Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 15:26
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þegar spindilboltinn brotnaði!

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
18/04/2022
Flokkar: Tækni
Lestími: 4 mín.
278 11
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þegar spindilboltinn brotnaði!

  • Þegar það var stundum raun að eiga gamlan bíl….

Ég var að skrifa um gamla tímann á dögunum, og þá rifjaðist upp sá tími þegar ég eignaðist fyrsta bílinn minn, sem þá var 22ja ára gamall! Sem sagt fimm árum eldri en ég sjálfur!

Eins og hjá öllum var það draumur hjá mér að eignast bíl þegar ég fengi bílprófið 17 ára gamall.

Stundum ganga hlutir upp og svo var í þessu efni. Þannig var að ég kynntist ágætum bátasmið í Hafnarfirði sem leigði pláss í einu af húsum fjölskyldunnar.

Hann átti gamlan Morris, 1939 árgerð, sem gekk ágætlega og leit alls ekki illa út. En á svipuðum tíma og ég fékk bílprófið var bátasmiðurinn svo óheppinn að vera stöðvaður á bílnum við „óheppilegar“ aðstæður og missti í kjölfarið prófið í eitt ár.

Ég á ekki mynd af þessum fyrsta bíl sem ég eignaðist en hér er mynd af bíl sömu gerðar; Morris 8 árgerð 1939. En minn bíll hafði tekið smá „breytingum“.

Flottu „innfelldu“ framljósin, sem voru ekki ósvipuð og á VW bjöllunni, voru horfin og í staðinn voru komin framljós af Austin 8, sem þá voru fest sitt hvoru megin á vélarhúsið.

Vélin í bílnum var einnig úr Austin 8. Menn kunnu að bjarga sér á þessum árum!

Hann var staðráðinn að fá sér betri bíl þegar „próflausa“ árið væri yfirstaðið, en var með „gott“ þriggja stafa bílnúmer á bílnum, og hann bauðst til að selja mér bílinn fyrir lítinn pening – að því tilskildu að ég myndi vera með númerið á bílnum þetta ár, en hann myndi síðan fá það á nýja bílinn og ég myndi fá mér annað númer.

Þetta gekk eftir og ég varð ánægður bíleigandi!

Morris 8 árgerð 1939.

Spindilboltinn brotnaði á Keflavíkurveginum

Ég átti þennan ágæta Morris í nokkur ár og hann þjónaði mér ágætlega. Á því tímabili var ég að vinna sem kokkur á Flugvallarhótelinu á Keflavíkurflugvelli, og vann á hálfs mánaðar vöktum.

Á vaktatímabilinu bjó ég á Vellinum, en fór stundum heim í vaktafríum.

Gamli Keflavíkurvegurinn sem þá lá með Vatnsleysuströndinni og síðan yfir Vogastapann til Keflavíkur var á þessum tíma malarvegur og stundum var ástand hans ekki gott; lítill ofaníburður og stórar klappir í vegyfirborðinu.

Í einni ferðinni suður var ég rétt kominn suður fyrir Voga og í beygjunni upp á Stapann var vegurinn hreinlega illfær og þar skipti engum togum að þegar framhjólin hoppuðu á einni klöppinni heyrðist hár smellur og bíllinn datt niður að framan.

Spindilboltinn brotnaði úr auganu á framöxlinum vinstra megin og hjólið datt af!

Næsta verk var að fá kranabíl frá Vöku til að draga bílinn með framendann á lofti heim á hlað í Setbergshverfið ofan Hafnarfjarðar, og koma mér svo aftur suðureftir í vinnuna.

Í næsta „vaktafrí“ var farið af stað að leita að varahlutum, og þá kom í ljós að Vaka átti til sams konar framöxul eða frambita, sem var keyptur snarlega.

En þetta kallaði á nýja spindilbolta og fóðringar! Spindilboltinn í þessu tilfelli var lítill öxull sem gekk í gegnum lóðrétt gat á frambitanum og utan um hann gekk síðan „klafi“ með fóðringum sem virkaði eins og „lamir“ fyrir framhjólin svo hægt væri að beygja.

Spindilboltinn var festur í gatinu á bitanum með fleygmynduðum „lásbolta“ þannig að hann héldist kyrr á sínum stað.

Skýringarmynd af „spindilbolta“. Spindillinn sjálfur er með „klafa“ sem er með gati að ofan og neðan fyrir spindilfóðringu, en spindilboltinn er síðan rekinn í gegn um fóðringarnar og gatið á endanum á frambitanum, og þannig er hægt að snúa framhjólunum.

Gott að eiga góða að

Það var ekki hlaupið að því að finna varahlut í 22ja ára bíl þá frekar en í dag, og þá var ég svo heppinn að einn af félögum mínum í Hjálparsveit Skáta í Hafnarfirði, Snorri Magnússon, var að læra rennismíði hjá Agli Vilhjálmssyni.

Snorra þekkja fjölmargir vegna þess að hann var umsjónarmaður sporhundanna hjá Hjálparsveitinni í fjöldamörg ár, og ég greip stundum í það með honum að þjálfa hundana og „týndist“ reglulega í hrauninu við Hafnarfjörðinn.

En Snorri fékk málin á gatinu í „nýja“ frambitanum og klafastykkið fyrir hjólið, og hann var snöggur að renna nýjan „spindilbolta“ með smurgangi og nýjar fóðringar. Þarna sannaðist vel að það er „gott að eiga góða að“!

Tveimur dögum síðar var búið að raða þessu saman á hlaðinu heima og Morris farinn út að aka.

En það var ekið ákaflega „varlega“ um erfiðu vegarkaflana á Keflavíkurveginum í næstu ferðum.

Hér má sjá hvernig þetta virkaði í raun og veru undir mínum gamla og góða Morris á sínum tíma.
Fyrri grein

Varð afbrýðisöm út í bílinn

Næsta grein

Voðaverk á hjólum

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Allt stefnir í að bílasýningin í Munchen í september verði enn stærri en áður

Allt stefnir í að bílasýningin í Munchen í september verði enn stærri en áður

Höf: Jóhannes Reykdal
01/08/2025
0

Núna eru franar að berast fleiri fréttir af bílsýningunni í Munchen sem stendur yfir frá 9. Til 14. September. IAA...

Stellantis og Renault hætta við vetnisbíla – en BMW, Hyundai og Toyota halda áfram að skuldbinda sig

Stellantis og Renault hætta við vetnisbíla – en BMW, Hyundai og Toyota halda áfram að skuldbinda sig

Höf: Jóhannes Reykdal
30/07/2025
0

Bílaframleiðendur hafa skoðað tækni vetniseldsneytis sem raunhæfan valkost við rafknúin ökutæki. En þar sem Stellantis og Renault hætta við vetnisáætlanir...

Tesla hleypir af stokkunum tilraunaverkefni með Robotaxi með allt að 20 Model Y bílum í Texas

Tesla hleypir af stokkunum tilraunaverkefni með Robotaxi með allt að 20 Model Y bílum í Texas

Höf: Jóhannes Reykdal
19/07/2025
0

Þann 22. júní 2025 hleypti Tesla formlega af stokkunum tilraunaverkefni sínu með Robotaxi í Austin í Texas í Bandaríkjunum, og...

Chevrolet Corvette ZR1X árgerð 2026 kemur með 1.250 hestöflum

Chevrolet Corvette ZR1X árgerð 2026 kemur með 1.250 hestöflum

Höf: Jóhannes Reykdal
18/06/2025
0

Corvette ZR1X árgerð 2026 hefur verið kynnt og verður með næstum ótrúlegum 1.250 hestöflum frá háþróaðri blendings drifrás sinni. LT7...

Næsta grein
Voðaverk á hjólum

Voðaverk á hjólum

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.