Þó að febrúar sé stystur allra mánaða er ekki þar með sagt að fréttirnar séu færri. Nei, síður en svo. Þessi febrúarmánuður var stappfullur af Verbúðartengingum, vondu veðri. heimsmetum, klókum lesendum og sagnfræði. Lítum á það helsta.
Númer eitt:
Ertu bílaglöggur/glögg?

Það er gott að kanna endrum og sinnum hvaða upplýsingar tolla sem fastast í toppstykkinu. Flestir lesendur Bílabloggs í febrúarmánuði könnuðu hversu vel þeir þekkja til bíltegundanna í þessum spurningaleik – átt þú eftir að spreyta þig á tegundunum?
Númer tvö:
Verbúðarbílarnir settir í samhengi

Þetta er fyrri hluti umfjöllunar um bílana í Verbúðinni en aðra eins lukku hefur íslenskt sjónvarpsefni vart vakið. Sem minnir mann á það að seinni hluti umfjöllunarinnar ætti að fara að birtast. Kannski ég hnippi í blaðamanninn…
Númer þrjú:
Íslandsmeistari í torfæru setur öðruvísi heimsmet

Akureyringurinn Þór Þormar var einn þeirra sem sló heimsmet í síðasta mánuði. Við þekkjum hann mörg hver sem Íslandsmeistara í torfæru en honum er sannarlega fleira til lista lagt eins og fram kemur í greininni.
Númer fjögur:
Bíllinn sem sökk með Titanic

Fortíðin er lykillinn að framtíðinni, segja t.d. jarðfræðingar þegar þeir rýna í jarðlög. Hér er rakin merk saga sem tengist enn merkari sögu.
Númer fimm:
Hjörtur reiddist og réðst á bílinn

Hjörtur í illu skapi getur verið varasamur eins og þetta myndband sýnir býsna vel.
Númer sex:
Þegar felguboltar eru allt of hertir

Greinin um felguboltana hefur slegið rækilega í gegn enda góð og gagnleg lesning.
Númer sjö:
Ótrúlegt að bíll kæmist leikandi yfir Öxnadalsheiði

Sagan af brautryðjendunum er áhugaverð en hér er sagt frá skörungum sem fyrstir óku „leikandi“ á bíl yfir Öxnadalsheiðina.
Númer átta
Verbúðarbílarnir á Suðureyri

Þetta er grein sem skrifuð var þegar tökur fóru fran á Verbúðinni en það var fyrir rúmu ári síðan og blaðamaður fór í göngutúr með ungum spekúlöntum á Suðureyri og prófaði að sjá Verbúðarbílana frá sjónarhorni þeirra.
Númer níu:
Rafbílar og frost: Niðurstöður tilraunar VW

Frostið og rafbílarnir eru áhugamál sem skarast á sérstakan hátt.
Númer tíu:
Ók þeim gamla milljón mílur og fékk annan Volvo

Maður sem keypti nýjan Volvo 740 GLE árið 1991 hafði fyrir skemmstu ekið gegnum milljón mílna „múrinn“ á bílnum góða. Hann fékk óvænta gjöf af því tilefni.
Þetta voru tíu mest lesnu greinarnar á Bílabloggi í febrúar og sjáum nú hvað mars gefur okkur í bílafregnum.
Þessu tengt:
Þetta skoraði hæst í janúar
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.



