Miðvikudagur, 21. maí, 2025 @ 9:42
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þökkum Todt svarað með fúkyrðaflaumi

Malín Brand Höf: Malín Brand
17/12/2021
Flokkar: Mótorsport
Lestími: 2 mín.
264 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Jean Todt, fráfarandi forseti Alþjóðaakstursíþróttasambandsins (FIA) fékk veglega gjöf á árlegu lokahófi og verðalunaafhendingu FIA í gærkvöldi. Gjöfin samanstóð af árituðum keppnishjálmum ökumanna í Formúlu 1. Hrærður mjög yfir þessari fallegu gjöf, þakkaði hann fyrir sig á Twitter. Það var kannski ekki svo góð hugmynd.

Hinn 75 ára gamli Frakki, Jean Todt, varð árið 2009, sjötti forseti FIA. Í dag, þann 17. desember, lætur hann af störfum innan sambandsins og var honum færð þessi gjöf sem virðingarvottur, en Todt hefur heldur betur unnið að því að auka öryggi í akstursíþróttum.

Umrædd færsla fráfarandi forseta FIA. Skjáskot: Twitter/JeanTodt

Í ljósi undangenginna atburða og flækjustigsins nú í lok keppnistímabilsins í Formúlu 1, er Todt kannski ekki sá vinsælasti þar sem margir unnendur Formúlunnar ráðast þessa dagana á allt sem tengist FIA með einhverjum hætti (nú er gott að vera ekki FIA-T).

Sorpið sem blessaður öldungurinn hefur fengið yfir sig á Twitter síðan hann birti myndina og þakkaði fyrir sig…

Já, sem fyrr segir þarf hann eflaust meira á hjálmum að halda en áður. Svo marineraðir af bræði eru margir að annað eins hefur ekki sést nema bara hjá fótboltabullum sem fygjast með enska boltanum og fara og mölva eitthvað ef þeirra lið tapar. Já, eða ef dómari dæmir „vitlaust“ í leik. Forði sér þá bara hver sem getur.

„Formúlan er dauð“ og fleira dramatískt

Þeir voru ófáir sem hömruðu á lyklaborðið sitt nístandi kaldar dómsdags„kveðjur“ til Todt; vel varðir innan steyptra veggja og í felum í myrkri eigin gremju og bræði.

Þessi fyrrum aðdáandi Formúlu 1 var einstaklega dramatískur og henti þessum bautasteini undir færslu Todt. Skjáskot: Twitter/STBoomish

Það er spurning hvort þetta sama fólk hefði þorað að mæta þessum góðlega gamla manni úti á götu til dæmis og beygja sig til að ná augnsambandi við hann (maðurinn á jú að heita 163 sentímetrar á hæð en fólk lækkar yfirleitt aðeins eftir því sem árin verða fleiri) og bauna þessu svartagallsrausi á hann. Bara smá pæling svona á föstudegi…

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Nissan smíðar minnisvarða á tímamótum

Næsta grein

Netbifreiðasalan selur eldri útgáfu af Jeep Compass PHEV sem nýja

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Höf: Jóhannes Reykdal
08/12/2024
0

Þýski bílstólaframleiðandinn fær fjárfestingu frá Proma Group, sem gerir framleiðslu kleift að hefjast að nýju Ítalski bílavarahlutaframleiðandinn Proma Group hefur...

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Höf: Pétur R. Pétursson
23/09/2024
0

Isabell Rustad hefur átt nánast fullkomið tímabil í Porsche Sprint Challenge Scandinavia. Um helgina á lokakeppninni á Mantorp Park fékk...

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Höf: Jóhannes Reykdal
27/05/2024
0

Ford hefur verið að undirbúa nýja Mustang GTD til að gera hann að fullkomnum bíl til að bera „hestanafnið“. Áætlað...

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Höf: Jóhannes Reykdal
06/01/2024
0

Audi tók Q8 e-tron og breytti honum í alrafmagnaðan torfærubíl. Audi Q8 e-tron Dakar- útgáfan er sérgerð fyrir ævintýramenn sem...

Næsta grein
Netbifreiðasalan selur eldri útgáfu af Jeep Compass PHEV sem nýja

Netbifreiðasalan selur eldri útgáfu af Jeep Compass PHEV sem nýja

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

BYD Sealion 7 – fágaður lúxus og kraftmikið tæknibúnt

19/05/2025
Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.