Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 17:07
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Til höfuðs Rolls-Royce

Haraldur orn Arnarson Höf: Haraldur orn Arnarson
22/03/2021
Flokkar: Fornbílar
Lestími: 4 mín.
271 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Til höfuðs Rolls-Royce

Um miðjan sjötta áratuginn hafði breski lúxusbílaframleiðandinn Rolls-Royce sérstöðu á bílamarkaði heims með sína vönduðu handsmíðuðu bíla sem nutu hylli meðal auðmanna heimsins. Horfði fyrirtækið sérstaklega til Bandaríkjanna, þar sem ríkum einstaklingum hafði fjölgað umtalsvert á velmegunarárum eftirstríðsáranna.

Sumum þeirra dugði ekki að sýna auð sinn með kaupum á innlendri framleiðslu eins og Cadillac, Lincoln eða Packard, heldur sóttu sér stöðutákn yfir Atlantshafið. Þetta gramdist forsvarsmönnum bílarisanna í Detroit sem ákváðu að nú þyrfti að bregðast við. Ford-fyrirtækið ákvað að stofna nýja deild undir stjórn William Clay Ford sem keppa átti við dýrustu bílana á markaðnum.

Hannaður var bíll með hreinar línur, löngu húddi og stuttu skotti með útstæðu varadekki, hinu forna aðalsmerki Continental.

Í framhaldinu var reist sérstök verksmiðja þar sem bílarnir voru settir saman í höndunum og allar vélar prófaðar ýtarlega meðan á smíðinni stóð. Hver bíll var sprautaður með mörgum lögum af lakki og var hver umferð handpússuð áður en sú næsta var sett yfir.

Continental Mark II árgerð 1956 var flaggskip Ford-fyrirtækisins, ætlað að svara kalli auðugra Bandaríkjamanna eftir vönduðum lúxusbílum.

Fleiri en 40 eftirlitsmenn í hvítum sloppum fylgdust með að allt færi rétt fram. Notast var við dýrustu hráefni við smíðina, m.a. handunnið skoskt leður fyrir innréttinguna og að lokum voru allir bílarnir prófaðir sérstaklega áður en þeir voru sendir áfram til umboðsmanna. Continental Mark II-bílarnir voru eins tæknivæddir og tíminn bauð uppá og má þar nefna sjálfskiptingu, vökvastýri og aflbremsur auk rafmagns í sætum og rúðum.

Rúsínan í pylsuendanum var síðan silfurskjöldur með áletruðu nafni kaupandans. Undir húddinu var stærsta vélin frá Lincoln, hin 368 kúbika (6 lítra) V8-vél sem afkastaði 285 hestöflum.

Fjaðrabúnaðurinn samanstóð af stillanlegum dempurum sem tengdir voru sjálfstæðri gormafjöðrun að framan og blaðfjöðrum að aftan. Verðmiðinn var í fullu samræmi við gæðin, því nýr Continental kostaði heila 9700 dollara, á sama tíma og nýr Ford Crown Victoria kostaði 2400. Mönnum varð því fljótlega ljóst að Continental Mark II yrði seint metsölubíll, enda var það aldrei ætlunin.

Þessum bíl var fyrst og fremst ætlað að sanna að Ford gæti staðið jafnfætis vönduðustu bílaframleiðendum heims varðandi gæði og lúxus. Framleiðsla ársins 1956 náði 2556 eintökum og síðan var 444 bætt við árið 1957, þannig að samtals tókst að framleiða 3000 bíla.

Tímaritið Popular Mechanics prófaði Continental Mark II og komst að þeirri niðurstöðu að hann stæði fullkomlega undir nafni sem lúxusbíll í hæsta gæðaflokki og væri afar þægilegur fyrir ökumann og farþega. Krafturinn væri yfirdrifinn og aksturánægjan eftir því.

Cadillac Eldorado Brougham árgerð 1957 var svar GM við Continental-bílnum frá Ford, ekki síður en erlendum eðalvögnum á borð við Rolls-Royce.

General Motors vildi ekki ganga eins og langt og Ford með stofnun sérstakrar deildar, heldur lét hönnuðum sínum eftir að hanna dýran Cadillac sem hefði algera sérstöðu.

Niðurstaðan birtist í árslok 1956 í formi 4ra dyra Eldorado Brougham, en helsta útlitslega sérstaða hans var þak með burstuðu ryðfríu stáli og póstalausar afturdyr sem opnuðust öfugt.

Hafi Continental-bíllinn þótt dýr, þá var Broughaminn ennþá dýrari, því hann kostaði rúmlega 13.000 dali á meðan venjulegur Cadillac kostaði innan við 5000. Þrátt fyrir hátt verð er giskað á að General Motors hafi tapað nærri 10.000 dölum á hverju seldu eintaki, slíkur var íburðurinn.

Meðal þess sem telja má einstakt í þessum bíl (en telst sjálfsagður búnaður í mörgum nútímabílum) er stöðuleikastýrð loftpúðafjöðrun, dyr sem læsast sjálfkrafa þegar bílnum er ekið af stað, loftkæling, rafknúin sæti með minni og skottlok sem hægt er að opna innan úr bílnum.

Það var ekkert til sparað við framleiðsluna á Cadillac Eldorado Brougham, hvorki að utan né innan, enda kostuðu herlegheitin sitt.

Annað einstakt var hanskahólf með innbyggðum koníaksstaupum sem fest var með segli og snyrtivörusett fyrir frúna. Undir húddinu var stærsta Cadillac-vélin, 365 kúbika (6 lítra) V8 með tveimur 4ra hólfa blöndungum sem afkastaði heilum 325 hestöflum.

Af þessum 2,4 tonna bíl voru einungis smíðuð 704 eintök á árunum 1957 og 1958, sem gerir hann að verðmætum safngrip í dag.

Hanskahólf með innbyggðum koníaksstaupum sem fest er með segli hefur eflaust þótt smart, en setja má ákveðið spurningamerki varðandi notagildið, því akstur og áfengi eiga litla samleið.
Fyrri grein

Allir framtíðarbílar BMW munu vera byggðir á „New Class“-grunni

Næsta grein

Skoda skoðar minni rafbíl

Haraldur orn Arnarson

Haraldur orn Arnarson

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
Skoda skoðar minni rafbíl

Skoda skoðar minni rafbíl

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.