Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 21:50
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þetta sáum við ekki fyrir: Geely frá Póllandi

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
07/02/2023
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
279 6
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þetta sáum við ekki fyrir: Geely frá Póllandi

Kannski gæti þetta verið næsti MG. Einfaldur, venjulegur rafbíll sem smeygir sér inn á markaðinn,  og hefur allt í einu selt 2.500 bíla einfaldlega vegna þess að þeir eru fáanlegir, flottir og ódýrir. Skoðum Izera frá Póllandi.

Zhejiang Geely Holding Group Co., Ltd (ZGH), almennt þekkt sem Geely, og við þekkjum aðallega fyrir að vera móðurfyrirtæki Volvo og Polestar.

En fyrirtækið er kínverskt fjölþjóðlegt bílafyrirtæki með höfuðstöðvar í Hangzhou, Zhejiang. Fyrirtækið er í einkaeigu kínverska milljarðamæringsins Li Shufu. Það var stofnað árið 1986 og fór inn í bílaiðnaðinn árið 1997 með Geely Auto dótturfyrirtæki sínu.

Geely Auto er sem stendur sjöundi stærsti bílaframleiðandinn í Kína, með 1.328 milljón sölu í Kína árið 2021.

Á heimsvísu seldi samstæðan yfir 2,2 milljónir bíla árið 2021, og yfir 17.926 rafknúin ökutæki í janúar 2022

Margar tegundir undir sama hatti

Fyrirtækið framleiðir og selur bíla undir eigin vörumerkjum – eins og Geely Auto, Geometry, Maple og Zeekr – og undir erlendum dótturfyrirtækjum – eins og Volvo Cars, Polestar, Lynk & Co, Proton og Lotus – auk atvinnubíla eingöngu undir vörumerkjum London EV Company, Ouling Auto og Farizon Auto.

Það framleiðir einnig rafknúin farartæki undir sumum áður skráðum vörumerkjum og mótorhjól undir dótturfyrirtæki sínu Zhejiang Geely Ming Industrial (Jiming og Geely vörumerki), Qianjiang Motorcycle (QJMotor og Keeway vörumerki) og Benelli.

Í september 2022 eignaðist samstæðan 7,6% eignarhlut í Aston Martin Lagonda Global Holdings plc, hinu ofurlúxus breska frammistöðumerki Aston Martin.

En aftur að Izera

Jon Winding-Sørensen hjá vefnum BilNorge, var að skrifa um þennan nýja rafbíl undir hatti Geely sem verður framleiddur í Póllandi.

BilNorge hafði áður fjallað um bakgrunninn að þessari ítölsku hönnun og pólsku hugmynd, en á þeim tíma var hugmyndin aðeins spjall manna á milli.

Svo skall heimsfaraldurinn fyrir alvöru og að sjálfsögðu var hlutunum frestað þar til myndbandsfundi var komið á á milli Hangzhou og Varsjár.

Tilgangurinn „táknrænt handaband” í tilefni af samningi á milli fólksins á bakvið Izera og Geely Holding.

Margir möguleikar

Geely á svo margar hugmyndir sem liggja í hinum og þessum skúffum að það var ekkert mál að finna grunn sem væri hægt að nota á þennan nýja bíl.

Geely voru gjafmilidir og lofuðu yngsta og nútímalegasta grunni fjölskyldunnar – svokölluðum SEA grunni.

Skammstöfunin stendur fyrir „Sustainable Experience Architecture“ og grunnurinn er sá sami og notaður eru í nýja Smart #1 og nú þegar á jafn fjölbreyttum bílum og Lotus og Zeekr.

SEA-grunnurinn er mjög fjölhæfur. Hægt er að nota hann frá smábílum upp í lúxusbíla með hjólhaf á bilinu 2,7 til rúmlega þriggja metra, það er sérútgáfa SEA-S fyrir sportbíla og ein, SEA-C, fyrir sendibíla og litla vörubíla allt að 5,5 tonn.

Bara samstarfsamningur

Þetta er hreinn leyfis-/samstarfssamningur. Ekkert er talað um að Izera verði hluti af Geely veldinu.

En samningurinn auðveldar án efa kynningu á Izera: enda engar áhyggjur af tækniþjálfun eða þjónustumarkaði.

Hreinn ávinningur

Fyrir Geely hlýtur það að vera áhugavert að fara inn á mið-evrópskan markað sem þeir, eða aðrir Kínverjar, hafa lítið sést.

Og fyrir Pólland gæti það þýtt að endurræsa bílaiðnað sem einu sinni var nokkuð blómlegur.

Þrjár fjórðu milljón fólksbíla voru framleiddir í Póllandi árið 2010, en í dag er hún um 100.000 bílar, þó framleiðsla sendibíla sé reyndar að aukast. Áður en langt um líður mun verksmiðjan í Jawor einnig hefja smíði sendibíla á VAN-EA grunni Mercedes-Benz.

Fyrir Izera verður ný verksmiðja reist í Jaworzno.

Ekkert hefur komið fram um afkastagetu en 2.400 starfsmenn munu koma að málum frá upphafi.

Pólland hefur ákveðið fyrir löngu að árið 2030 verði að minnsta kosti 600.000 raf- og tvinnbílar á pólskum vegum. Með öðrum orðum verður Izera með öruggan og góðan heimamarkað.

Þrjár mismunandi gerðir

Og það á ekki bara  að horfa á eina gerð. Þrjár mismunandi yfirbyggingar hafa þegar verið staðfestar – sportjeppi, hlaðbakur og stationbíll – allir í svokölluðum C-stærðarhluta markaðarins í Evrópu.

(frétt á vef BilNorge).

Fyrri grein

Uppfærsla á Mercedes GLE

Næsta grein

2023 Tesla Cybertruck sást í reynsluakstri

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

Höf: Pétur R. Pétursson
14/05/2025
0

Isuzu Motor Group hefur hafið fjöldaframleiðslu á rafdrifnum D-MAX með fjórhjóladrifi fyrir Evrópumarkað í verksmiðju sinni í Samron í Tælandi....

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Næsta grein
2023 Tesla Cybertruck sást í reynsluakstri

2023 Tesla Cybertruck sást í reynsluakstri

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.