigldi á sker í Rauðahafi, um 45 sjómílur norðan við áfangastaðinn. Farmurinn hvílir enn á hafsbotni: 181 Toyota, varahlutir, traktorar og vörubílar.

Skjáskot/YouTube

Sögusagnir voru einhverjar þess efnis að áhöfnin hafi verið að flytja eitthvað annað í leiðinni; eitthvað ólöglegt frá Sádi-Arabíu, og því hafi verið brugðið á það ráð (óráð) að fara aðra leið en þá sem almennt var farin. Hvað svo sem bjó að baki, vék skipið af leið og enginn virðist vita hvað vakti fyrir stjórnendum skipsins.

Hin vota gröf bílanna. Skjáskot/YouTube

Skipið fór af stað

Á umræddu rifi eða skeri, hvíldi 103 metra langt skipsflakið, á um 40 til 90 metra dýpi allt til ársins 2013 þegar það sullaðist fram af rifinu sumardag nokkurn. Sökk það 60 metra til viðbótar. Síðan hefur ekki verið hægt að skoða það, alla vega fæst ekki leyfi til að kafa niður að skipsflakinu en bílakirkjugarðurinn er enn á sama stað, 60 metrum fyrir ofan, en hann er víst mikið breyttur og kraminn eftir að skipið fór „af stað“.

Nokkrir kafarar hafa farið í bílaleik þarna niðri. Skjáskot/YouTube

Ástæður þess að flakið sökk enn dýpra, eftir rúm 35 ár á sama stað, má að mati sumra rekja til breytinga á hafstraumum.

Það er kannski ekki alveg rétt að segja að bílarnir séu á hafsbotni, því þeir eru jú á þessu blessaða skeri. En hvenær er botninum náð? Ekki er einu sinni víst að skipsflakið sjálft hafi endanlega náð botninum svo við skulum ekki láta orðalagið trufla okkur. En óbreytt fengist greinin ekki birt í ritrýndu tímariti á borð við Science eða Nature. Svo mikið er víst!

Hvernig sem á það er litið eru bílarnir og magnað lífríkið á rifinu (sem er um tíu kílómetra langt) það sem hefur heillað margan kafarann síðustu áratugina. Þessar furðulegu andstæður: Kóralmyndanir og litskrúðugir fiskar og þörungaþakin fyrrum ökutæki. Sannarlega áhugavert að sjá, getur maður ímyndað sér!

Kóralskreytt Corona-mælaborð

Það tekur hafið ekki sérlega langan tíma að kjamsa á járninu og er það allt löngu horfið. Plast, hins vegar, eins og allir ættu að vita, fer hvergi. Það sem eftir er af Toyota Corona og Hilux þarna á rifinu eru mælaborð, kóralskreytt að sjálfsögðu, grill, stýrishlutar, dekk og sæti.

Hér má sjá þetta í prýðilegu myndbandi sem tekið var áður en skipsflakið pompaði enn neðar:

Annað álíka „óhugnanlegt“: 

Bíllinn sem sökk með Titanic

Gleymdu Toyoturnar: Óhreyfðar síðan 1974

Skipið sokkið með hátt í 4000 bíla um borð

Afleit hugmynd að grafa bílinn og geyma í hálfa öld

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

[Birtist fyrst í janúar 2022]
Fyrri grein

Ökukennsla: Þegar allt klikkar!

Næsta grein

Þá var skrýtið ökutæki tekið úr umferð

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Þá var skrýtið ökutæki tekið úr umferð

Þá var skrýtið ökutæki tekið úr umferð

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.