Mánudagur, 18. ágúst, 2025 @ 15:27
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þurfum við alla þessa glasahaldara?

Malín Brand Höf: Malín Brand
26/10/2022
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 5 mín.
270 15
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Í Toyota Tacoma er gert ráð fyrir fimm manns. Bílstjóra og í mesta lagi fjórum farþegum. Það skýrir þó ekki af hverju í honum eru allt að 13 glasahaldarar! Eru bílahönnuðir í glasi eða hvað?

Hvað segirðu? Bara 13? Það er nú ekki neitt! Í sumum eru alveg 19 glasahaldarar. Eru þeir ómissandi? Ég get alveg fallist á að það er snjallt að hafa glasahaldara í bílum. Jafnvel einn á hvern þann sem í bílnum rúmast. En þegar þeir eru orðnir þrír á hvern einn og einasta þá skil ég ekki neitt í neinu.

Lítum aðeins á málið frá sjónarmiði ættuðu úr heimi þorstans; Vesturheimi.

Þar ver meðalmaðurinn sífellt meiri tíma í bílnum. Ekki af því að það séu leiðindi heimafyrir, þó það geti auðvitað spilað inn í, heldur vegna aukinnar umferðar. Árið 2016 sýndu niðurstöður rannsóknar að ökumenn í Bandaríkjunum verja að meðaltali 17.600 mínútum á ári í umferðinni. Þetta eru rúmlega 290 klukkustundir. Með öðrum orðum þá ver fólk hrikalega löngum tíma í bílnum á leið til og frá vinnu og oft er þetta í snarkandi hita. Þá er nú gott að hafi eitthvað að drekka í bílnum.

Ljósmynd/Unsplash

Já, ekki bara eina tegund heldur margar: Kaffi, te, vatn, gos, djús…

Hvernig byrjaði þetta?

Þegar „drive-in“ veitingasala eða „beint-í-bílinn“ varð óheyrilega vinsælt fyrirbæri í Bandaríkjunum um 1950 varð auðvitað bráðnauðsynlegt að hafa glasahaldara fyrir drykkjarföng. Annað hefði beinlínis verið kjánalegt.

Frá 1953 hefur glasahaldarinn verið talinn álíka nauðsynlegur í bílnum vestanhafs og speglar. Eða svona næstum því. Fyrst var þetta aukabúnaður en síðar staðalbúnaður. Geng ég ekki svo langt að segja öryggisbúnaður en í sumum tilvikum mætti halda það.

Árið 1983 kom glasahaldarinn sem staðalbúnaður í Plymouth Voyager minivan og síðan þá hefur þetta verið algjör nauðsyn í bílum að margra mati.

Nei, hættu nú alveg!

Subaru Ascent SUV leysti Subaru Tribeca af hólmi árið 2019. Hann kom með látum á markaðinn í Bandaríkjunum með 19 glasahaldara innanborðs. Þannig voru 2.5 glasahaldarar á mann.

Subaru Ascent 2019. 19 glasahaldara bíll sko! Mynd/Wikipedia

Hver og einn er hæfilega stór fyrir brúsa eða ílát sem rúmar það mikinn vökva að í heildina yrðu 28 lítrar af gutli í bílnum í mesta lagi. Þ.e. ef hver haldari væri með fullt ílát af stærstu gerð.

Einhver hjá The Atlantic reiknaði þetta út og niðurstaðan er sú að hver farþegi gæti haft í sínum glasahöldurum vökva sem næmi fjórföldu því vökvamagni sem mannsbelgurinn rúmar.

Hve mikið kemst í belg mannsins? Ljósmynd/Unsplash

Svo benti annar blaðamaður á að sennilega væri snjallast að nýta einhverja þessara baukabera (glasahaldara) undir tóm ílát því auðvitað kæmi að því að fólkið þyrfti að létta á sér. Þá kæmu tómu ílátin í góðar þarfir.

Því fleiri því betra

Í skýrslu sem kom út hjá PriceWaterhouseCooper árið 2007 var greint frá því að samkvæmt könnun sögðu svarendur það vega þyngst við kaup á bíl hversu margir glasahaldarar væru í bílnum. Því fleiri því betra.

Þetta breyttist reyndar aðeins því árið 2009 voru neytendur vestra farnir að leggja aukna áherslu á sparneytni bíla en þó var glasahaldarafjöldi ekki mjög langt á eftir í forgangsröðinni. Þyrsta þjóðin er söm við sig og sísúpandi.

Græna gumsið

Sjálf lærði ég að meta glasahaldara eftir óhapp. Ég hafði átt minn gamla BMW í nokkur ár þegar ég fyrst veitti því athygli að enginn væri glasahaldarinn í bílnum. Það kom nú ekki til af góðu.

Ég var í lögfræðinámi á þeim tíma og þóttist voðalega upptekin manneskja á hraðferð. Svo mikilli hraðferð að ég tók morgunmatinn með mér í bílinn á morgnana og nærðist á leið í háskólann. Bjó til eitthvert heilsuógeð sem var grænn „smoothie“. Einn daginn fannst lokið ekki en skítt með það. Þegar ég snarbremsaði fór grænt gumsið yfir allt og út um allt. Núna, tíu árum síðar ímynda ég mér enn að græna gumsið leynist einhvers staðar.

Þannig áttaði ég mig á að engir glasahaldarar væru í bílnum. Og að grænn litur er ljótur í innréttingu bíla.

En 19 glasahaldarar? Nei, það er fullmikið…

Þessu tengt:

Þegar Ford vildi stýrið burt

Sjálfvirku öryggisbeltin: Hvað klikkaði?

Þriðja bremsuljósið: Af hverju og hvenær?

Áttir þú bílasíma? Motorola, Storno eða Mobira?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

[Birtist fyrst í apríl 2022]
Fyrri grein

Myndir þú bjóða þessum manni far?

Næsta grein

VW verður eingöngu rafknúið vörumerki í Evrópu frá 2033

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
VW verður eingöngu rafknúið vörumerki í Evrópu frá 2033

VW verður eingöngu rafknúið vörumerki í Evrópu frá 2033

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.