Fimmtudagur, 15. maí, 2025 @ 10:30
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Toyota ekki vissir um að rafmagnið sé framtíðarkostur

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
30/01/2023
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Koji Sato, verðandi forstjóri Toyota, verður að fara yfir í hreina orku

Undir stjórn Akio Toyoda hefur bílaframleiðandinn fylgt hægfara nálgun á rafbílum

TOKYO – Reuters – Koji Sato, sem á fimmtudaginn var útnefndur framtíðarforstjóri japanska bílaframleiðandans Toyota Motor Corp, er verkfræðingur með bakgrunn í dísilvélum sem mun fá það verkefni að stjórna umskiptum fyrirtækisins yfir í hreina orku.

Sato, sem er forstjóri lúxusvörumerkis Toyota – Lexus, mun taka við af Akio Toyoda sem forstjóri Toyota 1. apríl.

Undir stjórn Akio Toyoda hefur bílaframleiðandinn fylgt hægfara nálgun rafknúinna farartækja og haldið því fram að tvinntæknin sem hann var brautryðjandi í með Prius verði áfram mikilvæg ásamt fjárfestingum í vetni.

Sato lærði um díselvélar í háskóla og gekk til liðs við Toyota í von um að „leggja sitt af mörkum til samfélagsins með því að skapa framtíð dísilvéla,“ að því er fram kemur í viðtali á vefsíðu Gazoo, bílasportvörumerkis Toyota.

Þrátt fyrir að þessi 53 ára gamli verkfræðingur hafi haft umsjón með framleiðslu fyrstu rafknúnu gerðar Lexus, hefur hann einnig talað um að halda öðrum möguleikum opnum varðandi orkugjafa.

Hann talaði um möguleika vetnis á síðasta ári í Taílandi, þar sem Toyoda reynsluók sjálfur vetnisknúnum Toyota kappakstursbíl á braut.

Sato, til vinstri ásamt Akio Toyoda fráfarandi forstjóra Toyota í ökuferðinni í Taílandi.

„Vetni mun náttla ekki koma í stað rafknúinna farartækja strax, en það er gott fyrir fólk að vita að það eru aðrir kostir í boði þegar fjölgun rafbíla er í hámarki,“ sagði Sato þegar rætt er um vetnisknúin farartæki.

Sato hóf feril sinn hjá Toyota árið 1992, áður en hann varð yfirverkfræðingur Lexus International árið 2016.

“Iðnaðurinn sjálfur stendur frammi fyrir meiriháttar breytingum einu sinni á öld, og það er margt óljóst núna varðandi rafmagnið til dæmis,” sagði John Shook, fyrrverandi Toyotastjóri sem nú snýr sér að ráðgjöf tengdri stjórnunarstíl Toyota en hann var einmitt frumkvöðull þeirrar stefnu.

„Ég get ímyndað mér að Akio hafi talið að nú sé kominn tími til að breyta til svo eftirmaður hans geti stýrt skipinu í gegnum óvissuna sem fram undan er.”

Sato hefur gegnt stöðu forseta Lexus International og Gazoo Racing Company síðan 2020.

Koji Sato (til vinstri), sem var útnefndur sem nýr forstjóri Toyota, og Akio Toyoda, sem verður stjórnarformaður Toyota, mæta á Tokyo Auto Salon 2023 á Makuhari Messe í Chiba fyrr í þessum mánuði. | Mynd  REUTERS.

„Bílafyrirtæki lifa og deyja með framleiðsluþróun sinni. Við stöndum frammi fyrir því að bílar Toyota eru að breytast”.

Að byggja upp vörumerki í þessum nýja heimi, þessi nýja tegund drifs (…) er lykilatriði,” bætti hann við.

Í frítíma sínum nýtur Sato þess að heimsækja musteri í Kyoto og stundar japanskar teathafnir, samkvæmt upplýsingum frá Gazoo vefsíðunni. Hann ekur Toyota Supra sem tengdafaðir hans átti áður.

Ein helsta ástæða þess að Sato var kjörinn arftaki, var ást hans á að búa til bíla, sagði Toyoda í opinberu tilkynningunni sem var send út á netinu.

Þessi ástríðu var augljós í stuttu myndbandi sem var birt árið 2021, þar sem Sato situr við hlið Toyoda þegar þeir prufukeyra Lexus. Þegar Toyoda gefur inn, sést Sato með breitt glott og hlær af og til. Greinilega ánægður með yfirmann sinn.

Vídeó frá prufuakstri Toyoda og Sato á Lexus

Fyrri grein

Smart #3 sést á mynd

Næsta grein

Næsti Audi A8?

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Höf: Pétur R. Pétursson
14/05/2025
0

Isuzu Motor Group hefur hafið fjöldaframleiðslu á rafdrifnum D-MAX með fjórhjóladrifi fyrir Evrópumarkað í verksmiðju sinni í Samron í Tælandi....

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Næsta grein
Næsti Audi A8?

Næsti Audi A8?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.