Laugardagur, 17. maí, 2025 @ 0:21
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þjóðhátíðardagur í Árbæjarsafni

Haraldur orn Arnarson Höf: Haraldur orn Arnarson
21/06/2020
Flokkar: Fornbílar
Lestími: 3 mín.
269 17
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þjóðhátíðardagur í Árbæjarsafni

Vegna farsóttarinnar var lítið um viðburði hjá bæjarfélögum höfuðborgarsvæðisins á 17. júní, en félagar Fornbílaklúbbs Íslands mættu hins vegar í Árbæjarsafnið. Fjölmargir fornbílar voru þar til sýnis í sól og blíðu og glöddu viðstadda gesti sem voru óvenju margir, enda fátt um fína drætti í miðborginni. Fornbílaklúbburinn og Árbæjarsafn hafa lengi átt gott samstarf, en þar hefur um tveggja áratuga skeið verið haldinn sérstakur fatadagur klúbbsins fyrstu helgina í júlí. Þar sem landsmótið lendir á þessari helgi nú var ákveðið að flytja fornbíladaginn yfir á 17. júní og var ekki annað að sjá en að gestir og gangandi hafi tekið því vel.

Það voru fjölmargir fornbílar samankomnir í Árbæjarsafni á 17. júní og voru þeir amerísku mest áberandi. Talið frá hægri: Chevrolet ´42, Ford ´59 og Edsel ´58.
Þessi myndarlegi Oldsmobile ´56 hefur verið á Íslandi í 60 ár, en hann barst hingað í gegnum Sölunefnd varnarliðseigna, líkt og fjölmargir aðrir bílar á þeim árum.
Glæsilegir bílar fara ávallt vel við gömul og virðuleg hús. Hér má sjá ´58 Buick og ´48 Plymouth.
Gamla bílaverkstæðið í Árbæjarsafni dregur ávallt til sín fjölda gesta og ekki spillir að hafa fallega fornbíla í hlaðinu, líkt og þennan Chevrolet árgerð 1931.
Nokkrir kaggar voru á svæðinu, líkt og þessi svarti Chevrolet Camaro árgerð 1967, en undir húddi hans leynist 427 kúbika vél, sem reyndar var ekki staðalbúnaður í Camaro fyrr en með andlitslyftingunni 1969. Við hlið hans eru Dodge Dart ´67 og Ford Bronco ´74.    
Það voru ekki bara krómkaggar og kraftabílar í Árbæjarsafni, heldur einnig vinnulúnir vörubílar sem í eina tíð voru þörfustu þjónar atvinnulífsins; Chevrolet ´52 og Mercedes-Benz ´64.
Þessi virðulegi Hudson árgerð 1947 hefur fylgt Fornbílaklúbbnum í meira en 40 ár, en hann hefur verið samfellt á reykvískum götum í yfir 70 ár og gerður upp nokkrum sinnum af Ársæli Árnasyni fornbílavölundi sem býr handan Elliðaárstíflunnar.
Mercury árgerð 1956 hefur löngum verið vinsæll meðal fornbílasafnara enda einstaklega vel hannaður bíll, frá þeim dögum þegar tvílitar yfirbyggingar voru allsráðandi, notkun á krómi til fyrirmyndar og litavalið dásamlegt, annað en sagt verður um bíla samtímans.
Talandi um fagrar línur og glæsta liti þá sóma þeir sér vel krómkaggarnir frá sjötta áratugnum, þó velgengni þeirra hafi verið æði misjöfn. Á meðan ´56 Bjúkkinn til vinstri var þriðji mest seldi bíll heims það ár, átti ´58 Edselinn til hægri við ramman reip að draga þegar hann kom á markaðinn í miðri kreppu og breyttum smekk neytenda sem fúlsuðu m.a. við frumlegu grillinu. En hafi Ford-fyrirtækið tapað stórum upphæðum á Edsel-ævintýrinu, þá kom fjármagnið að nokkru til baka árið 1959 þegar græni og hvíti Fordinn í miðjunni leit dagsins ljós, en það ár seldi Ford fleiri bíla en Chevrolet og var þannigs mest seldi bíll heims.
Fyrri grein

Ford Transit með Raptor grilli

Næsta grein

Allur aldur á Selfossi

Haraldur orn Arnarson

Haraldur orn Arnarson

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

1971 Buick Riviera Boat Tail

1971 Buick Riviera Boat Tail

Höf: Pétur R. Pétursson
25/02/2025
0

1971 Buick Riviera Boat Tail er einstök og táknræn bandarísk bílahönnun sem kom fram á sjöunda áratugnum. Bíllinn var framleiddur...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Allur aldur á Selfossi

Allur aldur á Selfossi

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025
Bílasýningar

Vígalegur 35″ Defender og fjallahjólhýsi á vorsýningu Land Rover á laugardag

16/05/2025
Bílasýningar

Sumarsýning Heklu fer fram laugardaginn 17. maí, frá kl.12 til 16.

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.