Sunnudagur, 11. maí, 2025 @ 15:38
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þegar ökumaðurinn hefur misst öll völd er bíllinn síðasta vörnin

Jón Helgi Þórisson Höf: Jón Helgi Þórisson
24/02/2022
Flokkar: Tækni
Lestími: 8 mín.
266 20
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þegar ökumaðurinn hefur misst öll völd er bíllinn síðasta vörnin

Allir vita að nútíma bifreiðar eru hlaðnar öryggisbúnaði. En það var ekki alltaf svo.

Fyrstu bílarnir voru í raun ekkert annað en vélknúnir hestvagnar og ekkert sértaklega öruggir. Þeir þróuðust þó sem betur fer jafnt og þétt í þá bíla sem við þekkjum í dag.

Myndin yfir greininni er af endurgerð eða eftirlíkingu af 1918 Mitsubishi Model A sem hægt er að lesa meira um hér. Þessi merkilega bifreið er söguleg fyrir þær sakir að þetta er fyrsti raðframleiddi (ekki sama og fjöldaframleiddi) bíllinn í Japan og hann var handsmíðaður með hömrum og meitlum.

Hann gaf tóninn fyrir fjöldaframleiðslu á bílum í Japan. Ástæðan fyrir veru bílsins í þessari grein er að hann er ágætis dæmi um bíl sem uppfyllir sennilega engar af þeim öryggiskröfum sem eru gerðar til bifreiða nútímans.

Hann er ekki með stuðara, rúðurnar eru venjulegt gler, engin bílbelti, engir höfuðpúðar, stýrisstöngin gefur ekki eftir við árekstur, farþegarýmið í þessum bíl er veikbyggt  og að hluta til er hann hann smíðaður úr tré. Sem sagt sögulegur í Japanskri bílaframleiðslu en frekar dæmigerður bíll að öðru leyti fyrir þetta tímabil í bílasögunni.

Módel A fengist ekki skráður í neinu landi ef hann væri framleiddur í dag.?

Upphafið að því að gera bíla öruggari var gróflega fyrir u.þ.b. 90 til 100 árum síðan eða rétt upp úr því að Model A var framleiddur að frátöldum t.d. flautum, framljósum og hemlum sem komu fram fyrr. Frá þeim tíma hafa komið fram nýjungar, uppfinningar og endurbætur jafnt og þétt og eru enn að koma fram sem eiga að gera bíla öruggari. Svo hafa líka komið staðlar, lög og reglur sem eiga að tryggja öruggari bifreiðar í umferðinni. Áherslan var og er að sjálfsögðu lögð á að tryggja öryggi ökumanns og farþega en ekki til að tryggja að bíllinn skemmdist sem minnst!

1918 Mitsubishi Model A.

Stuðarar eru til að draga úr höggi á litlum hraða en hlutverk þeirra er líka að draga úr meiðslum gangandi vegfarenda. Mitsubishi Model A gæti t.d. stórslasað fólk á frekar litlum hraða af því hann er ekki með stuðara.

Bílbelti komu frekar snemma fram í bílasögunni og þá sem tveggja punkta belti. Þriggja punkta beltin voru fundin upp hjá Volvo og var verkfræðingurinn Nils Bohlin maðurinn á bak við uppfinninguna. Þetta var mikil endurbót sem hefur bjargað mörgum mannslífum og hægt er að lesa meira um það hér.

Hér er hægt að sjá af hverju maður ætti alltaf að vera með beltin spennt.

Hér er annað myndband en í því er verið að prófa gagnsemi bílbelta við raunverulegar aðstæður, vinsamlegast ekki prófa þetta sjálf en ef þið ætlið samt að gera það viljið þið láta mig vita fyrst svo ég geti verið annars staðar.

Loftpúðar eru góð viðbót við bílbeltin en þeir koma ekki í staðinn fyrir þau. Þegar loftpúðar komu fyrst þá voru þeir bara fyrir ökumanninn en núna geta þeir verið nánast út um allt farþegarýmið til að verja farþegana gegn árekstri úr flestum áttum.

Höfuðpúða var hægt að fá sem aukabúnað í dýrari bílum áður fyrr en sem betur fer urðu þeir skyldubúnaður eins og þriggja punkta bílbeltin.

Þessi stýrishólkur gefur eftir við árekstur

Stýrið má helst ekki færast úr stað, þ.e. lengra inn í bílinn ef bifreiðin lendir í tjóni að framan. Þess vegna eru bílar með stýrisstöng eða stýrishólk sem gefur eftir við árekstur. Það eru til nokkrar útfærslur sem ná sama markmiði og ein af þeim sést á myndinni fyrir ofan.

Áður fyrr gaf stýrisstöngin ekkert eftir sem olli alvarlegum meiðslum og jafnvel dauða ökumannsins.

Rúður í bílum breyttust úr því að vera venjulegt rúðugler, sem er stórhættulegt í bílum, í tvær gerðir af öryggisgleri (laminated glass) sem er notað í framrúður og perlugler (tempered glass). Perlugler er ódýrara í framleiðslu en framrúður og flestar rúður í bílnum eru perlugler. Framrúðan er gerð með því að líma saman tvö lög af gleri með plastþynnu á milli. Hún getur sprungið en tollir yfirleitt sem eitt stykki hvað sem á gengur.

Framrúðan er límd við bílinn með sterku lími og er hluti af styrk og stífleika þess hluta yfirbyggingarinnar sem farþegarýmið er.

Á útjaðrinum er glerið svart en það er til að verja límið fyrir sólarljósi svo það endist betur.  Annað nafn fyrir gler eins og er í framrúðum er hljóðvarnargler enda er það mjög hljóðeinangrandi. Þessi gerð af gleri hlífir gegn 99% af útfjólubláum geislum og það er sveigjanlegt upp að vissu marki áður en sprungur myndast í glerinu. Perlugler er hert gler (hitað og hraðkælt) sem verður að litlum kornum þegar það springur eða brotnar og það er nánast engin leið að skera sig á glerkornunum.

Einhvern veginn svona eru flestir númtíma bílar hannaðir. Krumpusvæði bæði að framan og aftan og farþegarýmið er öflugt öryggisbúr

1959 árgerðin af Mercedes Benz W111 “Tail Fin” var fyrsta bifreiðin sem var byggð á hugmyndum Béla Viktor Karl Barényi, sem má lesa um hér,  um öruggari yfirbyggingar bíla. 1953 árgerðin af Mercedes Benz Ponton var líka byggð á sömu hugmyndum en bara að hluta. Béla Barényi skilgreindi yfirbygginguna sem þrjú svæði, fram- og afturenda sem krumpast eða beyglast við árekstur (crumple zone) og farþegarýmið sem beyglast (helst) ekki við árekstur en það er sérstaklega sterkt og myndar öryggisbúr utan um farþegana. Volvo bætti um betur 1991 og fór að framleiða bíla með krumpusvæðum á hliðunum líka með sínu SIPS (Side Impact Protection System). Flestir nýjir bílar eru smíðaðir í svipuðum dúr. Krumpusvæðin taka til sín mikið af kraftinum úr árekstrum þannig að farþegarnir verða fyrir minni áhrifum af högginu.

Undirritaður varð vitni að árekstri þar sem fólksbífreið var ekið á ofsahraða inn í hlið lítillar sendibifreiðar sem kastaðist á umferðarljós. Krumpusvæðin skiluðu sínu því báðir ökumennirnir voru algjörlega ómeiddir. Þeir voru mjög skelkaðir að sjálfsögðu en jöfnuðu sig væntanlega að endingu.

Ponton var að hluta til smíðaður með tilliti til hugmynda Béla Barényi um öruggar yfirbyggingar bifreiða.
1959 Mercedes Benz W111 “Tail Fin” Saloon var fyrsti bíllinn með nútíma yfirbyggingu sem á að tryggja öryggi farþeganna.

Það þurfa að fara fram alls konar prófanir til að sjá hvort búnaðurinn í bílunum uppfyllir staðla sem settir hafa verið. Eitt þekktasta og kannski mikilvægasta prófið sem bílar fara í gegnum er árekstrarpróf. Þá er sent eitt eða fleiri eintök af ákveðinni tegund og gerð bifreiðar til prófunar hjá viðurkenndri stofnun eða fyrirtæki sem annast árekstrarprófið og gefur út skírteini eða vottorð sem segir til um hvort yfirbygging bílsins, bílbelti, loftpúðar, höfuðpúðar o.fl. sé nægilega öruggt til að vera í umferð eða ekki.

Skoðaðu endilega hversu öruggur þinn bíll er

Hér er hægt að leita að skýrslum fyrir bíla sem eru gerðir fyrir Evrópu.

Niðurstöður árekstrarprófana sem hægt er að leita í ef bíllinn er gerður fyrir Bandaríkin finnurðu hér.

Skoðum fleiri myndbönd. Það er líklega rétt að vara viðkvæma við þó að það komi engin raunveruleg slys hér við sögu þá er sumt af þessu óhugnanlegt engu að síður. Það versta er kannski að ýmsum eigulegum bílum er fórnað í þágu vísindanna m.a. einum fornbíl.

Hér er verið að sýna muninn á öryggi í eldri og nýrri bílum, takið eftir hvað kemur fyrir stýrið og framrúðuna sem er ekki límd í þeim eldri. Höfuðið á „ökumanni“ eldri bílsins fer upp í þakið og sennilega beyglar það. „Ökumaður“ nýrri Lettans er væntanlega í áfalli en að öðru leyti í lagi.

Horfið á þetta myndband svo skulum við tala saman.

Jæja þetta var svakalegt ekki satt? Maður er í hálfgerðu áfalli eftir að horfa á þetta.

Hvað táknar fyrirsögn greinarinnar? „Þegar ökumaðurinn hefur misst öll völd er bíllinn síðasta vörnin”. Þetta þýðir að á því augnabliki sem bíll lendir í árekstri getur ökumaðurinn ekkert gert nema treysta á að öryggisbúnaður bifreiðarinnar bjargi honum og farþegunum. En hver vill ótilneyddur lenda í þeim aðstæðum?

Fyrir utan öryggisbúnaðinn sem hefur verið fjallað um í þessari grein er alls konar stoðbúnaður í bílum sem á að hjálpa ökumanninum að komast hjá því að lenda í árekstri. En besta forvörnin eða „öryggisbúnaðurinn“ eru ökumennirnir sjálfir. Ef allir eru vakandi við aksturinn, ekki undir áhrifum af lyfjum eða vímuefnum, aka miðað við aðstæður og virða umferðarreglurnar þá verða slys fátíð.

Höldum bílnum heilum, í góðu ástandi, akið varlega og lifum heil.

Takk fyrir lesturinn.

[Greinin birtist fyrst í apríl 2020]
Fyrri grein

Eftirminnileg bílferð á réttarball um 1930

Næsta grein

Verkstæðishryllingur: Útskýringar viðskiptavina

Jón Helgi Þórisson

Jón Helgi Þórisson

Bifvélavirki og blaðamaður

Svipaðar greinar

Hyundai hlaut 10 leiðandi öryggisverðlaun frá IIHS

Hyundai hlaut 10 leiðandi öryggisverðlaun frá IIHS

Höf: Pétur R. Pétursson
20/03/2025
0

Bandaríska umferðaröryggisstofnunin IIHS (The Insurance Institute for Highway Safety) verðlaunaði nýlega kóresku fyrirtækjasamsteypuna Hyundai Motor Group (HMG) þegar fyrirtækið veitti...

Porsche mun setja á markað bensínsportjeppa til að selja ásamt rafmagns Macan

Porsche mun setja á markað bensínsportjeppa til að selja ásamt rafmagns Macan

Höf: Jóhannes Reykdal
16/03/2025
0

Porsche stefnir að jeppa með brunahreyfli sem gæti komið í staðinn fyrir bensín Macan þar sem bílaframleiðandinn eykur fjárfestingar í...

Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt óskar eftir gjaldþroti

Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt óskar eftir gjaldþroti

Höf: Jóhannes Reykdal
13/03/2025
0

STOCKHOLM - Northvolt, sænskur framleiðandi á rafhlöðum fyrir rafbíla, sagðist hafa farið fram á gjaldþrot í Svíþjóð, sem bindur enda...

Er vetnisbíladraumur Toyota að hrynja?

Er vetnisbíladraumur Toyota að hrynja?

Höf: Jóhannes Reykdal
30/12/2024
0

Toyota seldi færri en 150 rafknúin ökutæki sem fá frá orku frá vetni um allan heim í síðasta mánuði. Sala...

Næsta grein
Innrás Rússa veldur usla í Formúlu 1

Innrás Rússa veldur usla í Formúlu 1

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

11/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.